Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1980, Page 25

Læknablaðið - 15.02.1980, Page 25
LÆKNABLAÐID 11 Table I. Distribution of patients according to cause of infertility and subsequent pregnancy rate. Number of patients Pregn. rate Diagnosis Primary Secondary Total Percent E Percent Tubal factor................................... 43 45 88 35,8 19 26,8 21,6 Disturbed ovulation............................ 66 38 104 42,3 45 31,7 43,3 Male sterility................................. 23 2 30 12,2 3 9,1 10,0 Multiple factors............................... 11 5 16 6,5 4 4,9 25,0 Functional (unclassifiable)..................... 6 2 8 3,2 4 2,4 50,0 154 92 246 100,0 75 E: Expectancy. í því uppgjöri, sem hér er fjallað um, 440 tilfella voru 337 af stór- Reykjavíkursvæðinu og 103 úr öðrum landshlutum. Missmunurinn er ekki marktækur og verður pví ekki sýnt fram á mismunandi tíðni ófrjósemi eftir bú- setu. Tíðni frumófrjósemi er meiri en síðari (sekunder) ófrjösemi, 249 tilfelli móti 191. Þetta hlutfall er þó mjög breytilegt eftir aldursflokkum, eins og fram kemur á mynd- inni. Tíðni helstu orsakaflokka sést á töflu I. Ymsum fágætari orsökum er sleppt (myoma uteri 10 tilfelli, endometriosis 6, hypothyreosis 7). Algengasta ástæðan hér eru truflanir í eggjastokkum 42,3 %. Oftast er það eggleysi (anovulation), en einnig seinkað egglos (late ovulation) og veiklað gulbú (corpus luteum insufficiens). Önnur tíðasta orsökin er túbu- skemmdir (salpingitis sequelae) 35 %. Þá er ófrjósemi karla 12,2%, fleiri en ein orsök 6,5 % og loks engin finnanleg (funktional) hjá 3,2 %. Horfur Við árslok 1977 lágu fyrir upplýsningar varð- andi þungun hjá 346. Þar af hafði þungun Numberofpat. S Primary infertile Number of patients with primary and secondary infértility in different age groups. tekist hjá 160 eða 46,2%. 148 fæddu lifandi börn, en 12 höfðu fósturlát, utanlegsþykkt eða andvana fæðingar. Tafla II sýnir horfur eftir aldursflokkum. Hjá 15-19 ára er þungunarhlutfall 67 %, en lækkar með hækkandi aldri og er hjá 35 ára og eldri 22,7 % (P<0,001). Tafla III sýnir horfurnar m.t.t. hve lengi ófrjósemin hefur staðið. Sé um stuttan tíma að ræða, 1-2 ár, virðast horfurnar góðar, 64 %, en því lengur, sem ástandið hefur staðið, þegar til rannsóknar kemur, þeim mun Iakari virðast horfurnar. Sé um meira en 5 ára ófrjósemi að ræða, eru þungunarhorfur 22,8 %. Þessi munur er í hæsta máta marktækur (highly significant, X2 — 16.94, P< 0,001). Hár aldur og langvinn ófrjósemi haldast gjarnan í hendur, og því vaknar sú spurning, hvort sé í raun þyngra á metunum varðandi horfur. Með töflu IV er leitast við að skera úr um þetta atriði og þar kemur fram, að aldurinn hefur minni áhrif en ætla mætti af fram- ansögðu. I þeim hópi, sem ófrjósemi hefur staðið minna en 3 ár, er þó sennilega marktæk- ur munar á horfum yngsta og elsta aldurs- flokks (P<0.05, probably significant), en hjá þeim hópi, þar sem ófrjósemi hefur staðið meira en 3 ár, er enginn marktækur munur á horfum eftir aldri. Hinsvegar kemur fram greinilegur munur á horfum eftir tímalengd (duration) ófrjóseminnar. Þessi munur er marktækur í öllum aldursflokkum, nema þeim elsta, þar sem fjöldi tilfella er of lítill (P< 0,001). Horfurnar eru að sjálfsögðu háðar orsak- artegund eða flokki eins og fram kemur í töflu I. Bestar eru horfurnar, ef engin orsök finnst, 50 % (að vísu eru tölurnar lágar), við star- fræna truflun eggjastokka 43,3 %. við túbu- skemmdir 21,6% og lakastar eru horfurnar við ófrjósemi karla, en þar tekst aðeins þungun hjá 10 %.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.