Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 01.06.1977, Blaðsíða 66
118 LÆKNABLAÐIÐ Námsferill í samantekt: A sjúkradeildir 19.5 mán. B heilsugæzlustöðvar 19.5 mán. D frjálst val 5 mán. C polyklinik, vaktir: samtímis ofan- greindu. VI. 5. Framkvæmd a) Stofnanir A hluti: Heimilislækninganefndin stofni til samstarfs við sérsta'kar sjúkrahúsdeild- ir, þar sem sérfræðingar þekkja, skilja og viðurkenna markmið og eðli námsbrautar í heimilislækningum. Hafi hver deild hlot- ið samþykki sérfræðiráðs til þess. Þar sem námslæknar hafa yfirleitt skyldum að gegna á heilsugæzlustöðvum jafnframt starfi á deild og þurfa oft að leita þangað, er nauðsynlegt að afmarka vinnukvöð á sjúkrastofnunum. Má það ger- ast með því að para t.d. 2 námslækna í 1 stöðu (eða 3 í 2 stöður) ef mögulegt er Geta þeir skipt með sér verkum og verk- efnum, svo og athygli að undirfögum. B hluti: Æskilegt er, að ein heilsugæzlu- stöð sé miðstöð framhaldsnáms í heimilis- lækningum, a.mJk. til að byrja með. Þar fari fram formleg kennsla, hugsanlega í tengslum við kennslu læknastúdenta. Námslæknar geta þó starfað á öðrum stöðvum. Þurfa þær eins og aðalstöðin að uppfylla vissan staðal, sem settur er af heimilislækninganefnd (Sjá nánar tillögur um kennslu á heilsugæzlustöðvum 1975). C hluti: Námslæknar sinni vaktþjónustu samkvæmt skipulagi á hverjum stað og tíma, hvar sem þeir eru staddir í námi. b) Kennslukraftar A hluti: Á sjúkrahúsum 'hafi sérstakir deildarlæknar kennsluskyldu gagnvart námslæknum, og sjái þeir einnig um fyrir- lestra og seminör í sínum fögum sam- kvæmt samræmdri námsskrá. Sérfræðingar í einstökum undirfögum geri námslæknum kleift að fylgja sér eftir í stofustarfi ákveðinn tíma (t.d. augnlækn- ir á göngudeild augnlækninga). Bezt væri, að barnalæknir og kvensjúk- dómalæknir störfuðu að verulegu leyti á aðalheilsugæzlustöð, einkum með tilliti til heilsuverndarstarfs í þeim greinum. B hluti: Á aðalstöð í Reykjavík starfi námsstjóri. Þar séu helzt allir heimilis- læknar með sérlaunaða kennsluskyldu (25—50%). Fái þeir ákveðna námslækna og verði þeim til halds og trausts við nám- ið. Vinni þeir saman að ákveðnum sjúk- lingahópi. Myndist um þann sjúklingahóp afmarkað vinnuteymi stjúplæknis (tutors) — seniors — juniors — (stúdents). Á öðrum heilsugæzlustöðvum á Reykja- víkursvæðinu og stöðvum úti á landi sé svipað skipulag. Val kennara Kennarar séu 1) sérfræðingar á deildum 2) sérfræði- legir ráðgjafar á heilsugæzlustöðvum, 3) sérfræðingar í heimilislækningum og 4) heimilislæknar samkvæmt meðmælum heimilislæknafélagsins. Þarf um það sam- þykki heimilislækninganefndar. Gerðar séu af hálfu heimilislæknafélags- ins og heimilislækninganefndar ákveðnar kröfur um sannað viðhald þekkingar hjá kennurum. Ýmsir aðrir séu fengnir til kennslu, svo sem hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, kerfisfræðingar og forstöðumenn heil- brigðis og líknarstofnana, svo að einhverj- ir séu nefndir. Leggja ber áherzlu á, að framhaldsnámið verði ekki einangrað frá háskóla- og grunn- námi, heldur eigi öll námsstig sér stað sam- hliða og samtímis. Kennslulið læknadeild- ar (prófessorar, dósentar, lektorar) skyldi því ávallt vera snar og virkur þáttur í framlhaldsmenntun heimilislækna, svo og námslæknar í heimilislækningum í mennt- un stúdenta. VI. 6. Nánari gerð nánisferils (þrenging markmiða) A: Námsreynsla á spítaladeildum. í hverju fagi sé gerð þröng markmiða- lýsing um þá námsreynslu (lei'kni, þekk- ingu, afstöðu), sem öðlast þarf í hverri námsdvöl (kursus). Slíkur listi sé gerður fyrir hvert fag af námsstjóra og sérfræðingi í viðkomandi grein að fengnu samþykki heimilislækn- inganefndar. í uppihafi sé hinni skilgreindu nauðsyn- legu klinisku reynslu samkvæmt sérgrein- um raðað á stofnanir og deildir (náms-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.