Læknablaðið - 15.11.1980, Blaðsíða 48
292
LÆKNABLADID
Mynd 3. Samanburður dósamælis og kvikasilf-
ursmælis (eftir Thulin (26)).
leggs getur valdið verulegum mælingarskekkj-
um. Hinn upprunalegi belgur Riva-Roccis
var aðeins 5 cm breiður (sjá mynd 1) og gaf
alltof há gildi. Rétt breidd er yfirleitt 12-15 cm,
og eru flestir mælar með 12 eða 13 cm
slíðrum. Breiddin á að vera rúmlega 40 % af
ummáli upphandleggs. Við mjög mjóa upp-
handleggi parf að gæta pess, að hið venjulega
slíður (12 cm) getur verið of breitt, og hið
mælda gildi pess vegna orðið of lágt (10).
Lengd gúmmíbelgs í slíðrinu er ekki síður
mikilvæg. Nákvæmust verður mæling, ef belg-
ur nær sem næst utan um upphandlegginn.
Algengt er, að notaðir séu mælar með belg,
sem aðeins er 23 cm að lengd. Þessi belgur
nægir tæpast, ef upphandleggur er í gildara
lagi. Hins vegar er talið heppilegra, að belgur-
inn sé 35 cm að lengd svo sem vída er ráðlagt,
og lengi hefur verið venja, t.d. í Svípjóð (4, 10,
17, 19, 24) pessi lengd nægir í langflestum
tilvikum, en 23 cm belgur nær ekki utan um
upphandlegg hjá meirihluta sjúklinga með
háan blóðprýsting (3). Við gríðarlega gilda
upphandleggi (>40 cm) getur purft að grípa
til ennpá stærri belgja (t.d. 15 x 43 cm) eða
reyna nákvæmni mælingar með samanburði
við blóðuga mælingu. í tilvikum sem pessum
hefur einnig reynzt vel að mæla blóðprýsting
með venjulegu slíðri, sem sett er á framhand-
legg. Er pá hlustað yfir arteria radialis ofan við
úlnliðinn. Gæta parf pess að blóðtæma fram-
handlegg áður en mæling er framkvæmd með
pessari aðferð, sem hefur pó aldrei náð veru-
legri útbreiðslu (5). Nái belgur ekki utan um
allan upphandlegginn, verður miðja belgsins
að liggja yfir slagæðinni. Á pennan hátt má
minnka mælingarskekkjuna (2). Hætta á of-
mati prýstings er að sjálfsögðu mest, pegar
misræmi milli lengdar belgs og ummáls arms
er verulegt. Skoðanir í pessu efni hafa pó verið
nokkuð skiptar. Pannig gera Burch og Shewey
lítið úr pessari hættu og styðja skoðun sína
nákvæmum mælingum. Meðalupphandleggs-
ummál sjúklinga peirra var pó aðeins 26.8 cm
(2). Hins vegar fundu Orma o.fl. í Finnlandi
verulegan mun (23/19 mm Hg) milli mælinga
með 23 cm belg og 35 cm belg. Ljóst samband
var milli pessa mismunar og gildleika upp-
handleggs (20). Rétt mun að hafa í huga
pennan mögulega skekkjuvald, og ráð er að
hafa aðgang að fleiri en einni stærð belgja.
Tillögur um stærðir gúmmíbelgja við mismun-
andi ummál upphandleggs má sjá í töflu I (eftir
Cullhed o.fl. (4)). Par er miðað við, að breidd sé
40 % af ummáli og lengd > ummál upphand-
leggs. Mikilvægi lengdar er sennilega ofmetið
í pessari töflu, og nægir eins og áður er sagt,
að belgur nái sem næst utan um upphandlegg-
inn.
Tafla I. Ýmsar stærðir gúmmíbelgs.
Ummál upp- handleggs (cm) Breidd (cm) Lengd (cm)
45 18 60
37.5 15 43
30 12 35
22.5 9 28
15 6 20
7.5 3 20
Ýmsir pættir, er lúta að ástandi sjúklings
geta og valdið mælingarskekkju. Pannig getur
verið erfitt að klemma saman mjög kalkaða
slagæðaveggi, og hætta er á, að blóðprýsting-
ur mælist of hár af pessum sökum, sérstak-
lega hjá gömlu fólki (25). Þetta getur haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér, ef
blóðprýstingslækkandi meðferð er gefin á
röngum forsendum (13). Gamalt fólk polir
stundum illa blóðprýstingslækkun (30). Rétt er
pví að hafa pessi atriði í huga við mat á háum
blóðprýstingsgildum hjá öldruðu fólki, pegar
önnur merki um háan blóðprýsting eru ekki til
staðar og fólkið einkennalaust.
Við gáttaflökt (fibrillatio atriorum) getur
verið erfitt að mæla blóðprýsting, sem er mjög
breytilegur. Þarf oft að styðjast við meðaltal
nokkurra mælinga í hvert sinn.
Til eru margar gerðir meira eða minna
sjáfvirkra blóðprýstingsmæla, sem byggjast á
hinni óbeinu mælingaraðferð. Sum slík tæki