Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1981, Síða 43

Læknablaðið - 15.10.1981, Síða 43
LÆK.NABLAÐID 215 5. Mat á áhættu. Unnið var í þessum vinnuhópum, það sem eftir var síðdegisins og því haldið áfram á laugar- dagsmorgninum. Föstudagskvöldið var sérstakur fundur, þar sem tveir fyrirlesarar skýrðu frá rannsóknum í læknisfræðilegri siðfræði. Pað var annars veg- ar Carl Erik Mabeck frá Danmörku, sem gerði grein fyrir mati lækna á þagnarskyldu og bar saman viðbrögð franskra og danskra lækna við ákveðnum etískum vandamálum. Annar fyrirlesari var Patricia Sohl frá Institut for Socialmedicin við Kaupmannahafnarhá- skóla. Hún lagði fram niðurstöður rannsókna, þar sem læknar höfðu verið fengnir til að svara ákveðnu spurningaskema, en rannsók- nin miðaði að því að fá fram lýsingu á því, hvernig unnið væri að rannsóknum á fólki í Danmörku, hvernig þeir vísindamenn væru, sem ynnu að þeim, hverjar skoðanir þeirra væru og viðhorf til siðfræðilegra vandamála og hvernig þeir væru í stakk búnir til að meta siðfræðileg vandamál. Kom í ljós að viðbrögð læknanna voru talsvert mismunandi. Eftir að vinnunefndir höfðu lokið störfum kl. 10.00, var haldinn sameiginlegur fundur og undirritaður stýrði honum með aðstoð Povl Riis frá Danmörku. Formenn hinna einstöku vinnunefnda lögðu fram í stuttu máli helstu niðurstöður umræðna. Var þar fyrstur Sverre Lie frá Osló, sérfræðingur í barnasjúkdómum, sem hafði stýrt hópi, sem fjallaði um rannsókn- ir á fólki sem ekki getur gefið samþykki sitt byggt á upplýsingum (informed consent). Full- trúi annars vinnuhópsins var Urban Rosenqu- ist dósent frá Svíþjóð, og ræddi hann um ýmis vandamál við faraldsfræðilegar rannsóknir. Undirritaður hafði tekið þátt í þeim vinnuhópi. Talsmaður þriðja vinnuhópsins sem fjallaði um skilgreiningu á rannsóknum var Povl Riis frá Danmörku. Fjórða viðfangsefnið var svo- kallað informed consent sem Christian Borch- grevink prófessor í Osló kynnti. Talsmaður fimmta vinnuhóps, sem fjallaði um mát á áhættu við rannsóknir, var Jens Götrik frá félagi ungra lækna í Danmörku. Eftir hádegi 14. mars var fjallað um ýmis aðkallandi vandamál á sviði læknisfræðilegrar siðfræði. í fyrsta lagi urðu talsverðar umræður um kennslu í medicinskri etík bæði fyrir læknanema, lækna og læknakennara og var talin mikil nauðsyn á því að auka hana og efla. Þá flutti Sverre Lie fyrirlestur um siðfræði- leg vandamál tengd sjúkdómagreiningu á ófæddum börnum (prenatal diagnostic). í þriðja lagi fluttu þeir Jens Daugaard frá Danmörku og Hans Adserballe fyrirlestra um þvingun við læknismeðferð og Erik Enger frá Noregi gerði grein fyrir nýlegum vandamálum þar í landi vegna hungurverkfalls fulltrúa Sama. Kl. 16.00 var ráðstefnugestum boðið til þess að skoða fornfræðisafnið í Moesgárd, en um kvöldið var kvöldverður með hátíðlegum brag. Sunnudagsmorgun var hafist handa á ný og urðu þá allmiklar umræður um það sem kallað hafði verði óleyst vandamál. Umræðurnar snérust um ýmis efni, en ekki síst þó um hversu langt skyldi ganga í að halda lífi í fólki, sem ekki hefur óskað eftir því að lifa lengur, og hvernig meta ætti hvort raunverulegur vilji væri hjá fólkinu að enda líf sitt og hvernig tryggja ætti því tækifæri til að skipta um skoðun. Varð talsverður ágreiningur um það t.d., hvort gefa ætti þeim, sem í hungurverkfalli væru, fæðu eftir að þeir hefðu misst meðvit- und, vegna þess að þá væru þeir ekki lengur færir um að ákveða sjálfstætt, hvort þeir vildu halda áfram hungurverkfalli eða ekki. Seinna á sunnudagsmorgninum var mikil umræða um áframhaldandi samvinnu norrænna læknafélaga um læknisfræðilega siðfræði. Voru allir á því, að slíka samvinnu skyldi efla og skyldi stefnt að því að halda annað slíkt seminar eftir 2 ár. Var minnst á Noreg í því sambandi, en ákvarðanir ekki teknar. Til þess að sjá um slíka samvinnu var ákveðið að koma á fót nefnd læknafélaganna á Norðurlöndum til þess að sjá um og stjórna samvinnunni á þessu sviði. Auk þess yrðu einstakar nefndir trúlega skipaðar til þess að fjalla um ákveðin afmörkuð viðfangsefni. Spurt var hvort íslend- ingar vildu vera með í slíku samstarfi og svaraði undirritaður því til, að áhugi væri af hálfu íslendinga fyrir því að fylgjast eins vel með þessum málum og kostur væri, en orðið gætu fjárhagslegir erfiðleikar fyrir íslendinga að taka fullan þátt í umfangsmiklu samstarfi. Virtist fullur skilningur af annarra hálfu á stöðu íslendinga að þessu leyti, en væntanlega verður fjallað nánar um þessi efni á næsta sameiginlega fundi stjórna læknafélaga á Norð- urlöndum. Pessi fundur var um margt mjög lærdóms- ríkur og á honum voru lögð fram margvísleg skjöl sem undirritaður vill vísa til um frekari upplýsingar.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.