Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 39

Læknablaðið - 01.02.1973, Síða 39
LÆKNABLAÐIÐ 21 Daníel Daníelsson NOKKRIR ÞANKAR UM SJOKRAHÚSMÁL Þegar ræða skal sjúkrahúsmál á íslandi, rekum við okkur fljótlega á sérstöðu okk- ar, miðað við önnur lönd. Því fer fjarri, að þetta gildi aðeins um sjúkrahúsmál. Heilbrigðismál almennt og fjölmargir aðr- ir málaflokkar í okkar þjóðfélagi eru hér undir sömu sök seldir. Ekki er mér kunnugt um, að annars staðar en á íslandi sé gerð tilraun til að halda uppi nútíma heilbrigðisþjónustu fyr- ir 200.000 manns, sem dreifðir eru um jafn stórt og erfitt landssvæði sem ísland er. Þetta leiðir það óhjákvæmilega af sér, að í þessum efnum getum við aðeins í takmörkuðum mæli sótt fyrirmyndir til annarra þjóða um skipan þessara mála. Vitanlega getum við ýmislegt lært af reynslu þeirra og hugmyndum, þótt við, vegna sérstöðu okkar, verðum í flestum tilvikum að umbreyta því og laga að okk- ar aðstæðum. í IV. kafla frumvarps þess til heilbrigð- islaga, er nú liggur fyrir Alþingi, er fjall- að um sjúkrahús. Ætlunin með þessu greinarkorni er að fara nokkrum orðum um viss atriði þessa kafla frumvarpsins og þá einkum 27. gr. þess, sem fjallar um skiptingu sjúkrahúsa í flokka eftir búnaði og verksviði. Skv. þessari grein frum- varpsins er sjúkrahúsum skipt í 7 flokka. Fyrsti flokkur nefnist svæðissjúkrahús, og er skilgreint sem sjúkrahús, sem eitt sér eða í samvinnu við önnur, veiti sér- fræðiþjónustu í öllum eða nær öllum greinum læknisfræði, sem viðurkenndar eru hérlendis, og hefur aðgang að stoð- deildum og rannsóknardeildum til þess að annast þetta hlutverk. Ljóst er, að í dag er því miður ekkert það sjúkrahús til hérlendis, er falli undir þessa skilgreiningu. Jafnaugljóst hygg ég það vera, að eigi slík stofnun að líta dags- ins ljós í fyrirsjáanlegri framtíð, getur það aðeins gerzt á þann hátt, að núverandi sjúkrahús í Reykjavík myndi saman eina sjúkrahúsaheild undir einni samræmdri yfirstjórn. Er þess sannarlega að vænta, að heil- brigðisyfirvöld láti ekki lengur dragast að hrinda af stað undirbúningsaðgerðum í þessa átt, því að ljóst er, að áður en til raunhæfra aðgerða kemur í þessu máli, þarf að vinna mikið undirbúnings- og skipulagsstarf, sem naumast verður fram- kvæmt án aðstoðar erlendra sérfræðinga. Þar eð ætla verður, að þessi þróun hljóti að vera mikið kappsmál læknastéttinni allri — og þá ekki sízt þeim hluta hennar, er starfar á viðkomandi sjúkrahúsum — ætti heilbrigðisstjórnin að eiga þar vísan öflugan og þýðingarmikinn samstarfsaðila. Með tilliti til þess, að um langa framtíð er þess ekki að vænta, að mannfjöldi á ís- landi leyfi nema eitt sjúkrahús í landinu, þeirrar tegundar, er hér um ræðir, tel ég nafnið svæðissjúkrahús óheppilegt, þar sem vettvangur þess yrði landið allt. Virð- ist mér eðlilegra, að það yrði nefnt lands- sjúkrahús, eða gamla nafninu, Landspítali, yrði haldið. Annar flokkur nefnist deildarsjúkrahús og fellur skilgreining þess að mestu sam- an við þann staðal, sem nú mun að stefnt á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA). Með tilliti til fjarlægða og erfiðra sam- gangna á íslandi hefði deildarskipt sjúkra- hús í hverjum landsfjórðungi verið æski- leg lausn sjúkrahúsmála landsbyggðarinn- ar. Flestir þeir, er nokkuð þekkja til sjúkrahúsreksturs, munu þó sammála um, að enn um langa framtíð skorti raunhæf- an grundvöll fyrir slíku fyrirkomulagi. Lágmarksstærð, búnaður og þar með mannfjöldi upptökusvæðis deildarsjúkra- húss er slíkur, að vafasamt má telja, að faglegur og fjárhagslegur grundvöllur sé til reksturs slíks sjúkrahúss í dag, nema á einum stað á landinu, þ. e. Akureyri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.