Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1980, Síða 45

Læknablaðið - 15.02.1980, Síða 45
LÆKNABLADIÐ 25 hinum almennu skurðlækningum og hið sama er að segja um Svíþjóð. Danir reikna með sömu þróun, skv. síðustu reglugerð þeirra. Hins vegar eru sér- fræðingsstöður við orthoþaedisk viðfangsefni og sjúkrarúm til þeirra viðfangsefna hérlendis, a.m.k. 50— 60 % færri en samsvarandi læknisstöður og sjúkrarými í almennum skurðlækningum. Líklegt má telja, að fslendingar reyni að feta í sþor fyrrgreindra þjóða í þessum efnum og er þetta ein af ástæðum þess, að stöðum í alm. handlækning- um fjölgar væntanlega ekki á Reykjavíkursvæðinu a.m.k. Búast má við, að sú fjölgun, sem kann að verða á sjúkrarúmum á handlæknisdeildum höfuðborgar- svæðisins, verði eingöngu á vegum bæklunarlækn- inga, þ.e.a.s. verði ráðstafað til orthoþaediskra viðfangsefna. hvort heldur rúmin eru bókuð á alm. handlæknisdeild eða aðrar deildir. Ætla má, að þörf fyrir bæklunarskurðlækna á Reykjavíkursvæðinu verði a. m.k. jafnmikil og fyrir alm. skurðlækna, kannski öllu meiri, en hins vegar verður varla þörf á bæklunarskurðlæknum úti á landi, nema þá helzt á Akureyri. Skv. þessu má búast við, að orthoþaediskum stöðum fjölgi hér á næsta áratug úr ca. 10 í ca. 16. Meðal-nýliðun í þeirri stétt gæti komizt í einn mann á ári. en yrði svo ekki á næstunni, þar eð meðalaldur stéttarinnar yrði mjög lágur, ef þessar nýju stöður kæmu til. Þær yrðu allar mannaðar ungum mönnum, sem ekki nytu frumþjálf- unar hérlendis. Hugsa mætti sér einnig, að grunnþjálfun í handlækningum. sem krafizt er fyrir aðrar og skyldar sérgreinar, svo sem H.N.E., kvensjúkdóma- fræði, augnlækningar o.fl. færi fram hérlendis. Frem- ur er þó ólíklegt, að af því yrði og ríflega ætlað, að einn maður bætist úr þeim fögum árlega í skurð- lækninganám hérlendis. Niðurstaða er því sú, að alls geti komið til greina, að nýtast mættu 7 námsstöður í handlækningum, hver til tveggja, ára, þ.e.a.s. 3'/2 læknir kæmust að jafnaði að í slíku námi árlega. Þetta eru þó mjög rúmar áætlanir um þörfina. Enda þótt grennslazt hafi verið eftir því hjá nágrannaþjóðunum hvað þær telji nauðsynlegt að »framleiða« af skurðlæknum á íbúaeiningu, hefur ekki tekizt að afla um það neinna glöggra upplýs- inga. í því efni hafa beztar uþplýsingar fengizt frá Dönum. Upplýst er, að árið 1976 voru þar 1 landi 400 stöður fyrir fullmenntaða alm. skurðlækna. Lækna- samtökin dönsku stefndu að því, að þessum stöðum yrði fjölgað á 550 yfirlæknisstöður, sem skv. starfs- sviðinu samsvöruðu nánast sérfræðingsstöðum hér. Stefna þeir skv. því að einn alm. skurðlæknir verði á hverja 9 þús.íbúa. í Bretlandi. sem hefur að miklu leyti lokað menntunarkerfi á þessu sviði, ákvarðar heilbrigðismálaráðuneytið eða embætti á þess veg- um, hve marga almenna skurðlækna skuli stefnt að að hafa 1 landinu og ákvarðar þá jafnframt hversu mörgum skuli gefinn kostur á þjálfun þar til. Ekki hefur tekizt að fá upplýst hvað Bretar leggja til grundvallar mats á þörfinni, en ef taldar eru saman þjálfunarstöður, sem þar standa til boða 1 alm. handlækningum, virðast Bretar engan veginn setja markið jafn hátt og Danir í því efni og menntunarkerfi þeirra varla geta framleitt fleiri fullmenntaða skurðlækna (consultants) en svo, að einn alm. skurðlæknir yrði á ca. 25 þús.íbúa, mjög gróft reiknað þó. Hér er um að ræða stranglega afmarkaða alm. kirurgiu, án hliðargreina. Ekki hefur tekizt að fá upplýst hvernig Svíar leggja mat á þörfina, en hins vegar er Ijóst, að þeir hafa fækkað nokkuð siðustu 1 —2 árin, þjálfunarstöð- um (Block) í handlækningum. Ad. III Augljóst er, að fyrirmyndir að þjálfun í handlækning- um á íslandi, ber að sækja til nágrannalandanna, enda er staðall greinarinnar ekki hærri í öðrum löndum. Reynt var að kanna kröfur þær, er gerðar eru í þessum löndum til þjálfunarinnar og aðferðir, sem beitt er við hana. Örðugt eða ómögulegt reyndist að fá skýrar upplýsingar um öll atriði. Grundvöllur upplýsinganna felst í lögum og reglugerðum hlutað- eigandi lands. Rétt þykir að taka hér saman til glöggvunar helztu atriði úr þessum ákvæðum ná- grannalandanna og tíunda jafnframt aðrar upplýsing- ar, sem fengizt hafa og máli skipta, til viðmiðunar. Pjálfunaraðferðir og þjálfunarkröfur í nágrannalöndunum Svíþjóð Eftir læknapróf er krafizt 2 ára tiltölulega alhliða náms (AT), er lýkur með prófi. Að því búnu má hefja nám í sérgrein. I almennum handlækningum er krafizt 4 ára starfs á handlæknisdeild eða deildum. þar af 1 ár á deild, þar sem brotameðferð fer fram og '/2 ár á deild með þvagfæraskurðlækningar, ef þessi starfsemi fer ekki fram á hinni almennu handlæknisdeild. Auk þess er krafizt 'h árs starfs á svæfingadeild. Undanfarin ár hefur verið stefnt að því koma framhaldsmenntuninni í lokaðar, svokallaðar blokc- stöður og er sú þróun langt komin. Þeim, sem komast inn í slíkar stöður, er tryggð samfelld þjálfun þar til tilskyldum tíma lýkur. Að forminu til eru rnenn þá hæfir til þess að genga yfirlæknisstöðum, en í raun er ekki almennt litið svo á, heldur er viðbótarþjálfun talin nauðsynleg. Til umræðu hefur verið að bæta við 6 ára þjálfun fyrir, þá, sem eiga að taka að sér spítaladeildir. Er það nefnt »Lasarett- lákar-utbildning«. Fari sú þjálfun fram á háskólaspít- ala og felist einkum i henni eftirfarandi: Vinna á sérdeildum fyrir hin ýmsu sérsvið greinarinnar, þjálfun 1 rannsóknarstörfum, þjálfun 1 stjórnun og 1 kennslutækni. Spítalarnir eru flokkaðir í A og B spítala og eru A-spítalarnir háskólaspítalar og allmargir aðrir stór-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.