Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 21
DV Menning Veisla í leikhúsum borgarinnar Það er fátt notalegra en að fá að gleyma raunveruleikanum eina kvöldstund eða svo, setjast í þægilegt sæti í rökkvuðu leikhúsi og fá tækifæri til þess að hverfa inn í annan og framandi heim. Næstu vikurnar gefast mörg gullin tækifæri til þess. Fyrir utan fjölbreytta dagskrá Þjóðleikhúss, Borgarleikhúss og ótal annarra starfandi leikhúsa í Reykjavík gefst tækifæri til þess að sjá spennandi sýningar, íslenskar sem erlendar, á vegum hátíðarinnar Franskt vor á Íslandi. Fyrir 15 árum bað bæjarstjór- inn í Reykjanesbæ Höllu Har að taka á móti hópi eiginkvenna nokkurra yfirmanna af Vellinum og aðstoða þær við að setja upp sýningu. Þessi einfalda beiðni, sem hún varð fúslega við, vatt upp á sig og fyrr en varði var hún sjálf farin að halda sýningar þar. „Og eitt leiddi af öðru og ég aðstoð- aði þær við að setja upp sýningar fjölmargra listamanna og hef ég á hverju ári síðan verið stuðningsað- ili og hjálpað þeim að finna lista- menn og setja upp sýningar. Þetta fólk varð heimagangar á heim- ili mínu og leynt og ljóst studdi ég við menninguna innan vallar- svæðisins. Ég leyfi mér að vona að framlag mitt hafi veitt lit í þessa veröld sem er okkur Íslendingum annars svo framandi. Á þeim tíma komst ég í kynni við næstæðsta yfirmann Varnarliðsins og konu hans og þau fengu mikinn áhuga á þessu bjástri mínu. Þau komu oft til mín og skoðuðu verkin mín og ákváðu að lokum að setja upp eig- ið gallerí.“ Það er að undirlagi þessara hjóna sem Halla Har tekur þátt í ArtExpo2007. „Ég verð með tíu málverk á sýningunni auk smá- mynda og eftir að listakaupstefn- unni lýkur verða verkin send til Virginíu þar sem þau verða sýnd í galleríi þeirra hjóna, Fire and Ice. Þannig að þessi verk koma ekki heim aftur.“ Listnám Höllu Har hófst í Myndlistar- og handíðaskóla Ís- lands þegar hún var sextán ára að aldri.“ Ég var tvö ár í læri hjá Erró en tók mér svo hlé. Seinna fór ég í kennaradeildina. Síðan þá hef ég unnið og alltaf haft nóg að gera. Og einhverra hluta hafa verk mín allt- af selst. Ég hef aldrei elst við gagn- rýnendur og læt ekkert hafa áhrif á mína listsköpun nema gleði.“ Halla Har stundaði nám í Danmörku í tvö ár og síðar glerlist í Þýskalandi og skarta margar kirkjur steindum gluggum sem Halla hefur unnið; Hveragerðiskirkja, Selfosskirkja og Valþjófsstaðakirkja. „Ég hef unnið mikið úr steindu gleri og auk gler- listaverka fyrir kirkjur hef ég unn- ið glugga fyrir Hitaveitu Keflavík- ur og Bæjarskrifstofurnar og víðar, ég hef einnig tekið þátt í stórum kaupstefnum af þeim toga.“ Halla Har var kosin Bæjar- listamaður Keflavíkur 1993 fyrst kvenna og hefur haldið marg- ar sýningar hérna heima, síðast tók hún þátt í myndlistarsýningu á Ljósanótt í fyrra. „Ég seldi nær allar myndirnar og síðan hef ég unnið baki brotnu við að að vinna myndir fyrir Ameríkuferðina. Þetta eru allt fantasíumyndir og þetta hefur verið gríðarleg vinna.“ Þrátt fyrir hvað margir kynnu að halda er í raun ekkert undar- legt að Halla Har, sem verður 73 ára í haust, skuli taka þátt í svona stóru verkefni. Bára, tengdadótt- ir Höllu Har, segir hana enda enga venjulega konu. „Halla Har er eng- in venjuleg kona og við fjölskyldan hennar erum mjög stolt af henni. Hún er einfaldlega frábær kona og ég mun standa stolt við hlið henn- ar á sýningunni. Hún er ótrúlega sæt kona sem er ekki hrædd við að lifa lífinu lifandi. Hún er nýflutt frá Keflavík í nýtt húsnæði í Garðabæ og í kjölfarið umturnaði hún stíln- um á heimilinu. Það þykir mér ákaflega sérstakt af svo fullorðinni konu og er dæmigert fyrir Höllu, þá sterku og ákveðnu manneskju.“ Halla Har segir að það sé hollt að venda kvæði sínu í kross. “Mál- verkin mín breyttust um svipað leyti og húsnæðið og ég er farin að gera meira af því að mála ab- straktmyndir. Nýja íbúðin er mál- uð í ljósum og léttum lit og þar ríkir svolítill minimalismi. Ég hef alltaf haft þörf fyrir breytingar og ég hef engan tíma til þess að leggj- ast í kör.” kolbeinn@dv.is Býr yfir meiri yngra fólk Eitt verka Höllu Har Halla Har á heimili sínu í Garðabæ „Á þeim tíma komst ég í kynni við næst- æðsta yfirmann Varn- arliðsins og konu hans og þau fengu mikinn áhuga á þessu bjástri mínu. Þau komu oft til mín og skoðuðu verkin mín.“ Halla Har myndlistarkona stendur í ströngu þessa dagana. Nú í morgun fór hún ásamt tengdadætrum sínum Báru og Unni til New York. Tilefnið er listakaupstefnan ArtExpo2007 sem hefst á morgun. ArtExpo er ein stærsta og virtasta listakaupstefna í heiminum.Myndlist DagBlaðiðVísir! orku en margt SÖLUMAÐUR F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð DV vex og leitar að duglegum sölumanni í auglýsingasölu. Umsóknir sendist á auglysingar@dv.is Frekari upplýsingar fást með því að hringja í 512 7040 eða senda póst á auglysingar@dv.is merkt “Sölumaður” Viðkomand i þarf að hafa frumkvæði, ríka þjónustu- lund og vera jákvæður. Brautarholti 26 - 105 Reykjavík 512 7000 dv@dv.is PRÓFARKALESARI F R J Á L S T , Ó H Á Ð D A G B L A Ð DV vex og vill ráða ráða prófarkalesara í fullt starf Umsóknir sendist á próförk@dv.is Frekari upplýsingar fást með því að hringja í 512 7000 eða senda póst á profork@dv.is merkt “Próförk” Við leitum að samviskusömum einstaklingi sem á gott með að vinna undir álagi. Brautarholti 26 - 105 Reykjavík 512 7000 dv@dv.is Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.