Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 69

Læknablaðið - 01.12.1976, Side 69
LÆKNABLAÐIÐ 207 brögðum í áfanga II og í áfanga I. E;kki var það þó sami meinatæknir sem fram- kvæmdi prófanirnar í báðum áföngum, og getur það haft marktæk áhrif, þar eð af- lestur síðustu þynningar er nokkuð ein- staklingsbundinn. Einnig er ástæða aö benda á, að sermiblöndur þær, er notaðar voru til daglegrar viðmiðunar, höfðu nokk- uð háan títer, og notkun sermis með lægri títer einnig hefði verið æskileg. Algengi RW-títers ^ 1: l o og RW-títers ^ 1:40 var metið á 2.2% og 1.2%, sem er svipað og Cathcart og Sullivan fundu í Sudbury.3 Tilsvarandi mat á algengi AFT-títers var 1.3% og 1.1%. Munur á algengi RW- títers og AFT-títers er lítill, ef miðað er við mörkin 1:40 en verulegur ef miðað er við 1:10. Þetta er í samræmi við, að sam- svörun þessara prófa er góð á lágu títer- unum 2: 1:20. Það er athyglisvert að algengi RW- títers ^ 1:10 meðal þeirra, sem svöruðu spurningunni um verk í liðum jákvætt, var um 5 sinnum hærra en í heildarúrtak- inu, og er þessi munur mjög marktækur. Ef þessi einfalda spurning væri notuð sem sía,1) væri hugsanlegt að ná í 25%-30% af öllum RW-jákvæðum án þess að mæla títer nema meðal 5%-10% af heildinni. Meðal þeirra 14 RW-jákvæðra kvenna, sem svöruðu umræcldri spurningu jákvætt, voru þær tvær konur, sem höfðu áður þekkta iktsýki, þrjár af þeim fimm, sem voru komnar með iktsýki í áfanga II, og ein þeirra fjögurra, sem hafði látizt (tilfelli nr. 3). Cathcart og Sullivan19 mátu árlegt ný- gengi RA 0.29±0.16 (1 s.d.) meðal íbúa Sudbury á aldrinum 15-74 ára. Við höfum ástæðu til að ætla, að árlegt nýgengi sé svipað hér á landi, en af því leiddi að ár- legt nýgengi 2.3%, sem fannst meðal þeirra RF-jákvæðu, er marktækt hærra en meðal kvenþjóðarinnar í heild. Eftir 5-ára ferilrannsókn í Leigh mátu Ball og Lawrence3 meðal árlegt nýgengi RA um 7% í hópi 19 einstaklinga 15 ára og eldri með SCAT-títer ^ 1:32 saman- borið við 1.8% í „matched control group“. 1) sía: e. screening test. í Sudbury-rannsókninni reyndist meðal árlegt nýgengi NY-skilmerkis 1 4.0% meðal 25 karla og kvenna á aldrinum 25-74 ára og með SCAT-títer S: 1:32. í sömu rann- sókn reyndist meðal árlegt nýgengi NY- skilmerkis 1 og 2 2.1% í sams konar hópi 32 einstaklinga. Tilsvarandi nýgengistölur í okkar efniviði (RW-títer s 1:10, aldur 34-61 árs) voru 3.6% og 2.2%. Séu þessar tölur bornar saman við algengi (5.8%) lið- verkja samkvæmt spurningalista, virðist raunhæft að álykta að ofangreindar ný- gengistölur séu mun hærri en í heildarhópi rannsakaðra þátttakenda 1. áfanga. Eins og áður hefur verið bent á féllu AFT-jákvæðar konur í áfanga I í tvo hópa, 25 konur með AFT-títer ^ 1:160 og 5 ,,heilbrigðar“ með AFT-títer S 1:1280. Þrjár hinna fjögurra kvenna, sem létust á rannsóknartímabilinu, tilheyrðu seinni hópnum. Hinar tvær í síðari hópnum voru kona fædd 1920, sem fékk alvarlegan gigtarsjúkdóm (rheumatoid lung) á tíma- bilinu, og kona fædd 1913 með NY-skil- merki 1 í áfanga I en að öðru leyti ennþá ,,heilbrigð“. Sex konur höfðu RW-títer S 1:320 í áfanga I og þar voru þær 5 kon- ur með AFT-títer & 1:1280, sem getið var. Sú sjötta er enn á lífi og virðist „heil- brigð“. Það er athyglisvert að 3 af hinurn 4 látnu höfðu krabbamein. Áður var bent á, að breyting á títer mæld í fjölda þynninga er lítil og mjög svipuð fyrir bæði prófin. í Leigh-rannsókn þeirra Ball og Lawrence3 fannst, að í 38% tilfella var breyting ^ 1 þynning, og í 81% tilfella var breyting ^ 2 þynningar (er hér reiknað með byrjunarþynningu SCAT-títer ^ 1:8). RW- og AFT-títer (dual positivity) virð- ist vera stöðugt einkenni, þar eð 81% voru enn ,,tvíjákvæðir“ eftir 5 ár. Eru þessar niðurstöður í fullu samræmi við niður- stöður úr Sudbury rannsókninni.3 Til þess að auðvelda samanburð milli hópa er hentugt að skilgreina kennitölu fyrir hóp sem bæði tekur tillit til fjölda RF-jákvæðra og hæð títers hvers einstakl ings. I okkar rannsókn voru notaðar þynn- ingarnar LílOx^n-1), n = 1, 2, . . . , þar sem n táknar fjöldann af jákvæðum þynn- ingum (reacting dilutions) við prófun

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.