Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐID 11 Table I. Distribution of patients according to cause of infertility and subsequent pregnancy rate. Number of patients Pregn. rate Diagnosis Primary Secondary Total Percent E Percent Tubal factor................................... 43 45 88 35,8 19 26,8 21,6 Disturbed ovulation............................ 66 38 104 42,3 45 31,7 43,3 Male sterility................................. 23 2 30 12,2 3 9,1 10,0 Multiple factors............................... 11 5 16 6,5 4 4,9 25,0 Functional (unclassifiable)..................... 6 2 8 3,2 4 2,4 50,0 154 92 246 100,0 75 E: Expectancy. í því uppgjöri, sem hér er fjallað um, 440 tilfella voru 337 af stór- Reykjavíkursvæðinu og 103 úr öðrum landshlutum. Missmunurinn er ekki marktækur og verður pví ekki sýnt fram á mismunandi tíðni ófrjósemi eftir bú- setu. Tíðni frumófrjósemi er meiri en síðari (sekunder) ófrjösemi, 249 tilfelli móti 191. Þetta hlutfall er þó mjög breytilegt eftir aldursflokkum, eins og fram kemur á mynd- inni. Tíðni helstu orsakaflokka sést á töflu I. Ymsum fágætari orsökum er sleppt (myoma uteri 10 tilfelli, endometriosis 6, hypothyreosis 7). Algengasta ástæðan hér eru truflanir í eggjastokkum 42,3 %. Oftast er það eggleysi (anovulation), en einnig seinkað egglos (late ovulation) og veiklað gulbú (corpus luteum insufficiens). Önnur tíðasta orsökin er túbu- skemmdir (salpingitis sequelae) 35 %. Þá er ófrjósemi karla 12,2%, fleiri en ein orsök 6,5 % og loks engin finnanleg (funktional) hjá 3,2 %. Horfur Við árslok 1977 lágu fyrir upplýsningar varð- andi þungun hjá 346. Þar af hafði þungun Numberofpat. S Primary infertile Number of patients with primary and secondary infértility in different age groups. tekist hjá 160 eða 46,2%. 148 fæddu lifandi börn, en 12 höfðu fósturlát, utanlegsþykkt eða andvana fæðingar. Tafla II sýnir horfur eftir aldursflokkum. Hjá 15-19 ára er þungunarhlutfall 67 %, en lækkar með hækkandi aldri og er hjá 35 ára og eldri 22,7 % (P<0,001). Tafla III sýnir horfurnar m.t.t. hve lengi ófrjósemin hefur staðið. Sé um stuttan tíma að ræða, 1-2 ár, virðast horfurnar góðar, 64 %, en því lengur, sem ástandið hefur staðið, þegar til rannsóknar kemur, þeim mun Iakari virðast horfurnar. Sé um meira en 5 ára ófrjósemi að ræða, eru þungunarhorfur 22,8 %. Þessi munur er í hæsta máta marktækur (highly significant, X2 — 16.94, P< 0,001). Hár aldur og langvinn ófrjósemi haldast gjarnan í hendur, og því vaknar sú spurning, hvort sé í raun þyngra á metunum varðandi horfur. Með töflu IV er leitast við að skera úr um þetta atriði og þar kemur fram, að aldurinn hefur minni áhrif en ætla mætti af fram- ansögðu. I þeim hópi, sem ófrjósemi hefur staðið minna en 3 ár, er þó sennilega marktæk- ur munar á horfum yngsta og elsta aldurs- flokks (P<0.05, probably significant), en hjá þeim hópi, þar sem ófrjósemi hefur staðið meira en 3 ár, er enginn marktækur munur á horfum eftir aldri. Hinsvegar kemur fram greinilegur munur á horfum eftir tímalengd (duration) ófrjóseminnar. Þessi munur er marktækur í öllum aldursflokkum, nema þeim elsta, þar sem fjöldi tilfella er of lítill (P< 0,001). Horfurnar eru að sjálfsögðu háðar orsak- artegund eða flokki eins og fram kemur í töflu I. Bestar eru horfurnar, ef engin orsök finnst, 50 % (að vísu eru tölurnar lágar), við star- fræna truflun eggjastokka 43,3 %. við túbu- skemmdir 21,6% og lakastar eru horfurnar við ófrjósemi karla, en þar tekst aðeins þungun hjá 10 %.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.