Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 42
286 LÆKNABLADIÐ Á sjúkraflutningaráðstefnunni 1973 komu fram kvartanir um pað, að erfiðlega gengi að fá lækna til þess að fara í sjúkraflug. Af viðtölum við flugmenn má þó ráða, að þessi mál séu í sæmilegu lagi um þessar mundir. Petta er þó eitt af þeim atriðum sem þyrfti nánari athugunar við, þannig að ekki þyrfti að eyða miklum tíma í að útvega lækni eða hjúkrunarfræðing þegar þeirra er talin þörf í sjúkrafluginu. Einnig mundi slíkt skiþulag koma í veg fyrir það, að heilsugæslulæknar þyrftu að yfirgefa læknisumdæmi sín og skilja þau eftir I'æknislaus, jafnvel í nokkra daga, sem fyrir gæti komið að vetri til. NIÐURSTÖÐUR Árlega eru fluttir 300-400 sjúklingar loftleiðis hér á landi. Ástæður til flutnings eru fjölmarg- ar, en oftast er um að ræða slys ýmis konar, fæðingar og fósturlát, svo og sjúkdóma ný- fæddra og smábarna. Sjúkraflugin eru flest út frá Reykjavík, en mjög mörg eru frá ísafirði og Akureyri, en færri frá Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Svo til eingöngu eru notað- ar tveggja hreyfla flugvélar, búnar blindflugs- tækjum, flestar afísingartækjum, en engar hafa haft jafnþrýstiútbúnað. Flugmenn hafa full- komin réttindi til þjónustuflugs. Oftast er um að ræða blindflug og flest eru flugin að degi til, en nokkuð er um flug í náttmyrkri. Algengast er að flugtími með sjúkling sé innan við eina klukkustund. Gerð hefur verið grein fyrir ýmsum læknis- fræðilegum atriðum, sem máli skiþta við flutn- ing sjúkra og slasaðra í flugvélum, svo sem áhrif súrefnisskorts og breytinga á loftþrýst- ingi ásamt áhrifum hávaða, titrings og hreyf- inga flugvélarinnar á sjúklinginn. Stefna ber að því, að sem flestar flugvélar, sem notaðar eru til sjúkraflugs séu með jafnþrýstiútbúnaði, þannig að líðan sjúklings verði betri meðan á fluginu stendur og unnt sé að fljúga ofan við óveðursský, ísingu og ókyrrt loft. Bæta þarf til mikilla muna lækningatækja- útbúnað í flugvélum og staðla þann útbúnað alls staðar á landinu. Athuga hvort betur sé hægt að skipuleggja læknisþjónustu í sam- bandi við sjúkraflugið. Notkun túna og annarra ófullkominna lend- ingarstaða er alveg horfin. Nauðsynlegt er að halda áfram endurbótum á þeim flugvöllum sem einna mest eru notaðir til sjúkraflugs. harna er fyrst og fremst um að ræða endurbæt- ur á yfirborði flugbrauta, betri lýsingu og betri og fleiri flugleiðsögutæki. Breyta þarf greiðslufyrirkomulagi vegna sjúkraflugsins þannig, að sjúkrasamlögin greiði flugrekstraraðilum kostnaðinn strax,^ en innheimti síðan hluta sjúklings, en þó þannig að þak sé sett á þann hluta. Stefna ber að því, að sjúkraflugið sé að mestu í höndum eins aðila á hverjum stað. Yrði stuðlað að því að þeim aðila yrði gert kleift að eignast heppi- legar flugvélar og lækningatækjaútbúnað. Yrði þannig um nokkra sérhæfingu að ræða og þar sem stöðug vaktþjónusta væri fyrir hendi, gætu læknar sem koma þyrftu sjúklingi loftleið- is, alltaf vitað hvert ætti að snúa sér í þeim efnum. SUMMARY The history of aeromedical transportation in Iceland is briefly reviewed from its beginning in 1928. Results of a study of aeromedical transportation for the year 1976 are presented. About 400 patients were transported by airplanes that year. Light unpressurized twin engine aircrafts were used most frequently. Most flights were made during daylight and under instrument meteorological conditions. There were several aircraft operators in different parts of the country but most flights originated in Reykjavík. Information about diagnosis was insuffi- cient but from the data collected it appears that the most common reasons for transport were traumatic injuries and factors related to pregnancy and childbirth. Factors of importance for aeromedical transpor- tation are discussed such as hypoxia, dysbarism, noise, vibration and turbulence. Suggestions for improvements are made such as the use of pressurized aircraft with better medical equipement, improved airports and organization. HEIMILDIR 1. Aðalfundur Læknafélags íslands 28.-29. júní 1929. Læknablaðið 15(7-8): 89-101, júl.-ág. 29. 2. Aerospace Medicine. Physiology of Flight. Air Force Phamphlet No. 161-16, bls. 40. Washing- ton, Department of the Air Force, 1968. 3. Alexander Jóhannesson: í lofti, bls. 81-2. Rv„ fsafold, 1933. 4. Flugmálastjórn. Ummæli ýmissa aðila vegna flugvalla utan Reykjavíkur og Keflavíkur, um brýnustu og næstu verkefni. Rv„ sept. 1978. 5. Gylfi Gröndal: Læknir i prem löndum. Endur- minningar dr. med. Friðriks Einarssonar, bls. 138-48 og 160-6, Rv. Setberg, 1979. 6. Jóhannes Helgi: Á brattann. Agnar Kofoed- Hansen rekur minningar sínar, bls. 280-93. Rv„ AB, 1979.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.