Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 20
Menning miðvikudagur 28. febrúar 200720 Menning DV Pourquoi-pas? Sýning tileinkuð Jean-Bapt- iste Charcot stendur yfir í Há- skólasetri Suðurnesja. Jean- Baptiste Charcot var læknir og heimskautakönnuður og fórst með rannsóknarskipi sínu Pourquoi-Pas? í óveðri út af Mýrum árið 1936. Ásamt honum fórst öll áhöfnin utan einn. Meðal þeirra muna sem eru á sýningunni eru hlutir sem rak á land úr Pourquoi-Pas? Frú Anne-Marie Vallin-Charcot, barnabarn Charcots, hefur gefið persónulega muni til sýningar- innar auk þess sem Þjóðminja- safnið, Byggðasafn Suðurnesja og fleiri hafa lagt til muni. Ný málverk Í galleríinu Art-Iceland.com, Skólavörðustíg 1a, stendur yfir sýning Kjartans Guðjónssonar og Sigurðar Örlygssonar, Ný málverk. Sýningin er þáttur í Vetrarhátíð og Safnanótt og stendur til 10. mars. Konur og Íslam Klukkan 16.15 í dag verður haldið námskeið í Alþjóðahús- inu. Þar verður fjallað um stöðu kvenna á Arabíuskaganum. Þrátt fyrir kennisetningar Múhamm- eðs spámanns og lagasetning- ar fjölda ríkja einkennist staða kvenna þar af undirokun og kynjabundinni mismunun. Leiðbeinandi á námskeið- inu er Amal Tamimi fræðslufull- trúi Alþjóðahúss. Hún er fædd og uppalin í Palestínu. Hægt er að skrá sig í síma 5309300 eða amal@dv.is. Tónlistar- veisla á Akureyri Næstu helgi verður hald- in tónlistarveisla hjá Tónlist- arskólanum á Akureyri og Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands. Laugardaginn 3. verða tónleik- ar í gangi allan daginn og taka þátt nemendur á öllum stigum. Sunnudaginn 4. heldur Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands ásamt strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri tónleika í Akureyr- arkirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 16. Leikfélag ME frumsýnir nýtt verk á hverju ári og að sögn leik- stjórans, Guðjóns Sigvaldasonar, hafa stífar æfingar staðið yfir í sjö vikur. „Verkið sem varð fyrir valinu er í ár er gamansamur söngleikur, saminn af tveimur 19 ára nemend- um skólans. Jónas Reynir Gunn- arsson, sem er annað aðilinn að baki teiknimyndarsögunnar Art- húrs, semur leiktextann og Hjalti Jón Sverrisson semur tónlistina. Þeir byggja texta og tónlist laus- lega á tölvuleikjunum vinsælu um Súper Maríó og í sýningunni kem- ur margt kunnuglega fyrir sjónir, svo sem nöfn, frasar og stef. Að sögn Guðjóns koma tuttugu leikarar komi fram í verkinu og álíka stór hópur standi að verkinu að tjaldabaki. „Æfingar standa enn yfir á fullu og enn er eftir að herða nokkrar skrúfur. Við erum mjög spennt fyrir frumsýningunni á föstudag- inn. Það verður enginn svikinn af þessari sýningu og verkið er mjög skemmtilegt af höfundanna hálfu.“ thorunn@dv.is Súper Maríó býr um sig á leiksviði Menntaskólans á Egilsstöðum Súper Maríó kemur til Egilsstaða Auðunn Gestsson varð 69 ára í gær. Reykvíkingar þekkja hann betur sem Auðun blaðasala og minnast hans sennilega helst þar sem hann stóð við Laugaveg- inn seljandi Dagblaðið í gríð og erg. Óþreytandi og einbeittur þrammaði Auðunn upp og nið- ur Laugaveginn og seldi grimmt því hann átti sína fastakúnna, en það var ekki alltaf friður í þessum rekstri. Laugavegurinn var eftir- sóttur staður til blaðasölu og mik- ilvægt að standa sig vel. En Auð- unn naut virðingar stéttarbræðra sinna og var því helst um að ræða reynslulitla nýliða í stéttinni sem ógnuðu honum, en uppgjöf var ekki valkostur að mati Auðuns blaðasala. Auðunn er heiðarlegur og skilvís eins og eftirfarandi saga sýnir: Auðunn var á leið í bíó en komst að því þar sem hann stóð við miðalúguna að hann vantaði tíu krónur til að geta keypt mið- ann. Var Auðunn að því kominn að snúa frá þegar maður fyrir aft- an hann rétti honum það sem upp á vantaði. Segir ekki meira af bíóferðinni. Margt löngu síð- ar var þessi ónefndi maður á ferð við Hlemm og rakst þá á Auðun og ákvað að kaupa hjá honum blaðið. Blaðið fékk hann svika- laust, en Auðunn tók ekki í mál að taka greiðslu fyrir. Því þar mundi hann eftir bjargvættinum í bíóferðinni góðu og nú skyldi skuldin greidd. Auðunn var ein litríkasta per- sónan í þessari þá stóru starfstétt sem heyrir nú sögunni til. Í tilefni afmælis Auðuns ákvað Sólheima- útibú Borgarbókasafnsins að halda sýningu á verkum afmælisbarns- ins. „Auðunn hefur verið iðinn við að mála og hefur undanfarið sótt námskeið í myndlist einu sinni í viku. Hann kemur mjög oft til okk- ar og færir okkur gjarnan myndir við þau tækifæri. Okkur þykir mjög vænt um hann,“ segir Áslaug Ótt- arsdóttir safnstjóri Borgarbóka- safnsins á Sólheimum. Á sýning- unni verða sextán myndir, „og þær eru mjög skemmtilegar og sætar,“ segir Áslaug. Starfsfólk DV óskar afmælis- barninu til hamingju með afmæl- ið. ...en Auðunn tók ekki í mál að taka greiðslu fyrir. Því þar mundi hann eftir bjargvætt- inum í bíóferðinni góðu og nú skyldi skuldin greidd. Áður fyrr setti ákveðin stétt mikinn svip á mann- líf borgarinnar. Þeir sem henni tilheyrðu læddust ekki með veggjum, heldur þvert á móti gengu um með köllum. Sumir áttu sitt fasta horn í bænum meðan aðrir gengu upp og niður Laugaveginn og víðar. Þar sem þeir buðu vöru sína til kaups mátti heyra þá kalla... Dagblaðið Myndlist Vísir! Frá æfingu á nýjum söngleik Skraut- legir karakterar túlka Súper maríó í tali og tónum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.