Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 18

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 18
174 LÆKNABLAÐIÐ 4. FLOKKUR: Verkjalyf og giktarlyf, svo sem magnyl, Bufferin, Indocid, Butazolidin, Somadryl o. s. frv. 5. FLOKKUR: Meltingarlyf, svo sem sýrueyðandi meðul. Samsett lyf geta fallið í fleiri en einn ákvörðunarflokk, t. d. Li’orax. bæði í 5. og 11. flokk. Voru þau þá flokkuð sem tvær ákvarðanir. 6. FLOKKUR: Járn og vítamín. 7. FLOKKUR: Anorexica: Preludin, Dobesin, Mira- pront. 8. FLOKKUR: Antiepileptica: fenemal, fenantoin, Mysolin, Tridion, Tegratol. 9. FLOKKUR: Hypnotica, svo sem Doriden, Mogadon og barbituröt, þó ekki gegn flogaveiki. 10. FLOKKUR: Psykosedativa major: Róandi lyf, sem verka á geðsýki, svo sem chlorpromazin, perfenazin, Anatensol, Taractan. 11. FLOKKUR: Psykosedativa minor: Róandi lyf án teljandi verkunar á geðsýki, einkum Valium, Librium og meprobamat. 12. FLOKKUR: Psykoanaleptica: Geðhvetjandi lyf, sem verka á geðsýki, svo sem Tofranil, Tryptizol og MAO-hemlandi lyf. 13. FLOKKUR: Stimulantia: Geðhvetjandi lyf án verkunar á geðsýki, Amfetamin og Ritalin. 14. FLOKKUR: Útvortis lyf, þar á meðal steroidar og sýklaeyðandi smyrsl. 15. FLOKKUR: Oflokkuð lyf, svo sem mixtúrur ýmis konar, æðavíkkandi meðul, lyf notuð í augu og eyru o. s. frv. Einstakir lyfjaflokkar Ávísun sýklaeyðandi lyfja jafngildir að þau hafi fengið 18.8% allra þeirra er leit- uðu læknis könnunartímabilið. Þetta er há tala og væri full ástæða til að gera úrtaks- könnun í héraðinu á notkun sýkialyfja yfir árið, sundurgreina notkun eftir teg- undum lyfja, kyni og aldri sjúklinga. Þá væri ekki síður æskilegt að kanna að hve miklu leyti sjúklingar taka inn sýklalyf, sem þeim eru ávísuð. Oft kemur í Ijós að þeir er fjarri búa frá miðstöð heilbrigðis- þjónustu birgja sig upp af lyfjum og eiga gjarnan nokkuð magn af fúkalyfjum 1il þess að grípa til ef í nauðir rekur. Al- menningur hefur einnig mikla trú á fúka- lyfjum við öndunarfærasjúkdómum. Mesl var ávísað af flokki 15, sem er eins konar ruslakista. Þar falla undir ýmis lyf, sem ekki flokkast annars staðar, mixtúrur ýrnis konar, æðavíkkandi lyf, nef- og augndrop- ar o. fl. Stór hluti þessara lyfja er symp- tomatisk lyf og mörg eru placebolvf. Geðlyf Samtals var geðlyfjum, þ. e. flokkum 10, 11 og 12 ávísað 120 sinnum. Jafngildir það að 9.6% sjúklinga er leituðu læknis hafi verið ávísað geðlyfjum. Þessi tala er þó væntanlega lægri þar eð sama sjúkl- ingi er stundum ávísað fleiri en einni teg- und geðlyfja. Við könnun í Hvammstanga- héraði10 var 22.4% þeirra er leituðu lækn- is ávísað samsvarandi lyfjum. Mest var um notkun róandi lyfja án teljandi verk- unar á geðsýki, einkum Valium og Libri- um fl. 11, sem ávísað var til 5.9% þeirra er leituðu læknis. Verkja- og giktarlyf í samræmi við tíðni sjúkdóma í stoð- kerfi er ávísað verkja- og giktarlyfjum í talsverðu magni. Er hér sérstaklega um að ræða aldrað fólk með hrörnunarbreyt- ingar í liðum. Hugsanlegt er að hægt sé að draga eitthvað úr þessari notkun með bættri aðstöðu til endurhæfingar. Járn og vítamín Mikið var ávísað af járni og vítamínum. Vitað er að álit lækna á notkun vítamína er mjög mismunandi og niðurstöður rann- sókna um notagildi vítamíninndælinga

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.