Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 13
DV Fréttir miðvikudagur 28. Febrúar 2007 13 vorsókn í AfgAnistAn © GRAPHIC NEWS NATO býr sig undir vorsókn NATO ætlar með nýfundnum kjarki að ráðast á talibana í vor. Síðan herlið NATO var sent til Suður-Afganistans síðasta sumar hafa eiri en 190 manns fallið í hörðum bardögum. Heimild: Herlið NATO Mazar-i-Sharif Ótrygg héruð Mjög andsamleg héruð Öryggisógn í janúar 2007 Kunduz Herat Kandahar Quetta Farah Ghazni Peshawar Jalalabad Norðvestur- landamærahéruðin Islamabad Kabul 9 5 6 7 8 3 4 10 1 2 Vasiristan er eitt helsta vígi talibana. Áætlað er að þar búi um 4.000 til 10.000 uppreisnarmenn Helmand hérað P A K I S T A N TAJIKISTAN I N D L A N D Í R A N AFGANISTAN 250km Hringvegur: 70 milljarðar eiga að fara í tveggja akreina hringveg um landið. 40% vegarins eru ókláruð. 1. Ítalía: staðsett í Herat 6. Tyrkland: Wardak 5. Ástralía: Bamyam 7. Bandaríkin: Kabúl Ætla að ölga um 3.200 menn. Frakkland: 8. Holland: Tarin Kowt 9. Kanada: Kandahar Rúmenía: 10. Bretland: Lashkar Gah Ætla að ölga um 1.400 hermenn. Senda einnig eiri brynvarin farartæki og þyrlur fyrir sumarið. 800 500 14.000 1.000 2.200 2.500 750 6.300 Mest framlag til herliðsins Hermenn 2. Spánn: Qala-e-Naw 3. Þýskaland: Mazar-i-Sharif Búist við að þeir sendi 20 skriðdreka til stuðnings Kanadamönnum í Kandahar. Ætla líka að senda sex njósnaugvélar til Suður-Afganistans. Ríkisstjórnin hefur lýst sig reiðubúna til að ölga um 200 menn. 4. Danmörk: Fayzabad Hugleiða að ölga um 200 menn. 1.950 550 3.000 400 Blæs ekki byrlega Bretar og Bandaríkjamenn virðast vera þeir einu sem enn eru reiðubúnir að kasta sér út í hættulegustu bardagaverkefnin, þrátt fyrir mótlætið. Þó treysta hermennirnir í auknum mæli á þyrlur og flugvélar í stað þess að standa sjálfir í víglínunni. Jafnvel borgaraleg verkefni í suðurhluta Afganistans hafa gengið á afturfótunum. Breska blaðið Daily Telegraph sagði frá því í gær að átak gegn ópíumfram- leiðslu sem hófst fyrir tveimur vik- um hafi aðeins náð tíund af til- ætluðum árangri. Ættflokkar hafa mikil ítök í Afganistan en þó sér- staklega suðurhlutanum. Þar eru einnig gjöfulir ópíumakrar sem er gnægtabrunnurinn sem uppreisn- armennirnir berjast fyrir. Liðsauka Breta og Bandaríkjamanna bíður því örðugt verkefni, sérstaklega ef enginn kemur þeim til hjálpar í hörðustu bardögunum. Saksóknarar Stríðsglæpadóm- stóls Sameinuðu þjóðanna gáfu í gær upp nöfn tveggja manna sem grun- aðir eru um stríðsglæpi í Darfur- héraði í Súdan. Annar þeirra er ráðherra mann- úðarmála í súd- önsku stjórninni, Ahmed Haroun, og hins vegar leið- togi Janjaweed- ofbeldis-sveit- anna, Ali Muhammad Ali Abd al-Rahman, sem einnig er þekktur sem Ali Kushayb. Súdanska ríkisstjórnin hefur hafnað framsalskröfum stríðsglæpa- dómstólsins og segir hann ekki hafa lögsögu yfir súdönskum þegnum. Annar mannanna hefur verið í haldi í Kartúm, höfuðborg Súdans, mán- uðum saman. Fjöldamorð, nauðganir og pyntingar Um 200 þúsund manns hafa verið myrtir í átökunum og tvær milljónir manna hafa flúið heimili sín síðast- liðin fjögur ár. Tvímenningarnir eru sakaðir um samtals 51 glæp, þar á meðal eru fjöldamorð, nauðganir og pyntingar. Brotin áttu sér stað á ár- unum 2003–2004, á fyrstu tveimur árum átakanna. Aðalsaksóknarinn, Luis Moreno-Ocampo, fór fram á að mennirnir yrðu færðir til yfirheyrslu í Haag. Hann sagði brot mannanna ekki hafa beinst gegn uppreisnar- mönnum. „Þeir réðust frekar gegn almennum borgurum og gáfu sér það að þeir hlytu að vera stuðnings- menn uppreisnarmanna.“ Fleiri grunaðir Mennirnir tveir eru fyrstir á löng- um lista grunaðra stríðsglæpamanna í átökunum í Darfur. Dómsmálaráð- herra Súdans afskrifar hins vegar málflutning saksóknarans sem lygar, sem spunnar eru upp af þeim sem hafa andúð á súdanska ríkinu, „við munum ekki láta [súdanska ríkis- borgara] fara fyrir nokkurn rétt utan Súdans.“ Súdanska ríkisstjórnin afneitar þeim tölum sem alþjóðlegar mann- úðarstofnanir hafa birt um fjölda fórnarlamba og alvarleika ástands- ins í Súdan. Samkvæmt ríkisstjórn- inni hafa einungis 9.000 látist. herdis@dv.is Stríðsglæpadómstóll SÞ gefur upp nöfn tengd stríðsglæpum: súdan neitar að fram- selja stríðsglæpamenn Darfur ein stærsta mannúðarkreppa í afríku í dag. Ahmed Haroun ráðherra mannúðarmála Allir þeir sem sækja um dansk- an ríkisborgararétt verða að gang- ast undir nýtt krossapróf um sögu landsins og samfélag. Rikke Hvils- højs, innflytjendaráðherra Dana kynnti prófið í gær. Meðal þeirra fjörtíu spurninga sem lagðar verða fyrir umsækjendur er hvenær Ís- lendingar urðu sjálfstæð þjóð og eru valmöguleikarnir 1902, 1944 og 1984. Einnig er spurt um hve- nær Danir urður Evrópumeistarar í fótbolta, hvaða konungur hafi látið reisa Sívalaturninn í Kaupmanna- höfn og hver leikstýrði myndun- um um Olsengengið. Til að stand- ast prófið þarf að svara tuttugu og átta spurningum rétt. Samdar hafa verið tvö hundruð spurningar og verða þrjátíu og fimm spurningar valdar af þeim auk fimm spurn- inga úr atburðum líðandi stundar. Allir þeir sem þreyta prófið eiga að hafa fengið kennslu í efninu í þeim tungumálaskóla sem þeir leggja stund á dönskunám í. En umsækj- endur verða einnig að standast dönskupróf til að fá ríkisborgara- rétt. Þessar kröfur til umsækjenda um ríkisborgararétt hafa ver- ið gagnrýndar töluvert. Á vefsíðu Politiken í gær er haft eftir nokkr- um kennurum og fræðimönnum að prófið segi ekkert til um danskt nútímasamfélag og eins sé brugð- ið upp of mikilli glansmynd af sögu landsins í námsefninu sem prófið byggir á. Forsvarsmenn tungumálaskóla taka einnig undir gangrýna og segja prófið of erfitt. Innflytjendaráðherrann segir það hins vegar eðlilegt að fólk sem fái kosningarétt og geti þar með boðið sig fram á þing hafi þessa þekkingu á sögunni og líka tungumálinu. Þekking í sögu Danmerkur forsenda fyrir ríkisborgararétti: Spurt um sjálfstæði Íslands kastró í útvarpinu Fídel Kastró, forseti Kúbu, talaði í gær í fyrsta skipti í útvarpi síðan hann fór í veikindaleyfi í júlí á síð- asta ári. Hann kom fram í beinni útsendingu í daglegum útvarps- þætti vinar síns Hugo Chavez, for- seta Venesúela. Þar sagði hann að hann væri að „styrkjast á velli“ og að hann hefði „meiri orku og meiri styrk“. Hann hefur strítt við veikindi í meltingarfærum og hefur farið í að minnsta kosti einn uppskurð en ekki fæst uppgefið hvað ami að honum. Ellilífeyrisþegi fæðir barn Sextíu og eins árs gömul kona fæddi barn á Ríkissjúkrahúsinu í Kaup- mannahöfn í síðstu viku. Konan er sú elsta sem fætt hefur barn í Danmörku samkvæmt frétt Ekstrablaðsins í morgun. Nýbakaða móðirin leitaði ásamt manni sínum til lækna á Englandi til að fá aðstoð við frjóvgunina enda heimila dönsk lög ekki konum eldri en fjörutíu og fimm ára að fara í glasafrjóvgun. Konan fæddi stúlkubarn sem vó um 3000 grömm. Hlutabréf hrapa Asískir hlutabréfamarkaðir tóku hressilega dýfu í nótt eftir að kínversk hlutabréf féllu hraðar en gerst hefur í áratug. Hlutabréf í Sjanghæ féllu um nærri 9% út af áhyggjum af efnahag í Kína. Þetta hafði áhrif um gjörvallan heim, þannig féll japanska vísitalan Nikkei um 3,56% og Dow Jones hlutabréfavísitalan í London féll um 3,29%. Kínverski efnahagurinn hefur vaxið mjög hratt undanfarin ár en fjárfestar óttast að stjórnvöld ætli að takmarka fjárfestingarmöguleika til að draga úr þenslu. Strjálbýl fjallahéruð Landamæravarsla er gloppótt á tæplega 2.400 kílómetra löngum landamærum Pakistans og afganistans. Innflytjendaráðherrann rikke Hvilshøjs krefur innflytj- endur meðal annars um þekkingu á sjálfstæði Íslendinga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.