Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 8
Svifryksmengun var skaðleg heilsu á mánudag þegar mengun- in fór yfir heilsuverndarmörk. Þann sólarhringinn mældist mengunin að meðaltali rúm 66 míkrógrömm á rúmmetra en fari mengunin yfir 50 míkrógrömm er hún talin skaðleg heilsu. Í gær var svifrykið mun minna og undir mörkum enda meiri vindur til að hreinsa andrúmsloftið. Svifrykið hefur farið yfir æskileg mörk fimm sinnum á þessu ári en það þýðir að átján dagar eru eftir af kvótanum samkvæmt reglugerð um helstu loftmengandi efni í andrúms- lofti. Á síðasta ári voru dagarnir 29 talsins sem er jafnmikið kvótanum það árið. Fjölda daga sem leyfilegt er að svifrykið sé yfir heilsuvernd- armörkum fer fækkandi ár frá ári og árið 2010 verða þeir ekki nema sjö talsins. Reynslan hefur sýnt að meng- unin hefur oft farið yfir heilsuvernd- armörk í marsmánuði. Þá er önnur hver bifreið á nagladekkjum og götur oft þurrar. Því er æskilegt að fólk geri tilraun til þess að hvíla einkabílinn og nota aðrar leiðir til þess að kom- ast á milli staða. hrs@dv.is miðvikudagur 28. Febrúar 20078 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Svifryk má fara yfir æskileg mörk 23 daga á ári: Átján dagar eftir af kvótanum Svifryk Þegar svifryksmengun er mikil er hún oft vel sýnileg. DV-mynd Stefán Óróleikinn yfir meðallagi Jón Kristjánsson þingforseti mátti hafa sig allan við að hafa hemil á þing- mönnum við upp- haf þingfundar í gær. Hann sló á köflum ótt og títt í bjöllu sína til að hafa taumhald á þingmönnum en með misjöfnum árangri. „For- seti vill enn og aftur beina því til þingmanna að óróleikinn er fyrir ofan meðallag,“ sagði Jón þegar hann áminnti þingmenn um að gjamma ekki fram í þegar aðrir þingmenn væru í ræðustól. Óró- ann mátti meðal annars rekja til umræðna um jafnréttismál og hvort vinstri græn væru reiðubúin að svíkja hugsjónir fyrir stjórn- arsetu. Vinstri græn að selja sig Ólafur Níels Eiríksson, vara- þingmaður Framsóknarflokks- ins, spurði við upphaf þingfund- ar hvaða málefni vinstri græn væru reiðubúin að selja í skiptum fyrir sæti í ríkisstjórn. Hann lagði út af orðum Steingríms J. Sigfússonar, for- manns Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, á flokksþingi um að flokkurinn myndi selja sig dýrt í stjórnarmyndun án þess að vilja útiloka ákveðið samstarf. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra sagði Vinstri-græn og Samfylk- ingu sleikja Sjálfstæðisflokkinn upp. „Það er stórkostleg gaman- semi hjá heilbrigðisráðherra að koma hingað upp og kvarta und- an því að aðrir stjórnmálaflokk- ar tali of hlýlega um Sjálfstæðis- flokkinn, stórkostleg gamansemi,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg Nokkur skjálftavirkni mælist nú um 65 kílómetra suðvestur af Reykjanesi. Stærstu skjálftarnir mældust um fjórir á Richter, í fyrrinótt. „Það kom svona hálftíma skjálftapúst um eftirmiðdag- inn í gær. Þetta er eldvirkt svæði þannig að það hvarflar að manni að það sé einhver kvikuhreyfing í gangi. Það mælist ekki gosórói á svæðinu þannig að við erum nokkuð viss um að það er ekki byrjað að gjósa,“ segir Steinunn Jak- obsdóttir á Veðurstofu Íslands. Einhver mesta byggðaröskun Íslands- sögunnar hefur átt sér stað á tólf ára valdatíma Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks sagði þingmaður Sam- fylkingar á þingi í gær. Hún spurði hvort sinnuleysi, viljaleysi eða getu- leysi væri um að kenna. „Hér eru stór landsvæði þar sem heilu byggðarlögin hanga á blá- riminni,“ sagði Anna Kristín Gunn- arsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar. Hún sagði að jafnvel landshlutakjarnar eins og Ísafjörður færu ekki varhluta af hnignun lands- byggðarinnar þótt höfuðáhersla væri lögð á að styrkja þá. Þetta sagði hún sýna sig í því að Marel hefði ný- lega lokað starfsstöð sinni þar. Jafn- framt sagðist hún hafa heimildir fyr- ir því að fleiri válegra tíðinda væri að vænta í atvinnumálum á þessum slóðum. „Ætli það hafi eitthvað með van- rækslu Sjálfstæðisflokksins í sam- göngumálum að gera?“ spurði Anna Kristín þegar hún velti fyrir sér ástæð- um þess að landsbyggðinni hrak- aði. Hún sagði sjálfstæðismenn hafa svikið kosningaloforð um samgöngu- bætur og það ásamt öðru græfi und- an möguleikum minni byggðarlaga á landsbyggðinni. Viðvarandi verkefni Aðgerðir í byggðamálum eru ekki áhlaupaverk heldur viðvarandi verk- efni, sagði Jón Sigurðsson, ráðherra byggðamála. Hann sagði rétt að hafa í huga að það væri ekki fyrir aðgerð- ir stjórnvalda sem landsbyggðin gæfi eftir. Ástæðan væri sú að atvinnan byggði víða á frumatvinnugreinum þar sem tæknivæðing væri í fullum gangi og samhliða því fækkaði störf- um. „Það er mikill misskilningur að meta vaxtarsamninga aðeins eftir þeim fjárframlögum sem koma úr rík- issjóði,“ svaraði Jón gagnrýni á vaxt- arsamninga við svæði á landsbyggð- inni. Hvort tveggja væri að fleiri aðilar legðu fram fé og eins væru mörg og umfangsmikil verkefni í gangi til að styrkja landsbyggðina. Engu fylgt eftir „Íbúum Ísafjarðar hefur verið talin trú um að þeir væru landshlutakjarni. Því hefur engan veginn verið fylgt eft- ir,“ sagði Jón Bjarnason, þingmaður vinstri grænna og gagnrýndi byggða- stefnu stjórnvalda. Hann gagnrýndi sérstaklega að ekki hefði verið staðið við loforð um jöfnun flutningskostn- aðar. Samgönguáætlun miðar að því að styrkja hinar dreifðu byggðir, sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokks. „Það hef- ur aldrei verið lagt jafn mikið í sam- göngumál, þrátt fyrir orð háttvirts þingmanns Önnu Kristínar áðan.“ Frjálslyndi þingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson sagði aðgerða þörf. „Við trúum því að það sé ekki yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að fækka fólki á landsbyggðinni og fjölga því á höfuðborgarsvæðinu.“ Byggðunum blæðir út „Staðan er sú að fólki hefur ver- ið að fækka víðsvegar um landið og ekki síst í þeim jaðarbyggðum sem hér var komið inn á í framsögu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingarinnar. Hún sagði tekjugrunn sveitarfélaganna hrynja, fyrirtækin leggja upp laupana og hagvöxtur hefði verið neikvæður á landsbyggðinni. „Þessum byggðum blæðir út. Þeim blæðir út.“ Stjórnarandstæðingar gagnrýndu stjórnvöld harðlega fyrir að hafa brugðist algjörlega í byggðamálum. Frammistaðan hefur aldrei verið verri en nú sagði formaður vinstri grænna og þingmaður Samfylkingarinnar sagði ráðherra ríkisstjórnarinnar ekki ráða við verkefni sín í byggðamálum. Heilu byggðarlögin Hanga á bláriminni BRYNJÓLFUR Þ. GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is „Þessum byggðum blæðir út. Þeim blæðir út.“ rannsaka fækkun sjófugla Sjófuglum á Breiðafirði hefur fækkað að sögn Róberts Stef- ánssonar forstöðumanns Nátt- úrustofu Vesturlands. Breiða- fjarðarnefnd óskað eftir því að Náttúrufræðistofnun Íslands og fleiri aðilar setjist niður og geri áætlun um rannsóknir vegna þessa. „Við leituðum eftir styrk frá umhverfisráðuneyti til þess að rannska þetta en var hafnað. Það blasir við að þessum fugl- um hefur fækkað. Það þarf að rannsaka þetta vandlega,“ segir Róbert. Byggðir í hættu Þingmenn gagnrýndu harkalega hvernig stjórnvöld hefðu staðið að byggðamálum. afraksturinn var sagður verri en nokkru sinni fyrr. Varað við hlutabréfum Undanfarið hafa borist til- kynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu um að verið sé að hringja í fólk fyr- irvaralaust erlendis frá og bjóða fram hag- stæð kaup á hlutabréfum í er- lendum fyrirtækjum. Lögreglan telur rétt að vara við að taka þátt í öllum slíkum við- skiptum enda hafa komið upp tilvik þar sem tapast hafa millj- ónir króna er menn hafa látið blekkjast. Skemmst er að minn- ast nígeríupóstanna svokölluðu en þar urðu einstaklingar fyrir verulegu fjártjóni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.