Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 7

Læknablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ 167 Guðjón Magnússon og Óíafur Sveinsson KÖNNUN Á HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU I SKAGAFIRÐI SKÝRT ER FRÁ FYRIRKOMULAGI HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU í SKAGAFIRÐI, FRAMKVÆMD OG NIÐURSTÖÐUM KÖNNUNAR, ER ÞAR FÓR FRAM 11. FEBRÚAR TIL 15. MARS 1974. RÆTT UM ANNMARKA OG GILDI ÞEIRRAR KÖNNUNAR FYRIR SKIPU- LAGNINGU HEILBRIGÐISMÁLA. SKIPULAG HEILBRIGÐIS- MÁLA í SKAGAFIRÐI Fyrsti læknir er gegndi Skagafirði var Magnús Guðmundsson. Hann var læknir Norðlendinga frá 1766 til 1775. Hann sat á Ökrum og Úlfsstöðum í Blönduhlíð. Ari Arason varð læknir í Norðlendingafjórð- ungi 1801. Hann sat fyrst á Víðivöllum. en síðar á Flugumýri. Ari sagði embættinu lausu 1820. Árið 1835 réðu Húnvetningar til sín Jósef Skaftason og launuðu úr eigin vasa. Árið 1837 fékkst konungsstyrkur til þess að greiða laun læknisins gegn því að hann sinnti jafnframt kalli Skagfirðinga. Jósef sat að Hnausum í Húnaþingi. Þessi tilhögun hélst til 1856. Sérstakur læknir gegndi ekki Skagafirði fyrr en Bogi Pétursson var settur 1876 til þess að gegna 9. læknishéraði (skv. lögum frá 1875). Læknishéraðið náði yfir Húnavatnssýslu austan Blöndu og Skagafjarðarsýslu nema Fellshrepp, Holtshrepp og Höfðasókn. Bogi sat á Sjávarborg. Síðan hafa læknar setið í Skagafirði. Með lögum frá 1899 voru Sauðárkróks- og Hofsóshéruð stofnuð.3 Læknissetur á Sauðárkróki og Hofsósi. Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki var reist árið 1906. Það tók til starfa 23. feb. 1907. Voru þá í húsinu 4 sjúkrastofur með 10 sjúkrarúmum. Aukið var við húsið 1922. Var það lengst af meðan það starfaði talið rúma 16 til 22 sjúklinga. Hús þetta stendur enn sem Aðalgata 1, norðan við kirkjuna og er nú safnaðarheimili. Rekstri sjúkra- húss lauk í þessu húsi í árslok 1960, þegar starfsemi fluttist í núverandi sjúkrahús. Frá árinu 1971 var Hofsóshéraði þjónað frá Sauðárkróki, en í lögum um heilbrigðis- þjónustu frá 16. apríl 1973 var Hofsós- hérað lagt niður og Skagafjörður gerður að einu heilsugæzluumdæmi — H2 Sauðár- króksumdæmi. Tveir hreppar voru þó und- anskildir, Haganes- og Holtshreppur, sem tilheyra Siglufjarðarumdæmi. Sauðárkróks Apótek var stofnað með leyfisveitingu 23. maí 1921. Tannlæknir sezt að á Sauðárkróki 1949. SJÚKRAHÚS SKAGFIRÐINGA Sjúkrahús Skagfirðinga tók til starfa í núverandi byggingu 3. janúar 1961. í sjúkrahúsinu er vistunarrými fyrir 40 sjúklinga. Þar er einnig skurðstofa, aðstaða til röntgenmyndatöku, rannsóknarstofa og nokkur aðstaða rannsókna á ferlivistar- sjúklingum. Nánast ekkert rými er til endurhæfingar. Sjúkrahúsið var ekki hannað með það fyrir augum, að þar færi fram öll heilsu- gæzla fyrir héraðið. Samt sem áður hefur sjúkrahúsið orðið að gegna því hlutverki síðustu ár. Hefur um alllangt skeið verið í undirbúningi bygging heilsugæzlustöðvar í tengslum við sjúkrahúsið. Dvalarheimili fyrir aldraða er ekki í Skagafirði en helm ingur (20 rúm) af vistunarrými sjúkra- hússins er notaður fyrir hjúkrunarsjúkl inga. STARFSFÓLK SJÚKRAHÚSSINS 1. janúar 1974 störfuðu alls 50 manns við sjúkrahúsið, þar af 39 í fullu starfi. Starfslið skiptist þannig: Læknar voru 3, sjúkrahúslæknir og tveir í hluta af starfi. Hjúkrunarkonur 5. Ljósmæður 2. Meinatæknir 1. Ritarar 2. Sjúkraliðar 4.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.