Læknablaðið - 15.10.1981, Side 42
214
LÆKNABLADID
Guðmundur Pétursson
SKÝRSLA UM FYRSTA NORRÆNA
STARFSFUNDINN UM LÆKNIS-
FRÆÐILEGA SIÐFRÆÐI
Fundurinn var haldinn á Scanticon, ráðstefnu-
hóteli skammt utan við Árósa dagana 12.-15.
mars 1981. Þátttakendur voru milli 30 og 40, 5-
10 frá hverju Norðurlandanna nema íslandi,
en paðan var einn þátttakandi á vegum L. í.
Mótið var haldið á vegum norrænna lækna-
samtaka, en Den almindelige Danske lægefor-
ening bauð til þess.
Fimmtudagskvöldið 12. mars var óformleg-
ur fundur og var mönnum sýnd fræðslumynd
um siðfræði, sem fengin hafði verið frá Banda-
ríkjunum. Fyrsti formlegi fundur mótsins var
haldinn 13. mars undir forsæti Erik Holst,
formanns danska læknafélagsins, en Jens Dau-
gaard var honum til aðstoðar og hafði hann
ásamt öðrum borið hita og þunga dagsins í
undirbúningi þessa þings. Á þessum fyrsta
fundi var frá því skýrt, hvernig fjallað væri um
siðfræðileg vandarnál í hinum norrænu lækna-
samtökum, hversu háttað væri um siðanefndir
og siðadómstóla, hvernig verkaskipting væri
par, hverjir möguleikar væru fyrir aðra en
lækna að snúa sér til þeirra, hvernig peim sem
gerðust brotlegir mætti refsa og hvernig
viðhorf til siðanefnda væru meðal lækna og
leikmanna. Undirritaður skýrði stuttlega frá
pessum málum á íslandi, minntist á symposium
um læknisfræðilega siðfræði árið 1977 og
skýrði frá endurskoðun á Codex ethicus og
breytingum á lögum Læknafélags íslands, sem
sampykktar voru 1978. Ég gat pess að komið
hefði verið á fót siðanefnd og gaf stutt yfirlit
yfir störf hennar og skýrði frá pví hvers eðlis
pau mál væru sem hún hefði fjallað um.
Á öðrum fundi, sem hófst um kl. 11.00 f.h. 13.
mars var fjallað un eitt aðalviðfangsefnið,
Helsinkiyfirlýsinguna. Var í fyrstu frá pví skýrt,
hvort hún hefði verið samþykkt af lækna-
félögum hinna ýmsu landa. Kom fram að hún
hafði ekki verið formlega sampykkt af finnska
læknafélaginu eða af finnskum yfirvöldum, en
Skýrslan var send Lf 20. marz 1981. Barst ritstjórn 13. ágúst
1981.
þau mæla pó með pví að eftir henni sé farið.
Talsvert var rætt hvernig nota skyldi Helsinki-
yfirlýsinguna, hvort stefna ætti að pví að gefa
henni lagagildi, eða hvort að hún ætti fyrst og
fremst að vera til hliðsjónar fremur en hún
væri algjörlega bindandi. Einnig var rætt um
það hvað skyldi teljast rannsóknir og nauðsyn
skilgreiningar á pví. í pví sambandi var á það
bent að gerðar væru mjög strangar kröfur,
pegar um rannsóknir á fólki væri að ræða, en
hinsvegar væri læknum frjálst að taka upp
nýjar aðferðir í meðferð jafnvel pó að pær
væru illa grundaðar vísindalega.
Eftir hádegi 13. mars var fjallað um nefndir
til pess að meta áætlanir um rannsóknir á
mönnum. Frummælandi um, pað efni var Erik
Enger frá Noregi. Ræddi hann m.a. um tengsl
lækna við aðra vísindamenn og samráð um
siðfræðileg vandamál í vísindum almennt. Povl
Riis gerði grein fyrir nefndum í Danmörku,
par sem fjallað er um siðfræðileg vandamál
tengd rannsóknum á mönnum. Pær nefndir eru
yfirleitt skipaðar premur læknum og premur
fulltrúum leikmanna.Talið var að flestir vísinda-
menn í Danmörku á sviði læknisfræði hefðu
tekið pessum etísku nefndum vel.
Eftir kaffihlé 13. mars var rætt um endur-
skoðun á Helsinkiyfirlýsingunni og rætt um
nauðsyn pess að endurbæta hana og fjalla
nánar um ýmis atriði sem ekki er mikið um í
þessari yfirlýsingu, svo sem rannsóknir á
börnum eða öðrum hópum, svo sem föngum.
Ákveðið var að taka fyrir sérstaklega valin
viðfangsefni og skipta ráðstefnugestum niður í
vinnuhópa til pess að fjalla um pau og voru
valin 5 höfuðviðfangsefni.
1. Rannsóknir á persónum sem ekki geta
gefið upplýst sampykki, t.d. börn, geðveikir
eða aðrir.
2. Líffræðileg vandamál við faraldsfræðilegar
rannsóknir og datasöfnun.
3. Skilgreining á pví hvað séu rannsóknir.
4. Upplýst sampykki (informed consent).