Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 30
miðvikudagur 28. Febrúar 200730 Síðast en ekki síst DV Yfirborðskannanir Mér finnst of mikið af yfirborðs- könnunum á fylgi flokkanna á landsvísu. Þær eru ódýrar, en segja lítið um horfur í ein- stökum kjördæmum. Ég veit, að fylgi Framsóknar er lítið á lands- vísu, en það segir mér ekki, hvort Jón Sigurðsson kemst líklega eða tæplega að í Reykjavík eða Guðni Ágústsson á Suðurlandi. Ég veit, að fylgi vinstri grænna er mikið á landsvísu, en það segir mér ekki, hvort Guðfríður Lilja Grétarsdótt- ir kemst líklega eða tæplega að í Kraganum. Grunnfylgi og sveiflu- fylgi flokkanna er misjafnt eftir kjör- dæmum. Samt ná kannanir nánast aldrei til kjördæmanna. Forgangsröðun Við getum ekki út- rýmt vandamálum, aðeins reynt að halda þeim í skefj- um. Við útrýmum ekki fátækt, fíkni- efnum, heilsuleysi. Við reynum að fást við þau í samræmi við sameiginlegt fé, sem er til ráðstöfunar. Við verðum að velja og hafna. Sumar aðferðir í baráttu við sjúkdóma eru svo dýrar, að þær mundu taka fé frá öðrum leiðum. Til dæmis eru sum lyf svo dýr, að þau taka fé frá viðureign við sjúkdóma með öðrum lyfjum. Við erum alltaf að skammta. Við sjáum það á biðlistum. Til dæmis bið eftir stálkúlum í mjöðm. Við þurfum að forgangsraða, en höfum ekki manndóm til að viðurkenna það. Vinstri grænt blað Mest allra dagblaða hefur Morg- unblaðið breytzt und- anfarna mánuði. Það er farið að birta fréttaljós og skýringar á for- síðu. Nú er hægt að lesa forsíðuna. Í leiðurum blaðsins er pólitískur armur blaðsins hvattur til að kúvenda. Blaðið vill, að Sjálf- stæðisflokkurinn gerist skyndilega grænn og vinstri sinnaður. Í einu og sama tölublaðinu heimtar blaðið græna stefnu Birgis Kjaran og að Ögmundi Jónassyni verði falið að hafa forustu um að útrýma fátækt. Hagur flokksins hefur löngum verið blaðinu kær. Og nú sér það þann kost vænstan, að flokkurinn gerist vinstri grænn. jonas@hestur.is að lokum Í dagsins önn 7 14 4 7 5 4 7 4 43 47 2 2 4 4 02 4 12 7 7 19 4 4 4 7 47 3 1 3 4 3 2 0 1 31 veðrið ritstjorn@dv.is FöstudagurFimmtudagur Febrúarsólskinið tvöfalt í reykjavík “Það eru ýmsir sem hafa haft á orði við mig að sólin hafi skinið nánast látlaust nú síðari hluta febrúarmánað- ar á suðvesturlandi. Slíkt má alveg til sanns vegar færa og sólarljósið hefur líka verið alveg sérstaklega bjart síðsutu dagana,” segir einar Svein- björnsson veðurfræðingur á bloggi sínu. Hann segir að í reykjavík megi að jafnaði vænta um 52 sólskins- stunda í febrúar miðað við meðaltalið 1961-1990. Síðustu fjóra vetur hefur febrúarsólskinið ekki verið fjarri þeirri tölu. “Nú bregður hins vegar svo við að sólskinsstundir eru nú þegar tvöfalt fleiri en í meðalári og gott betur en það, því þær eru orðnar 117 talsins”. einar segir að líkast til þurfi að fara ein 60 ár til baka til að finna sólríkari febrúar en nú í reykjavík. Árið 1947 mældust sólskinsstundir hvorki fleiri né færri en 158. Heimild: eSv.blog.iS Hollywood stjarnan Vin Diesel er líklega á leið til Íslands á næstu vikum, ásamt starfsliði kvikmynd- arinnar Babylon A.D. Framleiðsla myndarinnar stendur nú sem hæst og hafa viðræður við kvikmynda- framleiðslufyrirtækið Pegasus staðið yfir undanfarnar vikur um að atriði úr myndinni verði tekin upp hér á landi, þetta staðfesti Snorri Þórisson framkvæmdastjóri Pegasus í samtali við DV. Kvikmyndin gerist framtíðinni og er sögusvið hennar Kína og Rúss- landi. Myndin fjallar um málaliða sem Diesel leikur, sem tekur að sér að fylgja konu frá Rússlandi til Kína. Í ljós kemur að konan er eftirsótt af sértrúarsöfnuði sem hefur í hyggju að nota líffæri úr henni til þess að skapa erfðabreyttan Messías. “Það er verið að vinna að þessu núna, en það er alltaf mikil óvissa þar til þetta er niðurnelgt. Það er ver- ið að skoða nokkra þætti hér á landi, svo sem snjóaalög og gistirými. Það er hinsvegar alveg ljós að það er mik- ill vilji hjá framleiðendum að taka upp atriði úr myndinni hér á landi,” segir Snorri. sprengingar við Þórisvatn Kvikmyndin er að mestu leiti tekin upp í Prag, en vegna snjóaleysis í Evrópu í vetur, hafa framleiðendur myndarinnar leitað til Ís- lands, þar sem til stendur að taka upp hasaratriði. Snorri vill lítið gefa upp um hasaratriðin, en segist reikna með því að atriðið verði tekið upp á um það bil tíu dögum. “Þetta verður einhver eltingaleikur í snjónum, með tilheyrandi spreng- ingum og hasar.” Þórisvatn á hálendi Ís- lands er líklegasti kosturinn í stöðunni, en því er ætlað að koma í staðinn fyrir Ber- ings sunds á milli Alaska og Asíu. “Það virðast vera mjög hagstæðar aðstæður þar, enda nægur snjór. Það þarf hins vegar ekki nema að snjóa vel í Evrópu til þess að þessi áform muni breyt- ast. En það er ljóst, að ef að þessu verður, þá munu tökur hefjast mjög fljótlega.” stórt verkefni Talið er að kvikmyndin muni kosta á milli sextíu og sjötíu milljón dollara í framleiðslu, sem er í hærri kantinum á Hollywood mælikvarða. “Þettta er stór mynd, það er engin spurning og hún er einnig mjög stór á íslenskan mælikvarða.” Hann segir verkefnið vera spenn- andi fyrir Pegasus, sem myndi koma að flestum hliðum framleiðslu myndarinnar hér á landi. Hann seg- ir þó eki vitað hversu margir starfs- menn á vegum fyrirtækisins myndu starfa að verkefninu. “Við erum að vinna í þessum málum sem stend- ur, en það eru vanir menn í þessum bransa hér á landi, þannig að þetta ætti að ganga vel.” valgeir@dv.is Eltingaleikur. Æsilegur eltingaleikur á milli vin diesel og síberísks sértrúarsafnaðar gæti verið tekin upp hér á landi á næstu viku. EltingalEikur Vin diesel líklega á leið til Íslands við tökur á kvikmynd- inni Babylon A.D: í snjónum Vin diesel. Hasarmyndarhetjan vin diesel gæti tekið upp hasaratriði hér á landi á næstu vikum. snorri Þórisson drýsill fáanlegur á ný Eiríkur Hauksson sem skotið hefur upp á stjörnuhimininn á nýjan leik eftir sigur í söngvakeppni Sjónvarpsins, íhugar að end- urútgefa plöt- una Welcome to the show, með hljóm- sveitinni Drýs- ill, sem kom út árið 1985. Platan þykir gull í eyrum margra aðdáenda metal tónlistar og hefur hún ver- ið nær ófáan- leg síðustu ár. Á plötunni er meðal annars að finna lögin Fiesta For Fri- ends og Left, right. Farinn Norður Þær fréttir berast nú að Guð- mundur Jónsson fyrrverandi forstöðumað- ur Byrgisins sé fluttur ásamt fjölskyldu sinni norður yfir heiðar. Frá því Kompás fjallaði um mál hans í desember á síðasta ári hafa fjölmargar konur stigið fram og kært Guðmund fyrir kynferð- islegt ofbeldi. Og síðustu vikur hefur Guðmundur verið skot- spónn fjölda fólks sem gert hef- ur mikið grín af hans málum. Klámið til eyja? Gísli Valur Einarsson eigandi Hótels Þórssahams í Vest- mannaeyjum hefur boðið forsvarsmenn klámráðstefn- unar Snow Gathering velkomna til Vestmanna- eyja. Ráðstefn- unni var aflýst í síðustu viku eftir að Bænda- samtökin úthýstu klámbransa- fólkið, eins og frægt er orðið. Hótelið hefur sent forsvars- mönnum ráðstefnunar form- legt boðsbréf, þar sem ákvörðun eigenda Hótel Sögu var harðlega gagnrýnd. Hrifning össurar Alþingi var heltekið af umræðu um hver stjórnmálaflokkanna hefur flestar konur í fram- boði í kosn- ingunum. Siv Friðleifsdóttir fór mikinn og varði Fram- sóknarflokkinn af krafti. Stein- grímur J. Sig- fússon snéri út úr ræði Sivjar, en ekki Össur. Hann sagðist vera hrifinn af Siv og bæti við að ef honum hefði verið gert að vera Framsóknarmaður hefði hann kosið Siv sem formann í flokkn- um, ekki Jón Sigurðsson. Kjarval og arfurinn 25 milljónirnar sem fengust fyrir Kjarvalsmyndina hljóta að hvetja erfingj- ana í mála- ferlunum við Reykjavíkur- borg um fjölda mynda meist- arans. Ljóst er að verðmæti mynda Kjarval sem taldar eru vera eign Reykjavíkurborgar er verulegt. Ingimundur kjarval mun örugglega láta til sín taka vegna þessa, en hann hefur ver- ið fremstur í flokki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.