Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 46
26 LÆKNABLADID ir spítalar, en á peim á pjálfunin að öllu leyti að geta fram farið. B-spítalar eru minni spítalar, par sem hluti af pjálfun má fara fram. Ekki hafa hlutaðeigandi yfirvöld sænsk viljað tjá sig um pað nákvæmlega eftir hvaða reglum spíta- larnir eru flokkaðir eða hvaða lágmarkskröfur eru gerðar til peirra, svo peir geti talizt kennsluspítalar. Nefnt er aðeins, að flokkunin taki mið af meintri kennsluhæfni og horft sé pá m.a. til stærðar spítal- ans, sjúklingaflæðis, fjölda sérdeilda, rannsóknar- stofa, kennsluaðstaða metin o.s.frv. Ljóst er, að alm. handlæknisdeildir á sænskum spítölum hafa yfirleitt ekki færri en 90 rúm og innlagðir sjúklingar á ári á slíkar deildir eru vart færri en 2500. Auk pess er geysimikil göngudeildar- starfsemi jafnan á sænskum spítölum. Ekki eru I reglugerðum kröfur um, að komið sé á formlegu kennsluprógrammi á spítölum, sem veita sérfræðipjálfun. Almennt mun álitið, að petta sé galli á reglugerðinni og hafa pví sumir spítalar komið sér upp eigin pjálfunarprógrammi, til að bæta par úr. í aðalatriðum fer pjálfunin fram I formi funda um klinisk vandamál, sameiginlegum stofugangi o.s.frv., auk starfspjálfunar. Athyglisvert er, að gjarnan er haldinn sameiginlegur fundur starfsfólks úr öllum starfshópum á spítaladeildum og fjalla fundir pessir yfirleitt um alhliða me'ðferð sjúklings, ekki er sízt á peim lögð rík áherzla á félagsleg atriði. Á pjálfunartímanum er kvöð á að sækja tiltekinn fjölda af vikulöngum námskeiðum, er öllum lýkur með prófum. Auk pess eru valfrí námskeið. Aðal innihald námskeiðanna á vera annars vegar vísinda- leg/klinisk efni, hins vegar er fjallað um tiltekin meðferðarform. Ætlast er til pess að prekliniskar greinar séu ríkur páttur I kennslunni og aðhæfing peirra að klinikkinni. 1 námskeiðunum eru yfirleitt 20 pátttakendur. Þeir, sem eru I sérnámi I Svípjóð, ganga öðru jöfnu fyrir, en formlega er ekkert pví til fyrirstöðu, að læknar, t.d. I framhaldsnámi á íslandi, verði teknir inn I pessi námskeið, ef pláss leyfir. Heimildarákvæði er um pað I sænskri reglugerð, að hluti af starfstíma í sérfræðipjálfun, megi fram fara á sjúkrahúsum á hinum Norðurlöndunum, par með talið á íslandi. Nefnd, sem annast framkvæmd sérfræðipjálfunarinnar, metur síðan í hverju einstöku tilfelli, hversu mikinn starfstíma megi reikna eða hvort hlutaðeigandi sjúkrastofnun upp- fylli lágmarkskröfur kennslusjúkrahúss. Þess eru dæmi, að íslendingar hafi fengið sampykktan, sem hluta af sænsku sérfræðinámi, tíma unninn á íslenzk- um sjúkrahúsum. Þetta mun pó ekki hafa orðið mönnum að verulegu gagni ennpá, sökum pess, að peir hafa ekki óskað eftir að stytta pann tíma, sem pcim gefst kostur á að vinna á sænskum sjúkrahús- um I sérnámi. Sænsk ákvæði um sérpjálfun I bæklunarlækningum eru hliðstæð ákvæðunum um almennar handlækningar. Kröfurnar eru 2 ár í alm. handlækningum-f 2 ár á bæklunardeild 4-V2 ár á svæfingadeild. Þess er krafizt, að 2 ár hið minnsta, sé starfað á deildum, par sem gert er að beinbrotum. Danmörk 1974 gengu í gildi nýjar reglur I Danmörku unt sérfræði-viðurkenningu. Skv. peim er framhalds- menntun skipt í 3 stig. 1. Alm. pjálfun I 2 ár tekur við af læknaprófi. Lýkur ekki með prófi. Eftir pað geta menn öðlast almenn læknaréttindi og hafið sérgreinanám, ef peir óska. 2. Hliðarmenntun. Hún er hluti af sérgreinamennt- un og er mismunandi löng eftir sérgreinum, er pannig t.d. 6 mánuðir I alm. handlækningum og I bæklunarlækningum. Ákvæði eru einnig fyrir hverja sérgrein á hvaða deildum pessi pjálfun á fram að fara. í ýmsum sérgreinum er talsvert valfrelsi um hliðarmenntunina, t.d. í alm. hand- lækningum, en I bæklunarlækningum er hún einskorðuð við taugaskurðlækningar. 3. Aðal sérfræðipjálfunin er I alm. handlækningum og I bæklunarlækningum 3 ár í hvorri grein fyrir sig, par af 12 mán. minnst sem fyrsti aðstoðar- læknir (förste reservelæge) á svokallaðri B-deild. A pessum árum tekur sérfræðikandídatinn pátt í almennri deildarvinnu, vaktavinnu o.s.frv. I öðru lagi felst aðal sérfræðipjálfunin, bæði í almennum handlækningum og í bæklunarlækning- um, I svokölluðum »kursusstillinger«, sem eru til 2 ára. Á pessu tímabili er mönnum gert að vinna tiltekin tímabil á tilteknum undirdeildum sérgrein- anna og jafnframt að taka pátt I fræðilegum námskeiðum. Námskeiðunum er skipt í skilyrt eða valfrjáls námskeið. Fastar reglur munu enn ekki vera til um hversu mörg eða löng pessi námskeið eiga að vera. Þeim lýkur ekki með prófum. Engin próf eru heldur á öðrum stigum framhaldsmenntunarinnar og par af leiðandi ekk- ert formlegt próf í dönsku sérnámi. Hins vegar segir svo í bréfi frá Sundhedsstyrelsen til undirrit- aðra, að í flestum námskeiðum fari fram mat, bæði á pátttakendunum og námskeiðinu sem slíku. Ekki er pess getið, hvernig petta er framkvæmt. Danir gera ráð fyrir pví, að útlendingar geti tekið pátt í námskeiðunum og viðurkenna jafn- framt erlend námskeið sem gild fyrir Dani. Lágmarksfjöldi pátttakenda er 8 á námskeiðun- um 1977 og 1978. íslendingar eru boðnir velkom- nir á pessi námskeið eftir pví sem pláss leyfir. Hámarkstala pátttakenda er ekki tilgreind. Dönsk heilbrigðisyfirvöld (Sundhedsstyrelsen) hafa, skv. tillögum sérfræðinefnda, flokkað spítala og spítaladeildir I 3 flokka; A, B og D, eftir meintri hæfni peirra til að veita menntun. Spítaladeild getur verið I A-flokki m.t.t. einnar sérgreinar en I B-flokki m.t.t. annarrar og D-flokki m.t.t. peirrar priðju. Við flokkunina hefur í meginatriðum verið tekið mið af eftirfarandi: I A-flokki; Sjúkrahúsið á að vera landfræðilega pannig staðsett, að auðvelt sé að koma við fræði-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.