Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 24
276 LÆK.NABLAÐIÐ að pessi styrkleiki hafi engin skaðleg áhrif á heilsufar, vöxt eða proska neytendanna. Pessi skammtur er nú almennt notaður, þar sem fluoride- bæting drykkjarvatns er við líði. Tæki, sem notuð eru við blöndun fluoride í drykkjarvatn, eru pannig útbúin, að útilokað er að blöndunin fari fram úr fyrirfram ákveðnum styrkleika. Þar sem fluoridebætt (1.0-1.2 ppm) drykkjarvatn er fyrir hendi pyrfti hver einstak- lingur að drekka, í einni lotu, vatnsmagn, sem fyllt gæti átta baðker, áður en ofneysla fluorí- de kæmi til greina. Ahrif fluoride-bætts drykkjarvatns á tennur hafa verið gaumgæfilega rannsökuð, og niður- stöður pessara rannsókna sýna fram á stórum betri tannheilbrigði eftir nokkura ára blöndun fluoride í drykkjarvatnið. Yfirlit yfir mikinn fjölda pessara rannsókna var birt í grein, sem gefin var út á vegum WHO, árið 1974 (8). í pessari yfirlitsgrein er talið, að fluoride- bæt- ing drykkjarvatns lækki tíðni tannskemmda um 20-80 % eftir aldri og búsetu peirra, sem pess neyta, og eftir pví hvað mörg ár drykkjar- vatnið hefur verið notað. Aðferð, sem getur minnkað tannskemmdir um 60 %, verður að teljast áhrifamikil, sérstaklega pegar pess er gætt, að lækkun á tíðni tannskemmda dregur stórum úr tíðni tannholdssjúkdóma og tann- skekkju. í fyrstu var álitið, að fluoride- bæting drykkjarvatns kæmi að gagni aðeins fram á 12-14 ára aldur, eða par til fullorðinstennurnar eru komnar fram. Þessi skoðun er alröng, pví pað hefur verið sýnt og sannað, að fluoride hefur styrkjandi áhrif á tannglerunginn í 10-20 ár eftir að fullorðinstennurnar eru komnar á sinn stað og að fluoride í drykkjarvatni lækki tíðni tannskemmda um 60 % í fólki fram yfir fertugt (6, 16 ). Kostnaður við fluoride-bætingu drykkjar- vatns er breytilegur eftir staðháttum, en áætl- að hefur verið, að árlegur kostnaður við fluorideframkvæmdir tiltekins svæðis sé um tvö hundruð ísl. krónur á hvern íbúa svæði- sins (12). Flestar rannsóknir á fluoride-bætingu drykkjarvatns hafa lagt mesta áherslu á óskaðsemi aðferðarinnar og áhrif hennar á tíðni tannskemmda. Þó hafa nokkar pessara rannsókna athugað áhrif lækkaðar tíðni tann- skemmda á kostnaðarhlið tannlæknispjónustu og komist að peirri niðurstöðu, að kostnaðurinn lækkaði um helming eftir nokkurra ára neyslu fluoride- bætts drykkjarvatns (2, 7, 9, 14). Ef drykkjarvatn er fluoride-bætt lækkar tíðni tannskemmda og pá um leið heildarkostn- aður tannviðgerða. Könnun á pví, hversu mikið pessi kostnaður lækkar, eftir nokkurra ára neyslu fluoride-bætts drykkjarvatns, er töluvert flókið reikningsdæmi, pví taka parf tillit til pess, að fluoride hefur mismundi áhrif á einu og sömu tönn, eftir pví hvaða flöt tannarinnar um er að ræða. Slík athugun var pó gerð á gögnunum, sem safnast höfðu í íslensku rannsókninni. Athugunin var takmörk- uð við kaupstaðabörn, pví fluoride-bæting drykkjarvatns er, víðast hvar, óframkvæman- leg til sveita. Niðurstöður pessarar athugunar benda til pess, að kostnaður tannviðgerða fyrir 6-14 ára kaupstaðabörn myndi lækka um 45 %. Með öðrum orðum, ef öll pessi börn hefðu fengið pörfum sínum fyrir tannfyllingar fullnægt á árinu 1974, hefði kostnaðurinn verið um 278 milljónir króna, en ef pessi samí hópur hefði neytt fluoride-bætts drykkjarvatns frá fæðingu hefði kostnaðurinn orðið um 124 milljónir. Hin háa tíðni tannskemmda á íslandi og óneitanlegir kostir fluoride-bætts drykkjar- vatns virðast vera næg tilefni til pess, að peir aðilar, sem áhuga hafa á tannheilbrigði, kanni möguleika ' blöndun fluoride í drykkjarvatn sem flestra kaupstaða á íslandi. Þess ber að geta, að fluoride-bæting drykkj- arvatns er ekki ópekkt fyrirbrigði á íslandi. Þegar vatnsleiðsla Vestmannaeyja frá »megin- landinu« var tekin í notkun árið 1971, var fluoride bætt í drykkjarvatn Eyjamanna. Þetta stórmerka framtak í baráttunni við tann- skemmdir á íslandi má pakka elju Sverris Einarssonar, páverandi tannlæknis í Vestman- naeyjum, og framsýni bæjarstjórnar staðarins. Þessar framkvæmdir stöðvuðust árið 1973, pegar gosið á Heimaey hófst, og hafa, pví miður, ekki hafist á nýjan leik. Fluoride-töflur og fluoride-skolvatn Fluoride-bæting drykkjarvatns er haldbesta vörnin gegn tannskemmdum. En pessi aðferð er ekki hagkvæm í sveitahéruðum á íslandi, pví blöndun fluoride í drykkjarvatn parf að vera viðloðandi vatnsveitum, par sem hægt er að koma við nauðsynlegu eftirliti. í sveitahér- uuðum yrði að fara aðrar leiðir, til pess að nýtafyrirbyggjandi áhrif fluoride, svo sem dagleganotkun fluoride-taflna eða vikulega munnskolun upp úr fluoride-upplausn. Áhrif fluoride í töfluformi hafa verið könn- uð í Austurríki (5), Sviss (13), Svípjóð (1) og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.