Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 2
miðvikudagur 28. Febrúar 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sýknaður af líkamsárás Maður var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, sýknaður af því að hafa kýlt annan mann í andlitið á Lækjartorgi í ágúst árið 2005. Segir í dómnum að sá sem sakaður var um verknaðinn hafi frá upphafi neitað sök og verið staðfastur í framburði sínum. Á móti hafi vitnisburður þess sem ráðist var á verið nokkuð á reiki. Hann hafði til dæmis sagt fyrrverandi kærustu sína og fleiri hafa verið með sér þegar árásin átti sér stað án þess þó að geta bent lögreglu á vitni. Þá gangrýn- ir dómurinn að einu vitni í málinu hafi verið sýnd mynd af ákærða utan á tímariti en ekki í venjulegri sakbendingu. Sveik út sextán gjafabréf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konu fyrir að hafa svikið 1,2 milljónir króna út af greiðslu- korti sem hún komst yfir. Brotin voru 85 talsins, framin á tæpum mánuði síðasta vor. Í 64 skipti sveik konan vörur og þjónustu út á greiðslukortið. Þar töldu mest 16 gjafabréf sem hún keypti í Kringlunni en þau voru frá tuttugu og upp í sextíu þúsund krónur alls fyrir nærri átta hundruð þúsund krónur. Þá notaði konan kortið til þess að ná reiðufé út úr hraðbanka. Konan játaði brot sitt og sagði þau framin eftir að hún féll eftir sjö ára áfengisbindindi. Refsing hennar var ákveðin fimm mánaða fangelsi en þrír mánuðir voru skilorðsbundnir. „Það má vera að spilavítisþemað sé svalt en krakkarnir mega ekki gleyma því að spilafíkn getur snúist um líf og dauða,“ segir Júlíus Þór Júlíusson, framkvæmdarstjóri Samtaka áhugafólks um spilafíkn á Íslandi, en framhaldsskólinn Flensborg í Hafnarfirði hefur breytt skólanum í spilavíti að hætti Las Vegas. Formaður árshátíðarnefndarinnar, Olga Eir Þórarinsdóttir segir áhersluna ekki vera á spilavítinu heldur glamúrborgina Las Vegas. Samtök áhugafólks um spilafíkn gagnrýna Flensborg fyrir nýstárlegar skreytingar í skólanum. Þegar gengið er inn blasir við spilavíti eins og þau tíðkast í höfuðborg spilavítanna, Las Vegas. Í andyri skólans má finna tvö pókerborð auk heimasmíðaðra spilakassa sem eru þó ekki nothæfir. Auk þess má finna spilapeninga og spil á borðum en svokallaðir vakningardagar eru haldnir hátíðlegir í skólanum þessa vikuna. Meðal þess sem verður í boði á dagskrá hátíðisdaganna er pókerkennsla sem kennari úr skólanum sér sjálfur um. Alvarlegt mál „Það er náttúrulega alvarlegt mál ef verið er að kenna ungmennunum póker í skólanum,“ segir Júlíus Þór Júlíusson, framkvæmdarstjóri Samtaka áhugafólks um spilafíkn (SÁS). Hann segir spilafíkn grafalvarlega en bendir jafnframt á að það sé jákvætt ef málefnið er rætt í samfélaginu. Það sé oft þannig að lítið fari fyrir spilafíkn enda fíknin þess eðlis. Þess vegna segir hann að þema skólans sé frekar byggður á þekkingarleysi þeirra sem skreyta því stundum átti fólk sig ekki á því að spilafíkn er grafalvarlegt vandmál. Sjálfur vakti hann athygli á málefninu síðasta sumar þegar samtökin gerðu sláandi auglýsingu sem sýndu ungan mann svipta sig lífi vegna fíknar sinnar. Landlæknir lagðist gegn auglýsingunni og því var hún aldrei birt í ljósvakamiðlum en hana mátti finna á veraldarvefnum. Þarf meiri fræðslu „Þetta sýnir bara að það þarf meiri og kröftugri fræðslu um spilafíkn á Íslandi,“ segir Júlíus en sjálfur hefur hann verið ötull baráttumaður við að kynna þennan válega sjúkdóm. Hann hefur gert fræðslumyndbönd og með- al annars verður eitt þeirra sýnt í Rík- issjónvarpinu á sunnudaginn næsta í hádeginu. Hann bætir einnig við að það sé kannski kaldhæðnislegt að hann var að setja saman fornvarnapakka varð- andi spilafíkn fyrir Hafnarfjarðarbæ. „Vonandi að það muni hjálpa þeim að átta sig á alvarleika vandans,“ segir Júlíus að lokum. Viljum ekki stuðla að spilafíkn Formaður árshátíðarnefndarinnar, Olga Eir Þórarinsdóttir, segir áhersluna ekki vera spilavítið sem slíkt heldur glamúrborgin Las Vegas, „við skiljum þessi sjónarmið mjög vel, en það er alls ekki hugmyndin að stuðla að fjárhættuspilum enda ekki spilað upp á pening,“ segir Olga en fjárhættuspil eru bönnuð hér á landi. Hún segir allt vera heimasmíðað, þar á meðal spilakassar og spilapeningar. Hún bendir á að þarna megi finna kapellu þar sem rokkkóngurinn sjálfur, Elvis Presley stendur vaktina ásamt öðru sem Las Vegas er þekkt fyrir. Hún segir frekar verið að benda á fáránleikann heldur en glamúrinn enda borgin mjög ýkt umhverfi. Hefði hippahátíð verið betri? „Hvað ef þemað hefði verið hippar? Myndi fólk þá segja að við værum að ýta undir frjálsar ástir og fíkniefnaneyslu?“ spyr Olga Eir en bendir á að hún vilji alls ekki gera lítið úr vandamálum spilafíkla því það sé mjög raunverulegt og alvarlegt mál. Hún segir tilganginn aðeins þann að lífga upp á gráan hversdagsleika skólans og þá sé Las Vegas ansi litrík leið til þess. Að sögn Olgu hefur hugmyndinni verið tekið vel og sé í fullri sátt við skólayfirvöld. Þá mun það einnig vera á dagskrá í vikunni að kenna póker. Kennari skólans mun sjá um kennsluna en aðspurð segir Olga, „nei enginn verður rúinn inn að skinni enda engir spilapeningar þar frekar en annars staðar í skólanum.“ Málverkið Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval er dýrasta verk Íslandssögunnar eftir að það var selt á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Danmörku í gær. Verkið var selt á þrettán hundruð danskar krónur eða á rúmar fimmtán milljónir íslenskra króna og er það margfalt það verð sem fyrirfram var talið að verkið færi á. Gallerí Fold keypti verkið fyrir Íslending og segir Tryggvi Friðriksson, listmunasali í Fold, það hernaðarleyndarmál í umboði hvers verkið var keypt. Tryggvi segir Hvítasunnudag eitt af lykilverkum Kjarvals en málaði það árið 1917. Vitað var af verkinu en ekki var vissa fyrir því hvar það væri. „Þetta þýðir ekki að öll verk Kjarvals hækki, til þess þyrftu fleiri verk að seljast á háu verði,“ segir Tryggvi. Hann segir verk helstu íslensku listamanna eiga að vera mun dýrari. „Við eigum að miða okkur við útlendinga og þau verð sem fást fyrir þeirra verk. Við eigum til dæmis alveg jafn góða listmálara og Danir og eigum ekki að vera með neina minnimáttarkennd.“ Nokkrir buðu í verkið og gleðst Tryggvi yfir því á hversu háu verði verkið seldist. Fimmtán verk eftir Svavar Guðnason voru einnig seld á upp- boðinu, sum hver á margföldu matsverði en um er að ræða litlar vatnslitamyndir. Þær voru flestar metnar á sjötíu til níutíu þúsund krónur íslenskar en nokkrar fóru á yfirverði, ein á um 270 þúsund ís- lenskar krónur.  hrs@dv.is Framkvæmdastjóri Samtaka áhugafólks um spilafíkn, Júlíus Þór Júlíusson, setur spurn- ingarmerki við skreytingar Flenborgarskólans, skólinn hefur verið skreyttur eins og hann sé spilavíti. Formaður árshátíðarnefndar, Olga Eir Þórarinsdóttir, segir ekki ætl- unina að ýta undir spilafíkn. Spilavíti í Skólanum VAlur grEttissOn blaðamaðurskrifar: valur@dv.is Reif í hár leigubílstjóra Kona var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, fundin sek um að hafa rifið í hár og klórað kvenkyns leigubílstjóra, þannig að hún hlaut eymsli og rispur á gagnauga. Ástæða árásarinnar var að leigubílstjórinn vildi ekki lækka í útvarpinu eftir að bílferð konunnar, og manns sem var með henni í för, lauk. Konan neitaði sök en kannaðist við að hafa aðeins kippt í jakka bílstjórans þegar hún hafi hótað að hringja á lögreglu. Fannst konunni líklegt að leigubílstjórinn hafi veitt sér áverkana sjálf í því skyni að kúga af henni fé. Konan var dæmd til að greiða 180 þúsund krónur í ríkissjóð og leigubílstjóranum 100 þúsund. DV lækkar í verði Frá og með fyrsta mars næstkomandi lækkar sölu- verð á DV. Mánudaga til fimmtudaga kostar blaðið 235 krónur en helgarblað 365 krónur. Ástæða verðlækkunarinnar er breyting á lögum um virð- isaukaskatt, nú um mánað- armótin. Hvítasunnudagur Þetta verk kjarvals er dýrasta íslenska verkið en hann málaði það árið1917. Hvítasunnudagur eftir Jóhannes Kjarval: Dýrasta verk Íslandssögunnar „Það er náttúrulega alvarlegt mál ef verið er að kenna ungmennunum póker í skólanum.“ Olga Eir Þórarinsdóttir og Ásta Júlía Elíasdóttir Flensborg eða Las vegas? erfitt er að greina á milli skólabyggingarinnar Flensborgar og glamúrborgarinnar Las vegas þessa daganna. Rann niður gilið Einn árekstur varð á Akureyri í gær. Þar var gríðarlega mikil hálka og dálítill snjór. Að sögn varðstjóra var óhappið lítilsháttar en eiginlega frekar spaugilegt. Ökumaður hafði verið að keyra niður Gilið og svo virðist sem hálkan hafi náð undirtökunum. Bifreiðin rann nokkuð langt þangað til hún skall á annari bifreið í Gilinu. Enginn slasaðist við óhappið og voru skemmdir að sama skapi afar litlar. Að öðru leyti var pollrólegt hjá lögreglunni á Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.