Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 45
LÆKNABLADIÐ 25 hinum almennu skurðlækningum og hið sama er að segja um Svíþjóð. Danir reikna með sömu þróun, skv. síðustu reglugerð þeirra. Hins vegar eru sér- fræðingsstöður við orthoþaedisk viðfangsefni og sjúkrarúm til þeirra viðfangsefna hérlendis, a.m.k. 50— 60 % færri en samsvarandi læknisstöður og sjúkrarými í almennum skurðlækningum. Líklegt má telja, að fslendingar reyni að feta í sþor fyrrgreindra þjóða í þessum efnum og er þetta ein af ástæðum þess, að stöðum í alm. handlækning- um fjölgar væntanlega ekki á Reykjavíkursvæðinu a.m.k. Búast má við, að sú fjölgun, sem kann að verða á sjúkrarúmum á handlæknisdeildum höfuðborgar- svæðisins, verði eingöngu á vegum bæklunarlækn- inga, þ.e.a.s. verði ráðstafað til orthoþaediskra viðfangsefna. hvort heldur rúmin eru bókuð á alm. handlæknisdeild eða aðrar deildir. Ætla má, að þörf fyrir bæklunarskurðlækna á Reykjavíkursvæðinu verði a. m.k. jafnmikil og fyrir alm. skurðlækna, kannski öllu meiri, en hins vegar verður varla þörf á bæklunarskurðlæknum úti á landi, nema þá helzt á Akureyri. Skv. þessu má búast við, að orthoþaediskum stöðum fjölgi hér á næsta áratug úr ca. 10 í ca. 16. Meðal-nýliðun í þeirri stétt gæti komizt í einn mann á ári. en yrði svo ekki á næstunni, þar eð meðalaldur stéttarinnar yrði mjög lágur, ef þessar nýju stöður kæmu til. Þær yrðu allar mannaðar ungum mönnum, sem ekki nytu frumþjálf- unar hérlendis. Hugsa mætti sér einnig, að grunnþjálfun í handlækningum. sem krafizt er fyrir aðrar og skyldar sérgreinar, svo sem H.N.E., kvensjúkdóma- fræði, augnlækningar o.fl. færi fram hérlendis. Frem- ur er þó ólíklegt, að af því yrði og ríflega ætlað, að einn maður bætist úr þeim fögum árlega í skurð- lækninganám hérlendis. Niðurstaða er því sú, að alls geti komið til greina, að nýtast mættu 7 námsstöður í handlækningum, hver til tveggja, ára, þ.e.a.s. 3'/2 læknir kæmust að jafnaði að í slíku námi árlega. Þetta eru þó mjög rúmar áætlanir um þörfina. Enda þótt grennslazt hafi verið eftir því hjá nágrannaþjóðunum hvað þær telji nauðsynlegt að »framleiða« af skurðlæknum á íbúaeiningu, hefur ekki tekizt að afla um það neinna glöggra upplýs- inga. í því efni hafa beztar uþplýsingar fengizt frá Dönum. Upplýst er, að árið 1976 voru þar 1 landi 400 stöður fyrir fullmenntaða alm. skurðlækna. Lækna- samtökin dönsku stefndu að því, að þessum stöðum yrði fjölgað á 550 yfirlæknisstöður, sem skv. starfs- sviðinu samsvöruðu nánast sérfræðingsstöðum hér. Stefna þeir skv. því að einn alm. skurðlæknir verði á hverja 9 þús.íbúa. í Bretlandi. sem hefur að miklu leyti lokað menntunarkerfi á þessu sviði, ákvarðar heilbrigðismálaráðuneytið eða embætti á þess veg- um, hve marga almenna skurðlækna skuli stefnt að að hafa 1 landinu og ákvarðar þá jafnframt hversu mörgum skuli gefinn kostur á þjálfun þar til. Ekki hefur tekizt að fá upplýst hvað Bretar leggja til grundvallar mats á þörfinni, en ef taldar eru saman þjálfunarstöður, sem þar standa til boða 1 alm. handlækningum, virðast Bretar engan veginn setja markið jafn hátt og Danir í því efni og menntunarkerfi þeirra varla geta framleitt fleiri fullmenntaða skurðlækna (consultants) en svo, að einn alm. skurðlæknir yrði á ca. 25 þús.íbúa, mjög gróft reiknað þó. Hér er um að ræða stranglega afmarkaða alm. kirurgiu, án hliðargreina. Ekki hefur tekizt að fá upplýst hvernig Svíar leggja mat á þörfina, en hins vegar er Ijóst, að þeir hafa fækkað nokkuð siðustu 1 —2 árin, þjálfunarstöð- um (Block) í handlækningum. Ad. III Augljóst er, að fyrirmyndir að þjálfun í handlækning- um á íslandi, ber að sækja til nágrannalandanna, enda er staðall greinarinnar ekki hærri í öðrum löndum. Reynt var að kanna kröfur þær, er gerðar eru í þessum löndum til þjálfunarinnar og aðferðir, sem beitt er við hana. Örðugt eða ómögulegt reyndist að fá skýrar upplýsingar um öll atriði. Grundvöllur upplýsinganna felst í lögum og reglugerðum hlutað- eigandi lands. Rétt þykir að taka hér saman til glöggvunar helztu atriði úr þessum ákvæðum ná- grannalandanna og tíunda jafnframt aðrar upplýsing- ar, sem fengizt hafa og máli skipta, til viðmiðunar. Pjálfunaraðferðir og þjálfunarkröfur í nágrannalöndunum Svíþjóð Eftir læknapróf er krafizt 2 ára tiltölulega alhliða náms (AT), er lýkur með prófi. Að því búnu má hefja nám í sérgrein. I almennum handlækningum er krafizt 4 ára starfs á handlæknisdeild eða deildum. þar af 1 ár á deild, þar sem brotameðferð fer fram og '/2 ár á deild með þvagfæraskurðlækningar, ef þessi starfsemi fer ekki fram á hinni almennu handlæknisdeild. Auk þess er krafizt 'h árs starfs á svæfingadeild. Undanfarin ár hefur verið stefnt að því koma framhaldsmenntuninni í lokaðar, svokallaðar blokc- stöður og er sú þróun langt komin. Þeim, sem komast inn í slíkar stöður, er tryggð samfelld þjálfun þar til tilskyldum tíma lýkur. Að forminu til eru rnenn þá hæfir til þess að genga yfirlæknisstöðum, en í raun er ekki almennt litið svo á, heldur er viðbótarþjálfun talin nauðsynleg. Til umræðu hefur verið að bæta við 6 ára þjálfun fyrir, þá, sem eiga að taka að sér spítaladeildir. Er það nefnt »Lasarett- lákar-utbildning«. Fari sú þjálfun fram á háskólaspít- ala og felist einkum i henni eftirfarandi: Vinna á sérdeildum fyrir hin ýmsu sérsvið greinarinnar, þjálfun 1 rannsóknarstörfum, þjálfun 1 stjórnun og 1 kennslutækni. Spítalarnir eru flokkaðir í A og B spítala og eru A-spítalarnir háskólaspítalar og allmargir aðrir stór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.