Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 6
miðvikudagur 28. Febrúar 20076 Fréttir DV Heiðmörk ómetanleg vin „Þetta er góður staður til þess að vera á,“ segir leikkonan Herdís Þor- valdsdóttir en hún hefur ræktað skóglendi í Heiðmörk í fjörutíu ár. Hætta steðjar að Heiðmörk þessa dagana eftir að deilur spruttu upp vegna framkvæmda Kópavogsbæjar en sextíu tré hafa verið fjarlægð það- an vegna framkvæmdanna. Miklar og háværar deilur hafa orðið vegna málsins en það var Hanna Birna Kristjánsdóttir sem stöðvaði fram- kvæmdina. „Ég hef ekki séð sárið sem Kópa- vogsbær gróf,“ segir Herdís og bæt- ir við að hún yrði sennilega í meiri sárum en svæðið sjálft sæi hún allan þann gróður sem gengið hefur verið á af hálfu bæjarins. Herdís hefur fylgst með uppvexti gróðursins í Heiðmörk í fjölda ára. Hún segir svæðið vera orðið yndis- legt enda margar óskaplega fallegar gönguleiðir þar. Hún svarar því þó til að hún hafi ekki gengið þær allar en það standi þó til bóta. Að sögn Herdísar mætti vera meiri áhersla á gróður á Íslandi. Hún bendir réttilega á að gróðri fylgi hlýnun og bendir á Reykjavík. Hún segir borgina, þótt ótrúlegt megi virðast, vera gróðursælasta stað Ís- lands. Þess vegna hafi veður batn- að mikið og yfirleitt sé það milt hér á suðvesturhorninu. Herdís hefur um árabil barist fyr- ir trjárækt og gróðursetningu í land- námi Ingólfs Arnarsonar. Hún seg- ir að bæta megi margt í Heiðmörk og nefnir þar fyrst malarveg sem er mikið ekinn. Hún segir það leið- inlegt hversu mikið ryk leggst yfir gróður og nálæg svæði í stilltu veðri. Helst vildi hún malbika veginn en það mun vera vandkvæðum bundið vegna deilna um eignarrétt yfir veg- inum að hennar sögn. „Heiðmörk er ómetanleg vin í nágrenni borgarinnar,“ segir Herdís sem ber sterkar taugar til svæðisins og gróðurs yfir höfuð. Deilan á milli Kópavogs og Reykjavíkur er enn í fullum gangi. Skógræktarfélag Íslands hugðist kæra Kópavogsbæ fyrir að fjarlægja tré þaðan. Sú kæra var þó aldrei lögð fram. Aðspurður hvert framhaldið verði á þessari deilu segir Gunn- ar Birgissson bæjarstjóri Kópavogs: „Við bíðum eftir framkvæmdaleyf- inu sem við erum löngu búnir að fá samþykki fyrir.“ Hann segist ekki hafa nein- ar áhyggjur af því hvort þetta verði samþykkt enda hafi borgarstjórn greitt atkvæði með framkvæmdun- um á sínum tíma og það verði varla svikið. Herdís Þorvaldsdóttir Leikkonan Herdís á sumarbústað í Heiðmörk og hefur fylgst með uppgangi svæðisins í fjörutíu ár. valur grettisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Reykjavíkurborg er gróðursælasti staður Íslands þótt ótrúlegt megi virðast, segir Herdís Þorvaldsdóttir leikkona sem lengi hefur barist fyrir trjárækt í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Hún harmar mjög að stór tré hafi verið rifin upp og fjarlægð vegna fram- kvæmda á vegum Kópavogsbæjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.