Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1976, Síða 31

Læknablaðið - 01.12.1976, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 183 um náms og starfsreynslu. Þannig skal talið til aðalverðleika sérnám og störf í viðkomandi grein, en til verðleika í ná- skyldum greinum telst sérnám og störf, sem viðurkennd eru sem hluti af sérfræði- menntun aðalgreinarinnar. Hér á eftir verða taldir helstu starfs- flokkar sem stöðunefnd á að fjalla um og gefnar vísbendingar um hvernig meta megi hæfni einstakra þátta fyrir hvert starf, en í öllum tilfellum skal menntun og starfsreynsla metin út frá algengustu viðfangsefnum væntanlegs starfs. III-l. Héraðslæknar og læknar við heilsugæslustöðvar a) Læknisstörf reiknast mest við mat fyrir þessar stöður. Höfuðáhersla er lögð á víðtæka reynslu við almennar lækning- ar, en starfsreynsla í víðfeðmum sérgrein- um reiknast einnig hátt. b) Vísindastörf. Hæfni við vísindastörf teljast ekki mikilvæg fyrir héraðs- og heilsugæslulækna og ráða að öðru jöfnu ekki úrslitum við röðun, nema ef verk- efnið hefur beint gildi fyrir starfið. Fylgi kennsla starfinu eykur það vægi vísinda- reynslu (sbr. lið d). c) Stjórnunar- og skipulagsstörf hafa gildi fyrir héraðslækni og lækni á heilsu- gæslustöð, þar sem margir vinna saman. d) Kennslustörf. Sé um að ræða starf á heilsugæslustöð, þar sem fram fer kennsla læknastúdenta og/eða menntun annarra heilbrigðisstétta, sem og framhaldsmennt- un í heimilislækningum skal meta kennslu- reynslu í samræmi við þátt kennslu í við- komandi störfum. e) Onnur störf. Metast til reynslu hverju sinni samkvæmt eðli starfsins. III-2. Svæðislæknar a) Læknisstörf. Mikið tillit er tekið til menntunar á sérsviði greinarinnar (social medicine. embættislækningar). Mikil á- hersla lögð á víðtæka reynslu við al- mennar lækningar (héraðs- eða heilsu- gæslulæknisstöi’f), en jafnframt telst starfsreynsla í víðfeðmum sérgreinum mikils virði. b) Vísindastörf teljast ekki mikils virði fyrir þessar stöður nema að kennsla fylg'i starfinu. Þó skal ætíð tekið tillit til vís- indastarfa og geta þau ráðið úrslitum ef umsækjendur eru að öðru leyti jafnir. c) Stjórnunar- og skipulagsstörf eru þung á metunum, þar sem hlutverk svæðalækna verður yfirstjórn o>g skipulagning heil- brigðisþjónustu. d) Kennslustörf. Kennslureynsla er met- in eftir því hversu stór þáttur kennsla verður í starfinu. e) Onnur störf. Metast til reynslu hverju sinni samkvæmt eðli starfsins. III-3. Yfirlæknir á háskólasjúkra- húsum og deildaskiptum sjúkrahúsum a) Læknisstörf. Til þess að hljóta slíka stöðu verður að krefjast mikillar reynslu við læknisstörf, einkum í viðkomandi sér- grein, en reynsla í öðrum skyldum grein- um skal þó einnig metin með hliðsjón af eðli starfsins. b) Vísindastörf. Mikið tillit skal tekið til reynslu við vísindastörf. Doktorsritgerðir og aðrar ritgerðir skulu teknar sem mæli- kvarði á reynslu umsækjanda til þess að fjalla um vísindaleg efni og metið sér- staklega ef ritgerðirnar taka til meðferðar verkefni innan viðkomandi starfssviðs. Hafi umsækjandi átt frumkvæði að vís- indaathugunum skal það metið sérstak- lega og ennfremur skal tekið tillit til þess hvort umsækjandi er enn virkur við rann- sóknastörf þegar umsókn er samin. c) Stjórnunarstörf. Mikið tillit skal tek- ið til stjórnunarreynslu, en þó mismun- andi eftir því hversu stjórnunin er stór þáttur í starfinu. Meira er lagt upp úr, hafi umsækjandi gegnt fastri stjórnunar- stöðu (skipaður yfirlæknir eða forstöðu- maður deilda eða sjúkrahúsa) en sé um að ræða tímabundna stjórnun og skipulagn- ingu einstakra verkefna, þótt slík stjórn- unarreynsla sé einnig metin til verðleika. d) Kennslustörf eru metin eftir því hversu stór þáttur kennsla og leiðbein- inear eru í væntanlegu starfi. Sé yfir- læknisstaðan tengd prófessorsstöðu verð- ur kennslureynsla sérlega mikilvæg, sömu- leiðis yfirlæknisstaða, þar sem viðkom- andi er aðstoðarmaður og staðgengill pró- fessors. Tekið skal tillit til, hvort föst kennslustaða fylgi starfinu. Við deilda- skipt sjúkrahús, þótt ekki séu háskóla-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.