Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 30
280 LÆKNABLADIÐ Ólafur P. Jónsson SJÚKRAFLUTNINGAR MEÐ FLUGVÉLUM INNGANGUR Rúmlega 50 ár eru liðin síðan sjúkraflutningar með flugvélum hófust hér á landi. Fyrstu árin voru tiltölulega fáir sjúklingar fluttir loftleiðis, en á seinrri árum hefur þróunin orðið ör með tilkomu fleiri og fullkomnari flugvéla, betri flugvalla og fullkomnari flugleiðsögutækja. Á þessum tímamótum er viðeigandi að fjallað sé nokkuð um þennan athyglisverða þátt í heil- brigðis- og flugmálum. Verður hér á eftir sagt frá sögu sjúkraflugsins og þróun og gerð grein fyrir könnun sem höfundur gerði á sjúkraflutn- ingum með flugvélum á árinu 1976. Þá verður rætt um nokkur læknisfræðileg atriði sem máli skiþta og hugmyndir um bætt fyrirkomulag reifaðar. Söguleg atriði Fyrsta sjúkraflugið var farið sumarið 1928. Sjúklingurinn var ungur þiltur sem var þungt haldinn vegna þess að kviðslit var í sjálfheldu. Hann var fluttur úr Kjósinni til Reykjavíkur. Flugvélin var sjóflugvél af gerðinni Junkers F- 13 á vegum Flugfélags íslands (númer 2), sem nýlega hafði verið stofnað. Lent var á Meðal- fellsvatni. Flugmaðurinn var þýskur og hét Neumann. Farþegi í þessu flugi var hinn mikli flugáhugamaður, Alexander Jóhannesson, og segir hann nánar frá því í bók sinni »í lofti.« (3) Á aðalfundi Læknafélags íslands í júní 1929, voru þessi mál rædd (1) og hóf Guðmundur Björnsson landlæknir umræður. Hann sagði meðal annars: »Jeg sþái því, að hjer á landi verði sú notkun flugvjelanna ein hin allra gagnlegasta og vinsælasta.« Nefndi hann tvö dæmi máli sínu til stuðnings: (14) 1. »Maður á Breiðabólstað í Vesturhópi fær garnaflækju, er í beinni lífshættu, ekki flutningsfær til Hvammstanga, ekki gerlegt að eiga við hann heima. Þá er símað hingað eftir sjúkraflugu. Hún fer strax, sest á Vesturhópsvatn eftir 2 tíma. Maðurinn bor- Svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspítalans. Barst - 01/05/80. Send í prentsmiðju 01/06/80. inn í fluguna. Eftir 4 til 5 tíma frá því að símað var, er sjúklingurinn kominn norðan úr Húnavatnssýslu á skurðarborðið í Landspítalanum og — mannslífinu er borg- ið.« 2. »Maður á Reyðarfirði verður allt í einu bandóður. Fólkið ræður ekkert við hann, allt í dauðans vandræðum. Símað. Eftir 4 tíma er flugan komin á Reyðarfjörð. Óði maðurinn fær deyfandi innspýtingu og sofn- ar. Er borinn í fluguna og eftir aðra 4 tíma er hann kominn í uppbúið rúm á Kleppi og þar vaknar hann næsta morgun og skilur ekki neitt í neinu. Og eftir hálfan mánuð er hann ef til vill albata af því að hann fékk strax rjetta meðferð. Doktor Helgi getur sagt frá því betur en jeg, hversu afar mikla þýðingu það hefur, að ná mönnum, sem brjálast tafarlaust í geðveikrahæli.« Guðmundur Björnsson, landlæknir, ræddi nokkuð um þá mótbáru að kostnaður væri mikill og taldi slíkt einskis virði því að mannslífin væru dýrari en svo, að í það mætti horfa. Landlæknir hafði boðið Alexander Jó- hannessyni á fundinn og flutti hann erindi þar sem hann lýsti útbúnaði sjúkraflugvéla og sagði frá reynslu þeirri sem fengist hefði meðal erlendra þjóða. (14) Helgi Tómasson bar upþ eftirfarandi tillögu ásamt Valtý Albertssyni og Guðna Hjörleifs- syni: »Aðalfundur Læknafélags íslands 1929 skorar á Flugfélag fslands, að gera þegar á þessu sumri tilraunir með flutning sjúklinga loftleiðis hér á landi.« Þessi tillaga var samþykkt. Árið 1938 eignaðist Flugfélag Akureyrar (síðar Flugfélag íslands númer 3) eins hreyfils sjóflugvél af gerðinni Waco (TF-ÖRN). Voru allmargir sjúklingar fluttir með þessari flugvél næstu árin. Einnig voru nokkrir sjúklingar fluttir í opinni tveggja sæta flugvél af gerðinni Klemm 25 (TF-SUX). Sú flugvél er ennþá til í flughæfu ástandi. Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóri segir frá nokkrum þessara flugferða í æviminningum sínum. (6)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.