Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 47
LÆKNABLADID 291 Korotkoff hljóðsins og hins raunverulega sy- stóliska prýstings (15). Fremur hættir við, að systóliski þrýstingurinn sé vanmetinn með þessari aðferð (11, 23), sérstaklega ef þrýstingi í slíðrinu er létt of hratt. F>egar þrýstingur er minnkaður ennþá meira, breytast Korotkoff hljóðin nokkuð, og eru þá kölluð annað og þriðja hljóðið. Skiþta þau ekki máli fyrir mælinguna. Komið getur fyrir, einkum við mælingu hjá sjúklingum með háan blóðþrýst- ing, að hljóðin hverfi um hríð. Þetta svokall- aða þögla bil, sem komið getur milli fyrsta og annars hljóðs, kann að ná yfir 20-40 mm Hg (sjá mynd 2). Getur hvarf hljóðsins valdið verulegri mistúlkun á systóliska þrýstingnum, ef ekki er nægilega pumpaður upp þrýstingur í sliðrinn í upphafi (17). Einnig er möguleiki á gróflegu ofmati á díastóliskum þrýstingi, ef of skjótt er hætt að hlusta, eftir að hljóðið hverfur á þessu bili. Fjórða eða fimmta hljóðið er haft til marks um díastóliska þrýstinginn. Það er kallað fjórða hljóð, þegar eðli hljóð- anna breytist skyndilega, og þau renna saman I samhangandi nokkru daufara hljóð, (muffing), en fimmta hljóð, þegar hljóðið hverfur með öllu. Oft er nokkur munur (5-10 mm Hg) á þrýstingi við þessi hljóð, og menn hafa lengi deilt um, hvort þeirra svari betur til hins raunverulega díastóliska þrýstings. Svo virðist sem fimmta hljóðið hafi orðið ofan á hin síðari ár (11, 15, 17, 19, 23, 26), og flestir telja, að díastóliskur þrýstingur sé ofmetinn, ef stuðst er við fjórða hljóðið. Það vill jafnvel bera við, að þrýstingur sé einnig ofmetinn, þótt stuðst sé við fimmta hljóðið (11, 15). Við vissar aðstæður, t.d. hjá þunguðum konum, börnum eða öðrum, sem búast má við, að hafi aukið hjartaútfall, er þó fjórða hljóðið talið betri mælikvarði, þar sem fimmta hljóðið hverfur seinna eða heyrist við mjög lágan þrýsting. Ef mikill munur er á hljóðum þessum (t.d. >15 mm Hg) mætti skrá bæði gildin (t.d. 145/105/85) (19). Oft er notast við hina óbeinu aðferð með nokkuð öðrum hætti. í stað hlustunar er stuðst við þreifingu eftir púlsbylgjunni, oftast við arteria radialis. Systóliski þrýstingurinn er oft mældur á þennan hátt. Vitað er þó, að hætta er á verulegu vanmati á þrýstingnum með þessari aðferð (getur verið 30 mm Hg lægri við þreifingu en hlustun). Hins vegar er ekki eins vel þekkt, að iðulega má með allgóðri nákvæmni átta sig á díastóliska þrýstingnum með því að þreifa með þumalfingrinum yfir upphandleggsslagæðinni (aðferð Segalls (6)). Finnst þá greinilega, hvernig titringsbylgjurn- ar í púlsslögunum breytast skyndilega eða hverfa á því bili, sem svarar til díastólisks þrýstings. Þessi aðferð getur tekið fram hlust- unaraðferðinni, t.d. í hávaða eða ef mælandinn er mjög heyrnardaufur. Við blóðþrýstingsmælingu skal gæta þess að fara sér í engu óðslega og temja sér, að lesa nákvæmlega af mælinum. Forðast skal að láta hlaupa á jöfnum tölum (terminal digit prefe- rence). Mæla má gildin miðað við næstu 2 mm Hg. Flestir láta sér þó nægja að miða við hálfan tug (5 mm Hg). Gildin skyldi skrá jafnóðum og láta eigi glepjast af neins konar vilhalla (observer bias). Stundum hefur mæl- andi, sérstaklega ef um lækni er að ræða, sem taka þarf ákvörðun byggða á hinu mælda blóðþrýstingsgildi, tilhneigingu (oftast ómeð- vitað) til að hækka eða lækka gildið. Eru hér að verki ýmsir þættir úr sögu eða jafnvel í fari sjúklings, áhættuþættir, aldur eða annað (19). Getur þannig stundum verið heppilegt, að annar aðili en læknir mæli blóðprýsting, ef því verður við komið. Bíða þarf a.m.k. 15-30 sekúndur milli endur- tekinna mælinga og ekki auka og minnka á víxl þrýsting í hálfuppblásnu slíðri. Slíkt getur valdið úttútnum bláæða og truflað mælinguna. Af sömu ástæðu skyldi þess gætt að þrýsta ekki hlustunarpípu of fast á slagæðina. Mikilvægt er að staðla aðferðina eftir því sem við verður komið. Gildir þetta um ýmsa þætti umhverfis og einnig ýmislegt, sem lýtur að ástandi bæði hins mælda og mælandans sjálfs (26). Æskilegt er, að blóðþrýstingur sé mældur á sama hátt í hvert sinn, með jafn- langri hvíld, í sama handlegg og í sömu stöðu. Upplýsingar skyldu skráðar varðandi þessi atriði. Ekki er minna um vert, að mælitækin séu í góðu ástandi (3). Slöngur kvikasilfursmæl- is eiga ekki að leka, og kvikasilfrið á að renna léttilega. Séu notaðir s.k. dósamælar (aneroid mælar), sem hætt er við bilunum, skal þess gætt að bera þá reglulega saman við kvikasilf- ursmæli (a.m.k. einu sinni á ári). Þetta má auðveldlega gera með því að setja slíðrið utan um flösku og tengja slöngur mælanna saman með millistykki (sjá mynd 3). Síðan eru mæl- arnir bornir saman við mörg þrýstingsgildi. Ef allt er í lagi, sýna báðir mælar sem næst sömu gildi (17, 26). Hafa verður í huga, að misræmi milli stærðar gúmmíbelgs slíðursins og upphand-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.