Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.02.1980, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐID 21 Rögnvaldur Porleifssson, Jón J Níelsson, Leifur Bárðarson TILLÖGUR UM FRAMHALDSNÁM í HANDLÆKNISFRÆÐIÁ ÍSLANDI* og ábendingar um viðaukanám í handlæknisfræðum fyrir sérfræðinga Skipuleggja skal, eins til tveggja ára nám, í almennri handlæknisfræði og undirgreinum hennar, svo og bæklunarlækningum og und- irgreinum peirra fyrir pá, sem eru að hefja nám í þessum fræðum. Fjöjdi námsstaða verði ekki fleiri en svo, en samrýmist sennilegri pörf íslenzks pjóðfé- lags fyrir sérfræðinga á þessum sviðum, að loknu framhaldsnámi peirra erlendis. Námsefni 1. Kandídatinn rifji upp og tengi prekliniskar greinar handlæknisfræði, svo sem kliniska líffærafræði, kliniska lífeðlisfræði, kliniska lífefnafræði, kliniska meinafræði og kliniska lyfjafræði, 2. hljóti pjálfun í rannsóknaraðferðum hand- læknisfræðinnar, eftir pví, sem sjúklingaefni- viður gefur tækifæri til, 3. tileinki sér undirstöðutækni við einfaldari skurðaðgerðir, pannig að hann geti skamm- lítið gengið inn í þjálfunarstöður erlendis, ef kostur gefst á pví, 4. hljóti tilsögn í vísindalegri vinnu. Yrði hér fyrst og fremst um að ræða byrjendaæfing- ar í söfnun og úrvinnslu á klinisku efni. Rannsóknir í grundvallarvísindum gætu komið til greina í undantekningartilfellum, ef sérstök verkefni byðust. 5. Kandídatinn geri kliniskar dissectionir á líkhlutum, bæði á eðlilegum vefjum og sjúkum. Leita skal um petta samstarfs við meinafræðistofnun og líffærafræðistofnun, sem væntanlega kemst á stofn í einhverri mynd. 6. Kandídatinn taki pátt í námskeiðun sbr. neðanritað. 7. Kandídatinn taki patt í vaktþjónustu eftir því, sem hæfni hans leyfir. Vaktbyrði verði pó ekki meiri en svo, að honum gefist tími til fræðilegs náms. * Frá nefnd, sem stjórn LI fól að gera tillögur um ofangreint efni. Barst 18/10/1979. Framkvæmd Ætla verður fastráðnum kennurum í hlutað- eigandi greinum við læknadeild Háskólans og yfirlæknum sérdeilda (séu þeir ekki fastakenn- arar), að annast leiðbeiningu kandídatanna. Eðlilegt er, að allir læknar, er vinna á deild, par sem pjálfun fer fram, veiti tilsögn eftir getu og skal það metið til verðleika, t.d. gagnvart stöðuhækkun o.s.frv. Yfirmaður deildar metur pessa viðleitni læknanna og skilar um hana unsögn, t.d. til. spítalayfirvalda og/eða lækna- deildar Háskóla Islands. Haldið skal a.m.k. eitt fræðilegt námskeið í hverri peirri grundvallargrein, sem lögð er áherzla á í pessum námsáfanga (p.e. kliniskt tengdri líffærafræði, lífeðlisfræði, lífefnafræði, meinafræði og lyfjafræði). Ekki skal sérstak- lega stefnt að hreinum kliniskum námskeiðum. Gæti pó af peim orðið, ef aðstæður pykja henta og sérstakur áhugi kæmi fram hjá kennurum eða nemendum í pá átt. Ætla má, að kandídötum gefist síðar tækifæri á pvi erlend- is, að taka þátt í nægilega mörgum kliniskum námskeiðum. Líklegt skilyrði til pess, að hægt sé að halda kliniskt námskeið er, að kandidatar séu ekki færri en sex. Mjög sýnist til greina koma, að námskeið pessi yrðu að verulegu leyti sameiginleg fyrir kandídata í handlæknisfræði og í lyflæknisfræði og e.t.v. fleiri sérgreinum, enda er upprifjun grunngreina frá klinisku sjónarmiði í mörgu tilliti sameiginlegur grundvöllur flestra sérgreina. Námið í heild yrði að verulegu leyti sjálfsnám undir leiðsögn, par sem kandidati- num gæfist kostur á að gera hlutina og læra. Eigið framtak og áhugi yrði að miklu metið. Einhvers konar árangurseftirlit yrði nauð- synlegt. Líklega yrði pað bezt gert, annars vegar með umsögn leiðbeinanda og hins vegar með einhvers konar prófformi og gæti petta orðið grundvöllur fyrir trausta umsögn eða meðmælum ábyrgs aðila, p.e.a.s. leiðbeinenda, til spítala erlendis, par sem námi yrði haldið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.