Læknablaðið - 15.10.1981, Qupperneq 22
200
LÆKNABLADID
This report describes a patient with myoclo-
nus and an isolated frontal lobe lesion. As far
as I am aware this association has not been
reported.
Ársæll Jónsson, M.R.P. Hall. Department of
Geriatric Medicine, Southampton General Hospital,
England.
Sjúklingar með Parkinsonsveiki
á sviði öldrunarlækninga
Lýst er kliniskri rannsókn á sjúklingum með
Parkinsonsveiki, sem vísað var til öldrunar-
lækningadeildar við háskólasjúkrahús í Suður-
Englandi yfir sex mánaða tímabil. Skoðaðir
voru 43 sjúklingar (14 karlar og 29 konur) og
var meðalaldur sjúklinganna 77,8 ár og höfðu
þeir þjáðst af Parkinsonsveiki í 6,1 ár að
meðaltali.
Aðrir sjúkdómar voru algengir meðal hóps-
ins en 74 % þeirra reyndust hafa aðra meiri
háttar sjúkdóma og helmingur sjúklinga voru
með háþrýsting (Bþ.> 160/90) við skoðun. 18
sjúklingar (42 %) þörfnuðust meðferðar á
legudeild og 6 sjúklingar (15 %) dóu á tíma-
bilinu.
Algengasta tengund Levodopa í notkun var
Sinemet og meðal skammtur 510 mg á dag.
Þrátt fyrir smáa lyfjaskammta voru aukaverk-
anir algengar eða 44 %. Um þriðjungur sjúk-
linga reyndust hafa marktæka heilabilun (De-
mentia) og þrátt fyrir meiri fötlun, höfðu þeir
haft Parkinsonsveiki skemur en hinir. Bendir
það til að um sérstakan sjúkdóm geti verið að
ræða. Fötlunarstaðall (Barthel’s Index Score)
mældist 79 stig fyrir allan hópinn. Lág giidi
höfðu litla fylgni með hækkandi aldri (r= 0,31)
og gefa til kynna fötlun vegna sjúkdóms.
Ragnar Danielsen* 1), Þórir Helgason1), Friðbert
Jónasson2)
Sjónuskemmdir (retinopathy) hjá
insúlínháðum sykursjúkum
(IHSS) á íslandi. Áhrif ýmissa
klíniskra þátta
Orsakir sjónuskemma hjá sykursjúkum telja
nú flestir að rekja megi til fjölþættra efna-
skiptatruflana sjúkdómsins.1 Upphaf og þróun
sjónuskemmda er einstaklingsbundið og má
því ætla að ýmsir þættir geti haft hvetjandi
eða letjandi áhrif. Áður hefur verið fjallað um
tengsl HLA-gerðar og ættarsögu við sjónu-
skemmdir.2 Hér verður einkum rætt um áhrif
blóðsykurstjórnunar, aldurs við greiningu og
blóðþrýstings. Þessir þættir voru kannaðir
með samanburði á IHSS (Teg. 1), með eða án
sjónuskemmda, eftir sambærilegan sjúkdóms-
tíma. Alls var 149 sjúklingum skipt í 3 hópa
eftir lengd sjúkdómstíma. Niðurstöður voru
metnar með T-prófi.
/ 5-9 ára sjúkdómstímahópnum, staðfestist,
að sjónuskemmdir koma yfirleitt ekki fram
fyrr en eftir 7.7 ára sjúkdómstíma (P<0.05).
Sjúklingar með sjónuskemmdir voru mark-
tækt eldri við greiningu, 30.9 ±13.0 ár á móti
19.5± 13.1 ár (P<0.03). Af 9 sjúklingum með
sjónuskemmdir voru 6 karlar.
/ 10-19 ára sjúkdómstímahópnum, var einn-
ig tilhneiging hjá þeim er höfðu sjónuskemmd-
ir til að vera eldri við greiningu (P<0.10).
Sjúklingar með sjónuskemmd mættu mark-
tækt verr til eftirlits (P<0.05) og höfðu að
jafnaði hærri meðaltalsblóðsykra þó ekki væri
það marktækt. Tilhneigingu í fylgni sjónu-
skemmda við þessa 2 þætti var einnig að finna
í 5-9 ára sjúkdómstímahópnum. Blóðþrýsting-
ur / 10-19 ára sjúkdómstímahópnum var að
meðaltali hærri í systolu og diastolu hjá
sjúklingum með sjónuskemmd og nálgaðist
munurinn hefðbundna marktækni (P<0.10).
Hærri blóðþrýstingur gæti allt eins verið
afleiðing sem orsök smáæðaskemma, þó ekki
verði það metið í þessari rannsókn.
/ um og yfir 20 ára sjúkdómstímahópnum,
notuðu sjúklingar án sjónuskemmda mark-
tækt minna insulin, (P<0.05). Þetta bendir til
nokkurrar eigin insulinframleiðslu hjá sjúkl-
ingunum og minni eyjavefsskemmda, er gefur
betri blóðsykursstjórnun. Sömu sjúkling voru
marktækt eldri við greiningu, um og yfir 30
ára og 7 af 10 voru konur. Fjórir sjúklingar
voru með staðfestan/grunaðan sjálfsónæmis-
sjúkdóm (autoimmune) og 1 sjúklingur að auki
systkinabarn eins þeirra. Fjórir sjúklinganna
voru HLA-B15 jákvæðir, þar af 3 með stað-
festa/grunaða sjáfsónæmistilhneigingu.
Rannsókn þessi var styrkt af vísindasjóði Landspítalans og
Rannsóknarst. Hásk.
1) Göngudeild sykursjúkra, Landspítalanum
2) Augndeild Landakotsspítala.