Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1976, Page 6

Læknablaðið - 01.12.1976, Page 6
166 LÆKNABLAÐIÐ FRÁ RITSTJÓRN: LANGDREGIN DÓMSRANNSÓKN f leiðara formanns L.í. er vísað til þess, að læknasamtökin hafi óskað opinberrar rannsóknar vegna ávana- og fíknilyfja- mála og verður hér stuttlega gerð grein fyrir því. Beiðni um opinbera rannsókn vegna meints misferlis í sambandi við útgáfu ávísana á fíkni- og ávanaefni var sett fram í sameiginlegu bréfi formanna L.R. og L.f. til Saksóknara ríkisins í janúarlok 1972. Tilefniðvoru fullyrðingar opinbers starfs- manns í blaðaviðtali og í sjónvarpi og hljóðvarpi, að „ákveðnir læknar hafi sýnt vítavert gáleysi við ávísun á lyf, sem hafa ávanahættu í för með sér.“ 9. maí 1972 krafðist Saksóknari ríkisins þess, „að mál þetta sætti dómsrannsókn við Sakadóm Reykjavíkur.“ 12. janúar 1973 innti stjórn L.í. sak- sóknara eftir framvindu rannsóknarinnar. í svari 24. janúar 1973 segir, að málið sé enn í rannsókn hjá Sakadómi Reykjavíkur. f fjölmiðlum höfðu komið fram full- yrðingar um, að læknar stæðu í vegi fyrir rannsókn málsins og í bréfi saksóknara segir hann aðspurður: ,,Þá skal það tekið fram, að embætti saksóknara veit eigi til þess að nokkur hafi á einn eða annan hátt reynt að tefja eða torvelda þessa rannsókn.“ Læknasamtökin hreyfðu þessu máli ekki um sinn, enda var árið 1973 settur á lagg- irnar sérstakur dómstóll, Sakadómur í ávana- og fííkniefnamálum, og einnig var eftirritunarskyldum lyfjum fjölgað. Talið var, að með þessu hefði eftirlit verið aukið og eflt, og vitað var, að náið samband komst á milli fíkniefnadómstóls- ins og þeirra aðila, sem með lyfjaeftirlit fjalla og ennfremur er vitað, að dóm- stólum hafa verið látnar í té allar þær upplýsingar, sem óskað hafði verið eftir frá landlækni og Lyfjaeftirliti ríkisins. Læknum brá því mjög i brún, þegar dagblaðið Timinn birti frétt 20. nóvember 1976 þar sem fulltrúa ríkissaksóknara eru eignuð þau ummæli, að það sé „ákaflega erfitt að láta lækna sæta ábyrgð fyrir það misferli, sem kann að eiga sér stað í sam- bandi við útgáfu þeirra á lyfseðlum.“ Aðal- orsök þessa er sögð sú, „hversu vel lækn- arnir standa saman cg gefa lítið upp.“ 28. nóvember 1976 ritaði framkvæmda- stjóri læknafé'aganna ríkissaksóknara bréf, þar sem áréttaðar eru eindregið „fyrri kröfur um að afgreiðslu slíkra mála, sem hér um ræðir, verði hraðað . . . “, auk þess, sem vikið er að ummælum þeim, sem Tíminn eignar fulltrúa hans. Með yfirlýsingu, dagsettri 7. desember 1976, neitaði fulltrúi sakadómara að fyrr- greind ummæli væru eftir sér höfð og með bréfi 9. desember 1976 staðfestir ríkis- saksóknari, að hann „viti eigi til þess að læknar hafi reynt að tefja eða torvelda rannsóknir mála“, og að málið sé enn í sakadóminum og virðist ríkissaksóknari jafn langeygður eftir lokum dómsrann- sóknarinnar og forystumenn læknasamtak- anna. öb

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.