Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Blaðsíða 11
DV Fréttir miðvikudagur 28. Febrúar 2007 11 DNA-próf á fílum DNA-rannsókn á fílabeini hefur leitt í ljós að ein stærsta ólöglega fílabeinssending sem fundist hefur frá árinu 1986, er úr fílum sem skotnir voru ólög- lega á sléttum Sambíu. DNA úr tönnunum var borið saman við kortlögð erfðafræðiséreinkenni afríska fílsins hingað og þang- að um heimsálfuna. Sendingin ólöglega, sem var gerð upptæk í Singapore árið 1992, innihélt 532 fílstennur. Líklega hefur þurft að skjóta 3.500 til 6.000 fíla til þess að fá slíkan fjölda af tönnum. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Drengur myrtur Myndir af níu ára pilti sitjandi við hlið dæmds barnaníðings um borð í sporvagni nokkrum dög- um áður en hann fannst myrtur og misnotaður hafa komið lög- reglunni í Leipzig í Þýskalandi á spor morðingja hans. Lík drengsins fannst illa úti- leikið á laugardagsmorgun og bar þess merki að hann hefði verið misnotaður kynferðislega nokkrum sinnum. Málið hefur vakið mikla athygli í Þýskalandi og raddir um strangari dóma yfir barnaníðingum verið háværar. Eldgos á Ítalíu Hraun er farið að flæða á ít- ölsku eldfjallaeyjunni Strombólí, nærri norðurströnd Sikileyjar. Tveir nýir gígar opnuðust í gær á tindi fjallsins og streymir hrauns- pýja frá öðrum þeirra út í sjó við vesturströnd eyjunnar. Í síðasta stóra eldgosi á eyjunni árið 2002 féll stórt stykki úr fjallinu í sjóinn og olli 10 metra hárri flóðbylgju sem hafði töluverðar skemmdir í för með sér í þorpinu sem er á norðurströnd eyjarinnar. Íbúar þar hafa verið hvattir til að halda sig frá ströndinni. Sturlaðist í flugvél Óla þurfti niður einn þekkt- asta sjónvarpsmann Frakklands, Jean-Luc Delarue um borð í flugi Air France. Delarue gekk berserksgang, áreitti og kleip í flugfreyjur og leikmenn alsírska kvennalandsliðsins í fótbolta að því kemur fram í frétt í The Times í gær. Sjónvarpsmaðurinn hefur beðist afsökunar á látunum og kennir meðal annars um því mikla magni af áfengi og lyfjum sem hann hafi innbyrt til að ráða bug á flughræðslu. Einnig segist hann hafa verið undir miklu álagi að undanförnu við að verja nýfædd barn sitt gegn atgangi ljósmyndara. Delarue hefur stjórnað vinsæl- um sjónvarpsþætti í þrettán ár og er þekktur fyrir afar nærgætna framkomu. Ástandið fer versnandi í flóttamannabúðum í Mósambík: 2000 flóttamenn bætast við á hverjum degi Áætlað er að um 170 þúsund manns hafi flosnað upp frá heimilum sínum vegna flóða í Mósambík. Um 50 þúsund manns búa nú í tjöldum í flóttamannabúðum í miðju lands- ins og matarbirgðir í búðunum eru hverfandi. Um 2.000 manns bætast við í búðunum, sem þegar eru yfir- fullar, á hverjum degi. Hjálparstarfs- menn eiga orðið mjög erfitt með að fæða þá sem fyrir eru og útvega hreint vatn. Hættan á kóleru og öðrum far- sóttum eykst á hverjum degi. Engin klósett eru í búðunum, hreinlæti er ábótavant og úrgangur safnast upp. Miklar rigningar undanfarnar vik- ur hafa valdið skyndiflóðum í hinni vatnsmiklu Zambezi-á sem hafa skol- að á burt heimilum, brúum, mat- arkosti og búfénaði. Mikil flóð voru rétt um garð gengin í síðustu viku þegar einn sterkasti fellibylur síðustu ára gekk á land af Indlands- hafi. Alls er talið að 45 manns hafi far- ist í flóðunum. Flóðin eru hin mestu í landinu síðan 2000-2001, þegar um 700 manns létust og hálf milljón missti heimili sín. Ríkisstjórn Mósambík þótti framan af takast mjög vel á við flóð- in og afleiðingar þeirra. Forsetinn Armando Guebuza telur hins vegar ekki ástæðu enn sem komið er til að kalla eftir frekari alþjóðlegri neyðar- aðstoð. herdis@dv.is Heimilið horfið Loks þegar fyrri flóðin rénuðu í síðustu viku gekk á land einn sterkasti fellibylur svo árum skiptir. um 170 þúsund manns eru heimilislaus. SEx látNir og tugir SlASAðir Hættulegum vegarkafla er með- al annars kennt um að tveir stræt- isvagnar lentu í árekstri á sveitar- vegi norður af Uppsölum í Svíþjóð í gærmorgun. Fimm konur og einn maður létust í slysinu og er tala látinna á þessum vegarkafla kom- inn upp í tólf manns á síðustu tíu árum. Þrír eru alvarlega slasaðir eftir áreksturinn í morgun og allt að fjörtíu manns hlutu minnihátt- ar meiðsl en samtals voru um sjö- tíu manns í vögnunum. Meirihluti farþega var ungt fólk á leið til skóla eða vinnu. Lang- flestir voru án bílbelta þó vagn- anir hafi báðir verið útbúnir belt- um. Notkun þeirra er ekki almenn samkvæmt fréttum og skrifast það oftar en ekki á bílstjórana sjálfa en aðeins fimmtungur þeirra notar belti samkvæmt rannsóknum. Salt var borið á veginn tæpum fjórum tímum fyrir slysið og snjór hafði verið ruddur á öðrum vegarhelm- ingnum. Orsök slyssins liggur ekki fyr- ir en áreksturinn var mjög harður eins og ummerki á slysstað báru merki um. Til að mynda fór stór hluti vinstri hliðar annars vagns- ins af. Viðbúnaður var mikill á svæðinu og fjölmennt lið lögreglu, hjúkrunarfólks og slökkviliðs- manna sent á staðinn. Þrátt fyrir að vegurinn sem slysið varð á sé alræmdur og lengi hafi verið barist fyrir úrbótum á honum eru engar áætlanir um lag- færingar fyrr en árið 2013 þegar reisa á vegrið meðfram kafla veg- arins. En haft er eftir stjórnanda hjá sænsku vegagerðinni á vefsíðu Dagens Nyheter að slysið hefði ekki orðið eins alvarlegt ef vegrið hefði verið við veginn. Talsmaður sænska umferðaráðsins telur að hámarkshraði við veginn sé of hár og ætti aðeins að vera 70 km á klst í stað 90 km/klst. Enda liggur veg- urinn liggur á milli stórra trjáa og bergs. Hann bendir hins vegar á að fram til þessa hafi hugmyndum um lækkun hámarkshraða ávallt verið mótmælt af vegfarendum. Guðsþjónustur voru haldnar í gærkvöld í heimabæjum hinna látnu enda ríkir mikil sorg á svæð- inu. kristjan@dv.is Sex létust þegar tveir strætisvagnar lentu í árekstri á sveitarvegi í Svíþjóð. Vegarkafl- inn þar sem slysið varð er alræmd slysa- gildra og hefur lengi verið barist fyrir úr- bótum á honum. Þrátt fyrir það eru engar áætlanir um úrbætur fyrr en árið 2013. Vegurinn þekkt slysagildra Áralangur dráttur hefur orðið á úrbótum á einum hættulegasta vegi Svíþjóðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.