Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Síða 21

Læknablaðið - 15.10.1981, Síða 21
LÆKNABLADID 199 Dánarorsök fékkst með athugun á dánar- vottorðum og sjúkraskrám sjúkrahúsanna í Reykjavík. Ellefu sjúklingar létust skyndilega. Átta sjúklingar létust úr nýrri kransæðastíflu. Tveir sjúklingar létust vegna thrombosis í arteria mesenterica. Einn sjúklingur lést úr hjartabilun og einn eftir kransæðaaðgerð. Sigurður B. Þorsteinsson, lyfjadeild Landspitala og Borgarspítala, Sigurður Hektorsson, barnadeild Landakotsspítala, Árni V. Þórsson, barnadeild Landakotsspitala Toxic shock syndrome Fyrsti sjúklingur á Islandi Árið 1978 lýsti Todd et al. sjúkdómi, sem tengdist staphylococca sýkingu og einkenndist af háum hita, hypotensio, erythroderma á iljum og lófum, sem síðan flagna. Var sjúkdóm- urinn nefndur toxic shock syndrome (TSS). Síðari sjúklingar hafa yfirleitt haft einkenni frá mörgum líffærakerfum: uppköst, niðurgang, nýrna- og/eða lifrarbilun, conjunctivitis, sár á vörum, vöðvaverki, einkenni frá miðtaugakerfi og fleira. Flestir sjúklingar hafa hækkað CPK en lækkað kalcium og fosfór í blóði. Thrombo- cytopenia er algeng. Á síðasta ári hefur athygli beinst mjög að þessum sjúkdómi vegna fjölda tilfella í Banda- ríkjunum. Hafa par greinst tæplega 700 sjúk- lingar á rúmu ári. 97.5 % þessara sjúklinga hafa verið konur og oftast byrjar sjúkdómur- inn á 2.-4. degi tíða. Flestar konurnar hafa notað tíðatappa. Yfirgnæfandi hluti kvenn- anna hafa staphylococcus aureus í fæðingar- vegi, en blóðræktanir verið neikvæðar. Karl- menn með TSS hafa allir haft staphylococcus aureus sýkingu. Stungið hefur verið upp á að sjúkdómurinn stafi af staphylococca toxini, sem frásogist frá fæðingarvegi eða sýkingar- stað. Slíkt toxin hefur þó ekki fundist enn með neinni vissu. Lýst er fyrsta íslenska TSS sjúklingnum, ellefu ára dreng með staphyloccocca arthritis í mjöðm og sepsis. Uppfyllti hann öll skilmerki sjúkdómsins nema blóðþrýstingur var eðli- legur. Verður sjúkrasögu hans lýst. Jón Þorsteinsson, Alfreð Árnason, Helgi Valdimarsson og Ingvar Teitsson, Lyfjadeild Landspítalans, Blóðbankanum. íslensk gigtarætt Það hefur lengi verið vitað gigt er ættgeng. Það hefur einnig fundist ákveðin fylgni á milli HLA flokka og gigtsjúkdóma og er þekktust fylgni milli HLA-B27 og AS og Reiter. Við höfum skoðað 147 einstaklinga úr 5 ættliðum í einni þekktri gigtarætt. 130 hafa verið HLA-flokkaðir og reyndust 76 B27 pósitifir. í ættinni voru 16 þekktir AR sjúklingar og 10 til viðbótar reyndust grunsamlegir. 6 þekktir LED sjúklingar og 4 grunsam- legir. 2 með AS og 2 Reiterssjúklingar. 1 Palindrome rheumatismus, líklega lupus. 1 Discoid lupus. 1 psoriasis arthritis. Liðverkir og bakverkir eru algengir. RF og ANF próf eru einnig oft jákvæð þótt sjúkl. sé ekki með gigtarsjúkdóm. Það er athyglisvert að flestir fengu þessa gigtsjúkdóma eftir að þeir fluttu úr heima- byggð sinni. John Benedikz, M.R.C.P. (London), taugalækningadeild Lanspítalans Frontal lobe lesion and myoclonus. A case report Myoclonus may be described as a sudden contraction of one or more muscles. Most commonly it is arrhythmic, occurs irregularly, but tends to be exaggerated or even initiated by movement, excitement and concentration. It disappears during sleep. Rhythmic myoclo- nus is much less common and is due to a segmental spinal or a focal brain lesion, persisting in sleep. The biochemical aspects are still elusive but serotonin and the 5 HT pathway appear to play an important part. The etiological factors include infective and degenerative CNS disorders, various metabo- lic disturbances and brain trauma. It may accompany idiopathic epilepsy.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.