Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 40
22 LÆKNABLADID áfram. Varla yröi þó um formlega einkunna- gjöf aö ræða, þar eð þessi áfangi myndi ekki veita nein tiltekin réttindi. Þar sem um tveggja ára nám yröi að ræða, væri réttast að meta árangur og áhuga að fyrra árinu loknu og þeim einum, er sýndu viðhlítandi árangur, gæfist kostur á að halda áfram náminu síðara árið. Framangreintfyrirkomulagmyndiekkileiða til mikils beins kennsluálags fyrir hlutaðeig- andi kennara og hæþið að þeir fengju nokkra aukaþóknun fyrir, þ.e.a.s. þetta yrði fellt inn í aðra kennslukvöð. Leita mætti fyrirmynda um efni í fræðilegu námskeiðin erlendis, t.d. til Bretlands. GREINARGERÐ MEÐ OG SKÝRINGAR VIÐ TILLÖGUR UM FRAMHALDSMENNTUN í HANDLÆKNISFRÆÐUM Á ÍSLANDI Læknafélag íslands samþykkti á fundi í janúar 1972 ályktun um framhaldsnám Iækna hérlend-. is og samdi greinargerð þar um. í henni er lagt til, að Læknafélag íslands, Læknadeild Há- skóla íslands og Heilbrigðisráðuneytið vinni saman að málinu. í greinargerðinni er því slegið föstu, að æskilegt sé, að íslenzkir læknar hljóti framhaldsmenntun sína hérlendis, að því marki, sem aðstæður framast leyfa. Þar er lagt til, að strax verði hafin könnun á því, hvaða heilbrigðisstofnanir hérlendis geti tekið að sér framhaldsmenntun íslenzkra lækna og hverjar kröfur (lágmarkskröfur) þurfi til þeirra að gera. Þar eð ekki var ráð fyrir því gert, að sérgreinaþjálfun færi að öllu leyti fram hér- lendis, var jafnframt talin nauðsyn á að kanna hvar erlendis læknar gætu síðan haldið áfram þjálfun sinni, þar til sérfræðinámi lyki. Ekki verður af þessum gögnum ráðið, að L.í. hafi talið nauðsynlegt að kanna þá þegar hver þörf væri á þessum sérfræðingum eða yrði að sinni, í hinum ýmsu sérgreinum. Enda þótt þörfin á sérfræðiþjálfuninni eða aðstaða til þess að láta hana í té, hefði ekki verið könnuð, skipuðu L.í. og læknadeild Háskólans síðan nefnd til þess að gera tillögur um fyrirkomulag kennslunnar og framkvæmd hennar. Tillögur þessar samdi í raun Árni Kristinsson dr. phil. í nafni nefndarinnar og fyrir hönd L.í. Birtust tillögurnar í ársskýrslu Læknafélagsins árið 1974-75. Raktar eru þar að nokkru sögulegar forsendur fyrir samræm- dri læknamenntun á Norðurlöndum og virðast tillögurnar að verulegu leyti styðjast við grundvallarlög og reglugerðir skandinavísku landanna á þessu sviði. Fjalla tillögurnar í fyrsta lagi um almenna læknismenntun en í öðru lagi eru settar fram rammatillögur um framkvæmd sérþjálfunar í heimilislækningum, lyflækningum og handlækningum. Gert var ráð fyrir, að sérgreinafélögin á þessum sviðum gerðu síðan tillögur um fram- kvæmd kennslunnar, hvert í sinni grein. ÁBENDINGAR UM VIÐAUKANÁM I HANDLÆKNISFRÆÐUM FYRIR SÉRFRÆÐINGA I löndum þeim, er íslendingar sækja einkum til þjálfunar í handlæknisfræðum, er sérgreining orðin það mikil, að fæstir, ef nokkur. hlýtur lengur alhliða þjálfun i handlæknisfræðum, í víðasta skilningi. Þjálfun erlendis er miðuð við þjóðfélagsaðstæður á hverjum stað og eru þær næsta fjarskyldar aðstæð- um í íslenzku dreifbýli. í Svíþjóð, þangað sem flestir sækja sína handlæknisþjálfun, rýmíst t.d. viðhlítandi alhliða þjálfun í handlæknisskyldum fögum ekki innan þess tímaramma, er námi þar er sett, jafnvel þótt menn að öðrum kosti reyndu að afla sér einhverrar reynslu í hliðargreinum handlæknisfræð- innar. Ætla má, að unt það bil helmingur af almennum skurðlæknum á íslandi væru bezt staðsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Þessir læknar ættu að hafa hæfni til þess að leysa. þegar þörf gerist, úr hvers konar bráðum vanda á sviði handlækninga, kven- sjúkdóma og fæðingarhjálpar, auk þess sem einfal- dari vandamál undirsérgreinanna yrði með þægileg- ustum hætti gjarnan leyst á spítölum i dreifbýlinu. Ábendingar hafa komið fram um, að ávinningur yrði fyrir íslenzka heilbrigðisþjónustu, að þessum skurðlæknum gæfist kostur á því hérlendis að afla sér nokkurrar viðbótarþekkingar í tilteknum grein- um, svo sem fæðingarhjálp og kvensjúkdómum, klassiskum bæklunarlækningum, jafnvel slysalækn- ingum o.s.frv. Með því, að hér yrðu um fáa menn að ræða, þekkingarvöntun þeirra einstaklingsbundin og sér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.