Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 12
miðvikudagur 28. Febrúar 200712 Fréttir DV
vorsókn í AfgAnistAn
Yfirmenn herliðs NATO í Afganistan
vita að þegar snjóa leysir í fjöllum með
vorinu sækja andspyrnuliðar og hryðju-
verkamenn í sig veðrið. Beggja vegna
víglínunnar búa menn sig undir sókn í
suðurhluta landsins, þar sem uppreisn-
armenn flakka hindrunarlítið yfir landa-
mærin milli Afganistans og Pakistans.
Hert landamæravarsla á löngum
og eftirlitslitlum landamærum
Pakistans og Afganistans var eitt
af helstu umræðuefnunum þeg-
ar Dick Cheney fundaði með for-
setum landanna hvorum í sínu
lagi í gær og fyrradag. Suðaust-
urhéruð Afganistans, sem liggja
að Pakistan, eru órólegustu upp-
reisnarsvæði landsins. Landa-
mæri landanna eru tæplega 2.400
kílómetra löng og liggja um strjál-
býl fjöll í norðri og eyðimerkur í
suðri. Hryðjuverkamennirnir virð-
ast sérstaklega eiga góð samskipti
við Balúka, sem búa í – og telja sig
eiga – stærsta hérað Pakistans, í
vesturhlutanum sem liggur að Af-
ganistan.
Frjálst flæði uppreisnarmanna
og vopna streymir yfir landamær-
in. Afganskir talibanar sækja í
skjólið Pakistans-megin og launa
sjálfstæðissinnuðum Balúkum
með vopnum og peningum, að
sögn pakistanskra yfirvalda. Meiri-
hlutanum af afgönsku ópíumi er
einnig smyglað út úr landi í gegn-
um eyðimerkur Balúkistans.
Bretar og Bandaríkja-
menn fjölga
Síðasta ár var það alblóðugasta
síðan bandamenn réðust inn í Af-
ganistan árið 2001, til að steypa
talibönum af stóli og hafa uppi á
Osama bin Laden. Áhyggjur af því
að herlið NATO ráði ekki við sí-
versnandi stöðuna í landinu urðu
til þess að aðildarþjóðirnar voru
eggjaðar til að senda liðsstyrk til
landsins.
Bretar senda á næstu mánuð-
um 1.400 hermenn til Afganist-
ans, til viðbótar við þá 6.300 sem
eru þar fyrir og Bandaríkjamenn
sögðu fyrr í mánuðinum að þeir
myndu fjölga í herliðinu um 3.200.
Varnarmálaráðherra Bretlands,
Des Browne, sagði í fyrradag að
hinn valkosturinn; að fjölga ekki
í Afganistan, væri óásættanlegur,
bæði fyrir Afganistan og fyrir öryggi
Breta. „Ég hef ítrekað sagt að það
er engin einföld hernaðarleg lausn
á vandamálum Afganistans. En ef
við getum ekki hjálpað fólkinu að
finna öryggi og sannfært það um
að lýðræðislega kjörin stjórn, með
okkar aðstoð, muni sigra talibana,
þá eigum við á hættu að missa allt
sem hefur áunnist í Afganistan.“
Hik hjá NATO-ríkjum
Flestar aðrar NATO-þjóðir hafa
hins vegar haldið að sér höndum,
Bretum og Bandaríkjamönnum til
mikilla vonbrigða. Á nýlegum ráð-
herrafundi NATO í Riga í Lettlandi
var mest rætt um skilyrði sem
þjóðir vildu setja fyrir eigin her-
menn, til þess að tryggja að þeirra
eigin þegnar yrðu ekki sendir í
hættulegustu verkefnin.
15–16 Íslendingar eru nú í Af-
ganistan eða á leiðinni þangað
innan mánaðar. Valgerður Sverr-
isdóttir, utanríkisráðherra, hefur
lýst því yfir að hún vilji fjölga enn
frekar í liðinu þannig að seinni
hlutann af árinu gætu verið 20–25
íslenskir friðargæsluliðar í Afgan-
istan. Íslendingarnir eru þó ekki
á átakasvæðunum í Afganistan,
heldur á flugvellinum í Kabúl og í
norðurhluta Afganistans.
„Ég hef ítrekað sagt
að það er engin ein-
föld hernaðarleg
lausn á vandamálum
Afganistans. En ef við
getum ekki hjálpað
fólkinu að finna ör-
yggi og sannfært það
um að lýðræðislega
kjörin stjórn, með
okkar aðstoð, muni
sigra talibana, þá
eigum við á hættu að
missa allt sem hefur
áunnist í Afganistan.“
Herdís sigurgrímsdóTTir
blaðamaður skrifar: herdis@dv.is
Hermaður og úlfaldahirðir
Nýlega var fækkað í herliði breta í Írak,
meðal annars til þess að senda mætti fleiri
breska hermenn til Suður-afganistans.
bandaríkjamenn munu einnig fjölga
hermönnum, en flest önnur NaTO-ríki hika.