Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 14
Síðastliðinn föstudag er athyglisvert viðtal við Hildi Dungal, forstjóra Útlendingastofnunar í Við- skiptablaðinu. Ég vil hvetja lesendur til þess að ná sér í blaðið og lesa viðtalið. Fyrirsögn viðtalsins er : Ásakanir um rasisma gera illt verra. Hildur fer yfir viðfangsefni stofnunarinnar og lýsir skoðunum sín- um á málefnum útlendinga. Hún telur að gera verði stofnunina mið- læga innan stjórnsýsl- unnar þannig að allt er varðar umsóknir frá útlend- ingum og afgreiðslu þeirra fari gegnum hana. Í dag eru margar stofnanir sem koma að málum, eins og skatturinn, þjóðskrá og fleiri sem getur leitt til þess að útlendingar geta fundið leið til þess að virka í samfélaginu án þess að hafa fullgilt dvalarleyfi. Fram kemur í viðtalinu nokkuð sem ekki hefur farið hátt í umræðunni að undanförnu, að nokkur hundruð flóttamenn hafa sótt um dvalarleyfi síðustu ár, en enginn fengið. Þetta þarf að upplýsa betur og skýra hver er stefna íslenskra stjórnvalda gagnvart stöðu og réttindum flóttamanna og hvers vegna eng- inn hefur fengið dvalarleyfi. Ég er hissa á því að engin þeirra, sem hefur bland- að sér í umræðuna síðustu vikur og keppst við að út- hrópa Frjálslynda flokkinn eða einstaka talsmenn hans sem rasista eða setja fyrirvara við stefnu flokks- ins, skuli hafa tekið upp hanskann fyrir flóttamenn og talað fyrir því að Íslendingar taki þátt í þeim eðlileg- um skyldum alþjóðasamfélagsins að taka við flótta- mönnum og skapa þeim lífvænlega framtíð. Það er ekki stórmannlegt hjá einni allra ríkustu þjóð verald- ar að smokra sér undan ábyrgð, ef það er raunin. Er það virkilega svo að það sé stefna ríkisstjórnar- innar að koma sér undan því að leggja flóttamönn- um heimsins lið og ætla öðrum þjóðum að axla alla ábyrgðina af velferð þeirra? Og er samstaða um þá stefnu í íslenskum stjórnmálum? Kannski þarf Frjálslyndi flokkurinn að vekja athygli á málefnum flóttamanna. Sérstaklega vil ég benda á svör Hildar Dungal við spurningunni um það hvað henni finnist um um- ræðuna um innflytjendamál og þann farveg sem Frjálslyndi flokkurinn beindi henni í á síðasta ári. Hildur svarar orðrétt: “Margt af því sem Frjálslyndi flokkurinn hefur sagt er bara það sem almenning- ur er að hugsa. Ég er alltaf frekar á móti því að þeg- ar fólk lýsir skoðunum sínum á þessum málum að því sé mætt með því að stimpla þær rasisma eða for- dóma. Þá er verið að ýta umræðunni undir yfirborð- ið. Fullt af fólki er sammála þessu. Ef þú stimplar allt það fólk sem rasista eða sem fordómafulla þá klárast aldrei umræðan. Oft er hægt að mæta þessum með góðum rökum sem eru oftast heppilegri en notkun svona stimpla. Eða að það sé sannleikskorn í því sem haldið er fram og þá verður það ekki leyst með því að kalla það fordóma.” Þessi skynsamlegu orð ættu menn að hafa til um- hugsunar og vonandi fara ekki ónefndir þingmenn Framsóknarflokksins að saka Hildi Dungal um það að daðra við rasisma. miðvikudagur 28. Febrúar 200714 Umræða DV Byggðamálaráðherrann vill að þjóðin skoði til langframa hvað ber að gera til bjargar þeim byggðarlögum, þeim landshlutum, sem eru komin að fótum fram. Anna Kristín Gunnarsdóttir hóf þarfa umræðu um stöðu verst settu sveitarfélaganna á Alþingi í gær. Stjórnarandstæðingar voru í stuði að venju og höfðu uppi stór og mikil orð. Fræðimaðurinn sem leiðir málaflokkinn rétt eins og Framsóknar- flokkinn, taldi engin áhlaupaverk framundan, þetta sé mál sem verði að nálgast með tíð og tíma. Byggðastefnan hefur beðið skipbrot. Nán- ast allar aðgerðir hafa brugðist. Tröllslegu framkvæmdirnar á Austur- landi duga ekki til. Fleiri kjósa að flytjast þaðan en þeir sem vilja flytja þangað. Engar áætlanir um byggðaþróun vegna framkvæmdanna virð- ast ganga eftir. Hvað sem því líður er staða annarra byggðakjarna verri, hún er nánast vonlaus. Fyrir okkur sem búum hér í þéttbýlinu er erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa takmarkaðan eða jafnvel engan aðgang að internetinu, hafa ekki vegi með slitlagi og búa við það að eignir seljist ekki, ekki einu sinni fyrir lítinn hluta þess verðs sem fæst fyrir samskonar eignir hér. Fyrir það fólk sem býr við þessar sérstöku aðstæður getur ekki verið nóg að heyra ráðherrann tala um aðgerðir sem langtímamarkmið. Það er upp- gjöf gagnvart erfiðri stöðu sem hluti þjóðarinnar býr við. Ísland er borg- ríki. Það stór meirihluti þjóðarinnar býr á sama svæði og mikill minni- hluti býr í fámenni og dreifbýli. Varla er bjóðandi að skella skollaeyrum við vanda þess fólks sem þar býr eða gera svo lítið úr honum að teljandi hann hæggengt framtíðarverkefni. Stóra pólitíska spurningin er hvað ber að gera. Verst af öllu er að gera ekki neitt; stjórnvöld verða að bretta upp ermarnar og kveða upp dóm um hver nánasta framtíð byggðanna og íbúanna verður. Á að halda lífi í byggðunum með einhverjum hætti eða ekki? Það ástand sem nú varir er vonlaust, byggðirnar veikjast og þeir íbúar sem eftir eru eiga sífellt erf- iðara með að eiga samfélag sem stenst þær kröfur sem gerðar eru, hafa varla mátt til að sinna lögbundnum skyldum sínum. Þess vegna geta þeir sem hafa sjálfir kosið að vera í forystu skotið sér undan ábyrgðinni og sent hana á komandi kynslóðir. Því fylgir ábyrgð að taka að sér að leiða þjóðina áfram. Þá ábyrgð verður byggðamálaráðherrann að taka. Ekki er við það búandi að íbúar á stórum hluta landsins sjái ekki fram á nein tækifæri, sér og byggðinni til bjargar. Kvótinn var tekinn og ekkert hefur komið í hans stað. Eignir, í áður blómlegum sjávarbyggðum, eru seldar langt undir verði sumarbústaða. Á þessi þróun að halda áfram, eða ætla stjórnvöld að gera eitthvað? Svör óskast hið fyrsta. Sigurjón M. Egilsson Umbrot: dv. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Sjáum til og skoðum Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri og áByrgðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fréttaStjóri: Þröstur Emilsson ritStjórnarfulltrÚi: janus Sigurjónsson Það sem almenningur er að hugsa Kjallari Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Fyrir það fólk sem býr við þessar sérstöku að- stæður getur ekki verið nóg að heyra ráðherr- ann tala um aðgerðir sem langtímamarkmið. Það er uppgjöf gagnvart erfiðri stöðu sem hluti þjóðarinnar býr við. Fréttamaður bannfærður Biskup Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, sendi fyrir helgi sex blaðsíðna harðort mótmæla- bréf til Frétta- stofu Stöðv- ar 2. Biskupi misbauð víst gróflega Kompás-um- fjöllun Krist- ins Hrafns- sonar fyrir einni og hálfri viku, þar sem sagt var frá sí- vaxandi flótta sóknarbarna frá Þjóðkirkjunni og umdeildri sál- gæsluherferð kirkjunnar í grunn- skólum. Kristinn liggur nú á bæn og íhugar andsvar til varnar sálu- heill sinni. Á móti stækkun? Bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar í Hafnarfirði berja enn af sér allar tilraunir til að fá þá til að gefa upp afstöðu sína til stækkunar álversins í Straums- vík. Síðast gerðist það á bæjar- málafundi í fyrrakvöld. Gunn- ar Svavarsson, bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, mun hins vegar hafa sagt að eftir atkvæðagreiðslu um álverið myndi hann styðja stefnu flokksins á landsvísu. Er hann þá á móti stækkun? Rómans á þingi „Fyrst upp er runninn tími pólitískra ástarjátninga get ég upplýst að ég hef alltaf verið skotinn í heilbrigðis-ráðherra,“ sagði Össur Skarphéðins- son, þingflokks-formaður Samfylkingar, á þingi í gær. Þingmenn höfðu þá farið mikinn, skotið grimmt hverjir á aðra og gefið sér færi á að lofa aðra flokka. Ást Össurar var þó öll pólitísks eðlis, sagðist hann hefðu kosið hana formann ef almættið hefði kosið honum það hlutskipti að verða framsóknarmaður. Snobbaðir dómarar Það er þungt hljóðið í lögreglu- mönnum eftir að Hæstiréttur staðfesti í síðustu viku sex mán- aða fangelsisdóm yfir Sævari Óla Helgasyni, sem þreif í öxl sýslumannsins á Selfossi Ólafs Helga Kjartanssonar og brá fyrir hann fæti. Löggurnar eru ekkert fúlar yfir því að maðurinn hafi fengið sex mánuði. Pirring- urinn stafar af því að Hæstirétt- ur mildaði á sama tíma dóm héraðsdóms yfir manni sem sló lögreglumann illilega og ítrekað með krepptum hnefa í andlitið í október árið 2004. Hæstiréttur mildaði dóminn úr sex mán- uðum niður í fjögurra mán- aða fangelsi og þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir. Í ljósi dómanna þykir lögreglumönn- um sem dómarar landsins hafa komið upp um eigið snobb: Sýslumenn eru miklu merkilegri menn en lögregluþjónar. SandKorn KRiStinn H. GunnaRSSon Alþingismaður skrifar Er það virkilega svo að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að koma sér undan því að leggja flóttamönnum heimsins lið og ætla öðrum þjóðum að axla ábyrgðina af velferð þeirra? Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.