Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 27
Hljómsveitin Sigur Rós samdi tónlist ásamt Radiohead fyrir dansverk í Miami. Sigur Rós hefur verið á ferðinni í Bandaríkjunum upp á síðkastið, því nýlega lék sveitin einnig á styrktartónleikum fyrir frelsi Tíbet, ásamt fjölmörgum heimsfrægum listamönnum: DV Bíó miðvikudagur 28. Febrúar 2007 27 Dagblaðið Vísir says: Hæ? maggi, Búdrýgindi says: hæbbsí Dagblaðið Vísir says: Hvernig hefurðu það? maggi, Búdrýgindi says: ég er afar ferskur þessa stundina Dagblaðið Vísir says: Ok, er eitthvað að frétta? maggi, Búdrýgindi says: já það er ansi margt að frétta þessa dagana Dagblaðið Vísir says: Eins og hvað? maggi, Búdrýgindi says: eftir nokkra mánuði af engu, erum við í Búdrýgindi að fara að hrista af okkur slenið og skella okkur í stúdíó og hamra nokkra hittara Dagblaðið Vísir says: Já, ok, og á að gefa út aðra plötu? maggi, Búdrýgindi says: já það er stefnan að næla okkur í samning með þessum lögum og fleiri til og koma út plötu sem allra fyrst Dagblaðið Vísir says: Frábært. En hvernig var það eiginlega, sagan hermdi að þið ætluðuð út til útlanda að meika það? maggi, Búdrýgindi says: já það er líka á dagskránni, erum að peppa uppá myspace-ið okkar fyrir útlönd og redda okkur kon- töktum og svona. maggi, Búdrýgindi says: www.myspace.com/budrygindi Dagblaðið Vísir says: Ekki spurning. Ertu eitthvað í kellingunum? maggi, Búdrýgindi says: ég er alltaf eitthvað í þeim Dagblaðið Vísir says: Það er ekki að spyrja að því. Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? maggi, Búdrýgindi says: ég er að læra að fljúga og hef ætl- að að vera flugmaður síðan ég lærði að hugsa. Núna er ég hins- vegar töskutæknir í hlaðdeild- inni, en hlaðdeildin á einmitt eft- ir að taka yfir Ísland á næstunni. Dagblaðið Vísir says: OK. Ertu mikið á MSN? maggi, Búdrýgindi says: ég er allan daginn á MSN að reyna við stelpur. Þannig er það bara. Dagblaðið Vísir says: Heyrðu, þú ert frábær, gangi þér vel. maggi, Búdrýgindi says: takk, þú ert líka toppdagblað. MSN Spjallið Magnús Ágústsson söngvari búdrýginda Astrópía í ágúst Kvikmyndin Astrópía með Ragnhildi Steinunni í aðalhlutverki verður frumsýnd í ágúst: Eftirvinnsla á myndinni Astró_ pía er nú í fullum gangi og er stefnt á að frumsýna hana í ágúst næstkom- andi. Myndin skartar þáttagerðar- konunni og fegurðardrottningunni Ragnhildi Steinunni Jónsdóttir í að- alhlutverki og fjallar um stelpu sem flækist óvænt inn í heim ævintýra. Ný stikla úr myndinni er væntan- leg í kvikmyndahús og sjónvarp eftir tvær vikur en fyrri stiklan sem skart- ar Sverri Þór Sverrissyni hefur vakið þó nokkra athygli. Í stiklunni reynir hann að sannfæra ungan dreng um að hann sé á besta aldri til að horfa á hryllingsmyndir. Það er Kisi ehf sem framleiðir myndina. Kisi hef- ur til dæmis gert myndirnar Strák- arnir okkar, Íslenski draumurinn og 101 Reykjavík. Kisi ehf hefur nú hafið vinnu við næstu mynd sína sem mun bera nafnið RWWM, eða Reykjavík Wale Watching Massacre. Henni er lýst á heimsíðunni kisi.is sem blöndu af upprunalegu Texas Chainsaw Massacre og Blairwitch Project sameinað með húmornum úr Evil Dead. En allt eru þetta þekkt- ar hrollvekjur. RWWM segir frá hópi hvalaskoðenda sem festast á sjó þegar bátur þeirra bilar. Hvalveiði- skip kemur þeim þá til bjargar en áhöfnin á skipinu er ekki öll þar sem hún er séð. asgeir@dv.is Astrópía framleidd af Kisa ehf Sem vinnur nú að gerð hryllingsmyndar- innar rWWm Ragnhildur Steinunn Leikur Hildi í astrópíu sem sýnd er í ágúst Fréttasíðan Sun-sentinel í Flór- ída greindi frá því í vikunni að hljómsveitin Sigur Rós hefði í sam- starfi við bresku hljómsveitina Rad- iohead samið tónlistina fyrir dansa- og söngvaverkið Split Sides sem frumsýnt var á sunnudaginn í Carn- ivan Center‘s Ziff Ballet húsinu í Miami á Flórída. Drengirnir í Sigur Rós létu sér ekki nægja að semja tónlistina fyrir verkið, heldur segir vefmiðillinn frá því að sveitin hafi látið smíða sér- stök hljóðfæri við tilefnið. Hljóð- færin sem sveitin notaðist við hafa ekki fengið formleg heiti, en meðal hljóðfæra sem notuðu voru, voru stórt og mikið ásláttursverk, tengt við hljóðnema og eins konar kassar sem innihéldu gangverk píanós og spiluðust bæði áfram og afturábak. Að auki notaðist sveitin við nokkur rafræn hljóðfæri og sílafón sem Jón Þór Birgisson söngvari sveitarinn- ar spilaði á með hinum kunnuglega fiðluboga. Sigur Rós lék tónlistina sjálf undir á frumsýningu dansverksins, sem er hluti af Merce in Miami listahátíð- inni sem fram fer þar í borg. Hljóm- sveitin Radiohead lék þó ekki með á frumsýningunni. Þema verkefnisins gekk að sögn vefsíðunnar út á sam- starf hljómsveitanna tveggja, því Sig- ur Rós samdi 20 mínútur af tónlist á móti Radiohead sem samdi aðrar 20 mínútur af tónlist, líkt og um a og b hlið á vínylplötu væri að ræða. Sýn- ingin þótti heppnast afar vel og var haft eftir sýningargesti að falsettu- söngur Jónsa hefði einna helst líkst geimveru að syngja óperu. Hljómsveitin hefur verið á ferða- lagi í Bandaríkjunum síðustu vik- ur, nýlega lék Sigur Rós á árlegum styrktartónleikum fyrir frelsisbar- áttu Tíbeta, sem fram fóru í Carn- egie Hall í New York. Meðal annarra sem komu fram á tónleikunum voru Ray Davies, Patti Smith og Lou Reed. Hljómsveitin mun halda vestur um haf í apríl á nýjan leik, þar sem hún mun koma fram á Coachella-hátíð- inni í Kaliforníu. valgeir@dv.is SÖMDU TÓNVERK OG SMÍÐUÐU NÝ HLJÓÐFÆRI SiguR RóS Samdi tónverk með radiohead.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.