Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 24

Læknablaðið - 01.12.1976, Qupperneq 24
180 LÆKNABLAÐIÐ STARFSREGLUR STÖÐUNEFNDAR í 33. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973 segir svo: „33.1. Ráðherra skipar 3 lækna í nefnd. er metur hæfni umsækjenda um stöðu landlæknis, stöður yfirlækna, sérfræðinga, héraðslækna og lækna heilsugæzlustöðva. Nefndin skal þannig skipuð: 1 tilnefndur af Læknafélagi íslands, 1 tilnefndur af læknadeild Háskóla íslands og landlæknir, og er hann jafnframt formaður nefndar- innar. Sömu aðilar tilnefni varamenn. Nefndin skal skipuð til þriggja ára. Um- sögn nefndarinnar fer síðan til stjórnar- nefndar viðkomandi sjúkrahúsa og heilsu- gæzlustöðva. Þegar um er að ræða stöður yfirlækna og sérfræðinga, hefur nefndin heimild til að kveðja 2 sérfræðinga sér til ráðuneytis. Nefndin skal hafa skilað rök- studdu áliti innan fjögurra vikna, frá því að umsóknarfresti lauk. — 33.2. Yfirlækn- ar við sjúkrahús ríkisins og aðrar heil- brigðisstofnanir skulu skipaðir af ráðherra að fenginni umsögn nefndar, sbr. 33.1., og læknaráðs viðkomandi sjúkrahúss. Um ráðningarkjör yfirlækna fer eftir samning- um milli stéttarfélags lækna og viðkom- andi stofnana eða samningum um kjör opinberra starfsmanna. — 33.3. Yfirlæknar annarra sjúkrahúsa skulu ráðnir af við- komandi sjúkrahússtjórn að fenginni um- sögn nefndar, sbr. 33.1., og læknaráðs við- komandi sjúkrahúss, sé slíkt fvrir hendi. — 33.4. Ráða má eða skipa hvern þann iækni til starfa samkv. þessari grein, sem hæfur hefur verið talinn. — 33.5. . . . “ Stjórn Læknafélags íslands hefur frá byrjun lagt áherzlu á það sjónarmið að nefnd þessi eigi að „skila rökstuddu áliti og raða umsækjendum eftir hæfni“. Til þess að tekið verði tillit til álitsgerðar nefndarinnar er nauðsynlegt að hún hafi fastar reglur að miða mat sitt við og jafn- framt nauðsynlegt að læknar almennt þekki þessar reglur. Þetta er núverandi meðlimum stöðu- nefndar vel Ijóst og hafa þeir á þeim tæpu 3 árum, er nefndin hefur starfað, lagt : það mikla vinnu að skapa nefndinni starfs- reglur, er stuðli að hlutlægum saman- burði umsækjenda. Tillögur stöðunefndar að starfsreglum hafa verið_ kynntar rækilega á fundum stjórnar L.f. með formönnum svæðafélaga og á aðalfundi L.í. sl. sumar. í umræðum hafa komið fram ýmsar athugasemdir og breytingartillögur. Stjórn L.f. hefur rætt reglurnar við stöðunefnd, en ekki ennþá afgreitt formlegar breyting- artillögur. Þar sem mál þetta varðar alla lækna, en allstór hluti þeirra virðist ennþá mál- inu lítt eða ekki kunnugur, hefur stjórn L.f. farið þess á leit við ritstjórn Lækna- blaðsins, að tillögur nefndarinnar að starfs- reglum verði birtar, og mælist stjórnin til þess, að læknar skoði þær vandlega, ræði í sínum hópi og skili athugasemdum eða breytingartillögum til stjórnarinnar, sem allra fyrst. T. Á. J. Tillögur stöðunefndar að eigin starfsreglum I. LAGAÁKVÆÐI Stöðunefnd er skipuð samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 56/1973 (sbr. 33. grein laganna, sem birt er í inngang- inum), II. STARFSREGLUR II-l. Þau gögn sem stöðunefnd leggur til grundvallar mati á hæfni umsækjenda eru:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.