Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 7
DV Fréttir miðvikudagur 28. Febrúar 2007 7 Skorað var á stjórnvöld að beita sér strax til þess að bæta aðstæður blindra barna til náms, á borgara- fundi sem Blindrafélagið stóð fyrir í gær. Fundarmenn úr röðum blindra og sjónskertra tjáðu sig um reynslu sína af íslensku menntakerfi og sögðu meðal annars að engin þjón- usta væri í boði í framhaldsskólum landsins. Hákóli Íslands stæði sig betur, en það væri einungis vegna þess að mál hefði verið höfðað gegn honum vegna slakrar þjónustu við blinda. Kröftugar umræður spunnust á fundi í gærkvöldi þar sem John Harr- is kynnti skýrslu um endurskoðun á menntunarmöguleikum sjónskertra. Fundurinn samþykkti einróma álykt- un þar sem skorað var á stjórnvöld að taka til hendinni. „Fundurinn skor- ar á menntamálayfirvöld að beita sér nú þegar fyrir því að sett verði á fót þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð í skólamálum blindra og sjónskertra. Fundurinn skorar á menntamála- yfirvöld að tryggja að allir grunn- og framhaldsskólanemendur lands- ins hafi jöfn tækifæri til að afla sér menntunar. Fundarmenn telja að tími umræðna og vangaveltna sé lið- inn og tími framkvæmda runninn upp,“ segir í ályktuninni. Yfirsýnin tapaðist Sérkennsludeild fyrir blinda nem- endur í Álftamýrarskóla var lögð nið- ur árið 2004. Ekkert tók við. Helgi Hvörvar telur að yfirsýn yfir menntun blindra og sjónskertra barna hafi tap- ast, annars vegar þegar rekstur grunn- skólanna færðist frá ríki til sveitar- félaga og hins vegar þegar ákveðið var að hætta með sérkennsludeild- ina. „Þar var verið að hlusta á reynslu nemenda sem töldu ótvírætt að þessi kennsla ætti að fara fram í almennum grunnskólum,“ segir Helgi. Nú hefur Helga Einarsdóttir ver- ið ráðin til þess að sinna ráðgjöf fyr- ir blinda og sjónskerta nemendur og kennara sem sinna þeim. „Bretarnir segja að við þurfum að koma okkur upp fimm til sjö manna liði til þess að vinna að þessum málum. Einn starfsmaður er viðleitni, en dugar ekki. Það sem skiptir öllu máli núna er að menn gefi út um það yfirlýs- ingu að þessi sveit verði búin til. Það stendur upp á okkur,“ segir Helgi. Hann var fundarstjóri. Þjónusta fyrir þegnana „Halldór Sævar Guðbjörnsson, formaður Blindrafélagsins, sagði við mig í bréfi að svo virtist sem Ísland væri eina landið í Evrópu sem ekki hefði nein sérstök úrræði fyrir blinda og sjónskerta námsmenn,“ sagði Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- stjóri, við setningu fundarins. Hann sagði að allt of langan tíma hefði tek- ið að finna lausn á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga varðandi þjónustu fyrir blinda og sjónskerta námsmenn. „Við getum ekki lengur búið við slíkt úrræðaleysi í samfélagi þar sem framfarir og tækni eru á svo hröðu skriði,“ sagði hann. Vilhjálmur sagði enn fremur að stjórnvöld og yfirvöld menntamála á landinu öllu hlytu að gera þá sjálf- sögðu kröfu til eigin þjónustu að hún gagnaðist öllum þegnum, óháð því hvort þeir glímdu við fatlanir. Vilja þroskast eðlilega Í lok fundar voru opnar umræð- ur. Einar Lee steig fyrstur í pontu og sagði að nú þyrfti að bretta upp ermar og framkvæma. „Börnunum ykkar kemur til með að bregða þeg- ar þau koma úr grunnskólanum og upp í framhaldsskólana, ef þau bú- ast við að fá einhverja þjónustu þar. Ég prófaði þetta sjálfur,“ sagði Ein- ar. Hann segir að ekki sé hægt að tala um brotalöm, námið sé brotið. Hann sækir nú nám í Iðnskólanum í Reykjavík og segist oft vera við það að gefast upp. Bergvin Oddsson missti sjón þeg- ar hann var fimmtán ára, á síðasta ári í grunnskóla. Hann talaði sér- staklega um mikilvægi þess að blind og sjónskert börn fengju að þrosk- ast í venjulegum bekk innan um alla hina krakkana. „Annars verður maður fimm ára krakki í gervi 23 ára manns,“ sagði Bergvin. Fjölmennt var á fundi um tækifæri blindra og sjónskertra barna til menntunar, sem haldinn var í gær. Helgi Hjörvar vill að stjórnvöld gefi út yfirlýsingu um stuðning við málefnið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson segir að yfirvöld verði að gera þá kröfu til eigin þjónustu að hún gagnist borgurunum. Helgi Hjörvar Helgi var fundarstjóri. „við eigum öll þunga og erfiða reynslu af því að brjótast í gegn um námið,“ sagði hann. Öllum sex starfsmönnum skíða- svæða höfuðborgarinnar var sagt upp störfum í gær. Friðjón Axfjörð Árna- son rekstrarstjóri skíðasvæðanna seg- ir að uppsagnirnar hafi komið komið fólki í opna skjöldu. „Við teljum að við höfum þó nokkra þekkingu á því sem við erum að gera. Svo er okkur sagt upp,“ segir hann. Starfsmennirnir sex voru kallaðir á fund í gærmorgun þar sem þeir undirrituðu uppsagnarbréf- in. „Við vitum ekkert hvað tekur við núna. Stjórnin segist ekki vita það heldur,“ segir Friðjón. Uppsagnirn- ar taka gildi á fimmtudag og munu starfsmennirnir vinna þriggja mán- aða uppsagnarfrest. Friðjón segir að svæðin verði opin eins og hægt er fram á vorið. „Við höldum okkar striki næstu þrjá mánuðina.“ Anna Kristinsdóttir, formaður stjórnar skíðasvæðanna hjá Reykja- víkurborg, segir að nauðsynlegt sé að taka reksturinn í naflaskoðun. „Við gerðum líkan og fundum út að kostnaðurinn við þennan rekstur get- ur sveiflast frá 77 milljónum á ári og alveg upp í 120 milljónir,“ segir hún. Í slæmu árferði koma litlar tekjur af rekstri svæðanna og því eykst kostn- aðurinn. Sveitarfélögin leggja allt að 70 milljónir til skíðasvæðanna árlega. Við það bætist viðhaldskostnaður. „Það þarf að gera ráðstafanir til þess að hægt sé að nota þessi svæði. Þarna hefur farið fram mikil upp- bygging og þetta má ekki lognast út af,“ segir Anna. sigtryggur@dv.is Höldum okkar striki Öllum starfsmönnum skíðasvæða höfuðborgarinnar sagt upp: Nýja lyftan í Kóngsgili Öllum starfsmönnum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins hefur verið sagt upp. Þeir vita ekki hvað tekur við, en vinna þriggja mánaða uppsagnarfrest. Yfirsýnin tapaðist sigtrYggur ari jóHaNNssoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is john Harris og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vilhjálmur setti fundinn með ræðu. John Harris kynnti í kjölfarið skýrslu sem hann hefur unnið um tækifæri blindra og sjónskertra til menntunar. Harris segir að brýn þörf sé á úrbótum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.