Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.10.1981, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ lingum lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akra- ness á árunum 1974 til 1979. Settar voru ákveðnar reglur um skráningu og er þeim lýst. Gert var sérstakt eyðublað fyrir þessa skráningu og útfyllt af læknum deildarinnar. Voru bæði skráðar f>ær auka- verkanir sem komu fyrir á deildinni og komu fram í sjúkrasögu. Getið er og um tilgang skráningarinnar. Efniviðurinn eru sjúklingar sem vistaðir voru á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness 1974 til 1979 (6 ár) og voru þeir 1410, þar af 744 karlar og 666 konur. En innlagnir voru á sama tíma 2671. Einstaklingar sem aukaverkun var skráð hjá voru 215 eða 15,25% innlagðra, þar af 86 karlar eða 11,56% af innlögðum körlum, en konur 129 eða 19,37 %. Fjöldi skráðra reactiona var 267, 91 hjá körlum og 176 hjá konum. Aukaverkun var 38 sinnum — hjá 15 körlum og 23 konum — ástæða innlagnar á deildina, þ.e. 1,42 % af innlögnum á tímabilinu. Legudagar þessara 38 sjúklinga voru 479, 178 hjá körlum og 301 hjá konum. Er það 0,69 % legudaga á deildinni á tímabilinu. Gerð er grein fyrir hinum ýmsu aukaverkunum og tíðni þeirra og skýrt frá þætti einstakra lyfja og lyfjaflokka. Algengustu orsakir voru sulfalyf (16,4 %), penicillin lyf (16,1 %), diuretica (7,12 %), joð- sambönd (7,12%), nitrofurantoin (4,11 %) — sýklalyf samanlagt (47,2 %). Getið er um afdrif nokkurra sjúklinga. Karl G. Kristinsson, sýkladeild R. H. Sigurður B. Þorsteinsson, lyflæknisdeild Lsp. Bsp. Arinbjörn Kolbeinsson, sýkladeild R. H. Barkaástunga til greiningar lungnasýkinga: Yfirlit á eins árs tímabili á íslandi Til bakteriologiskrar greiningar lungnasýk- inga er oftast stuðst við uppgangssýni (spu- tum), sem eru óhjákvæmilega menguð háls- og munnflóru. Því geta pessi sýni verið með meinvænar (pathogen) bakteríur án pess að pær komi frá lungum. Til að losna við slíka mengun má nota barkástungu. Sú aðferð hefur verið pekkt frá 1959, og var farið að nota hana 205 á íslandi 1976, og hefur notkun hennar smám saman aukist. Var pví talið æskilegt að fá hugmynd um algengi, ábendingar og árangur barkaástungna hér á landi, og var ákveðið að kanna eins árs tímabil (10.04.80—15.04.81). Upplýsingum var safnað úr skýrslum R. H. við Barónsstíg, Rann- sóknastofu Borgarspítalans og sjúkraskýrslum sjúkrahúsanna. Þannig mátti fá upplýsingar um langlfestar barkaástungur framkvæmdar á Landspítala, Borgarspítala og Landakoti á pessu tímabili. Reyndust sýnin 38, flest frá Borgarspítala. Meðalaldur sjúklinga var 60 ár. Ábendingarn- ar voru í öllum tilvikunum lungnabólga, en pó voru pær misstrangar eftir sjúkrahúsum. í 47 % tilfellanna ræktuðust engar meinvænar bakteríur, en 2 eða fleiri hjá 14 %. Algengasta bakterían var Str. pneumoniae, en í allt komu fram 14 bakteríutegundir og ein sveppateg- und. Skoðun og ræktunarniðurstöður sýnanna reyndust nánast alltaf hjálpleg við ákvörðum meðferðar sjúklinganna. Ekki varð vart alvar- legra hjáverkana við þessar aðgerðir. Barkaá- stunga virðist örugg og hjálpleg rannsóknar- aðferð við greiningu lungnasýkinga. Minnst er á notkun barkaástungu til greiningar lungna- sýkinga. Arsæll Jónsson, Guðjón Magnússon, Öldrunarlækningadeild Landspítalans, Landlæknisembættið (öldrunarpjónustunefnd) Langlegusjúklingar eldri en 70 á almennum sjúkrahúsum og geðsjúkrahúsum í Reykjavík Almennt sjúklingatal var framkvæmt á sjúkra- húsum í Reykjavík p. 31. marz 1981. Á legudeildum Landspítala, Borgarspítala, Landa- kots, Vífilsstaða og Kleppsspítala, töldust 114 sjúklingar sem voru 70 ára og eldri, vera útskriftarhæfir en dvöldust par vegna skorts á langlegurúmum, öðru sérhæfðu sjúkrarými eða vegna félagslegs vanda. Pessir sjúklingar voru rannsakaðir m.t.t. fjölda virkra sjúkdóma, lyfjanotkunnar, getu til sjálfsbjargar og andlegs ástands og jafn- framt gert grein fyrir hvar þeir ættu helst heima í skipulagðri öldrunarpjónustu á sjúkra- húsum og jafnframt kannaðar líkur á útskrif- tarmöguleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.