Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 19
DV Umræða miðvikudagur 28. Febrúar 2007 19 Endurfundir í miðborginni! Fallegar innréttingar og fullkomin staðsetning Iðusala, í Lækjargötunni, gerir þessa tvo sali sem um ræðir að einum vinsælustu veislusölum borgarinnar. Salirnir rúma 250 manns í sæti eða 400 manns í standandi boði. Lídó er glæsilegur nýr veislusalur sem byggir á klassísk- um grunni Versala, upplagður fyrir stærri hópa til að koma saman og fagna. Aðstaða er fyrir 300 manns í borðhald og yfir 500 manns í standandi boði. Veisluþjónustan okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fagmönnum. Við sjáum til þess að veislan verði eins og þú vilt hafa hana: Ykkar ánægja er okkar markmið. Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn! Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Er kominn tími á endurfundi hjá þínum árgangi? Veislukompaníið býður glæsilega veislusali með öllum tæknibúnaði og fyrsta flokks veisluþjónustu í hjarta borgarinnar. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A Í frjálsu þjóðfélagi er stundum erfitt að hafa áhrif á þjóðfélagsumræðuna, flest týnist mergðinni og erfitt að ná athygli þegar allt glepur, eitthvað sem nafnlaus bréfa- skrifari þarf ekki að kvarta yfir. Þó að bréfið hafi verið sent til örfárra, vita allir af því og flestir innihaldið. Í þetta skiptið stóðu fjölmiðlar styrkir á verðinum, enda ekkert nýtt að fá nafnlaus bréf með svívirðingum og dylgjum um menn og málefni, allir sem einn hentu því í ruslakörf- una. En hvers vegna þá er nafnlaust bréf með Gróusögum um dómstóla Íslands, skrifað af einhverjum sem er ekki ánægður vegna dómsúrskurða í sérstöku máli orðið eitt mesta fréttaefni ársins. Jú, vegna þess að saksóknari í málinu boðaði til fund- ar í þeim eina tilgangi að því er virðist að kynna bréfið fyrir alþjóð, eða hvað annað hafði saksóknari í huga? Saksóknari er varla svo óreyndur að vita ekki að nafn- laus bréf með aðdróttunum eru aðeins það, nafnlaus bréf með aðdróttunum, eingöngu ef þau eru tekin alvarlega að þau ná tilgangi sínum og það sem saksóknari gerði, hann sem gaf bréfinu vængi. Utan frá séð mætti halda að bréfið hafi endað í rusla- körfunni og saksóknari ekki ánægður, hann sammála bréfinu og viljað að það kæmist í hámæli. Ef svo var þá tókst það. En þar með tel ég að hann eigi að láta af embætti saksóknara í viðkomandi máli. Skýringar hans ganga bara ekki upp, að hægt sé að lesa úr bréfinu óvild á ákæruvaldinu. Ég hef lesið bréfið og lítið um ákæruvaldið í því og það sem er, því vilhallt. Í bréfinu segir meðal annars:“...Hitt er alveg ljóst að þessi ákæra var ekki verr úr garði gerð en fjöldi ákæruskjala sem lögð hafa verið fyrir dómstóla...“. Og seinna: „.....Sak- sóknari hefur margra ára reynslu í þessu og hafa menn haft fregnir að því að hann hafi borið ákæruna undir kol- lega sína á Norðurlöndum áður en að hún var lögð fram. Engin þeirra mun hafa fundið að henni.....“ Og síðan um úrskurðað á vanhæfni Haraldar Johannessen ríkislög- reglustjóra vegna orða hans: „....Ummælin voru hvort tveggja algerlega saklaus og að auki þess efnis að eng- in rök voru til að tengja þau rannsókn skattamálsins....“. Lítið annað um ákæruvaldið í bréfinu, mest ásakanir á hendur dómsvaldinu og svívirðingar um einstaka dóm- ara. Þess vegna hljóta orð saksóknara sem voru ekki rétt að vekja grun um að hann hafi haft annað í huga en að fordæma bréfið. ingimundur kjarval Bóndi skrifar kýringar hans ganga bara ekki upp, að hægt sé að lesa úr bréfinu óvild á ákæruvaldinu. Nafnlaust bréf um baugsmálið Múslimar í Árósum vilja áhrif í skólum og á vinnustöðum Ómögulegar viðræður Leiðari Jyllandsposten, Árósum, danmörku. 28. febrúar 2007. Viðræðum getur maður ekki hafnað. Menn geta í það minnsta talað saman, burtséð frá því hversu ósammála menn eru. Og þó! Það fer algjörlega eftir kröf- unum. Þær geta verið svo fráleitar að viðræður séu ómögulegar þannig að viðmiðum og tillögum verður að hafna. ... Ef við hefðum til dæmis verið spurð fyrir fimm árum síðan, hvort við ættum að ræða bein áhrif presta og ímama á uppeldisfræði og hvers- dagslíf á leikskólum, skólum og vinnustöðum, þá hefðum við hrist hausinn. Í dag er þetta rætt í fullri al- vöru í nafni viðræðna og umburðar- lyndis. ... Það er kominn tími til að slá því föstu að það eru ímamarnir og trú- bræður þeirra af dönskum eða er- lendum uppruna sem verða að að- laga sig að hinu veraldlega samfélagi og viðteknum lýðræðislegum lög- um sem hér gilda - ekki öfugt. Það er kominn tími til að slá því föstu að trúin hvorki getur né má nokkurn tíma ýta til hliðar gildandi veraldleg- um lögum og reglum. Tillagan mun varla heldur hjálpa hófsömum múslimum að aðlagast. Það mun eingöngu styrkja trúaröfl sem þegar eru öflug. Danmörk er ekki fjölmenningar- legt samfélag. Við höfum einsleita menningu, sem hefur fyrst og fremst rætur í kristni og upplýsingu og við höfum langa hefð fyrir umburðar- lyndi fyrir þeim sem hafa aðra trú. Allir mega tilbiðja þann guð sem þeim þóknast, svo lengi sem það kemur ekki niður á öðrum. Vegna þess að við álítum trúna vera einka- mál. Í samskiptum okkar við íslam höf- um við hitt fyrir trúarlög og nokkrir af þeim sem játa þessa trú krefjast þess nú að fá sérstök menningarleg rétt- indi. Við megum ekki beygja okkur fyrir því. Og við munum heldur ekki sætta okkur við málamiðlanir þegar málið snýst um okkar mikilvægustu menningarviðmið. Fórnum ekki menningunni fyrir trú Leiðari berlingske Tidende, kaupmannahöfn, danmörku. 28. febrúar 2007.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.