Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2007, Side 9
arða króna í arð. Það er 46 prósent af
stofnfé eftir að það hafði verið end-
urmetið á 19,5 milljarða króna. Fyr-
ir endurmatið var innborgað stofnfé
9,5 milljarðar króna, litlu hærra en
arðurinn.
Í ársskýrslu SPRON segir að við-
skipti með stofnfé hafi verið lífleg á
árinu. Verð stofnfjár hækkaði, stofn-
fjáreigendum fjölgaði um 46 prósent
og viðskipti með stofnfé námu 2,4
milljörðum króna, það er meira en
tvöfalt meira en árið áður.
Gullkálfurinn er óstöðvandi
Meðal þeirra sem vöruðu við
þróuninni með sparisjóðina á þingi
var Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar. Hann segir að nú
sé komið í ljós það
sem menn óttuð-
ust, að stofn-
fjárhafar
seilist í eig-
ið fé sjóð-
anna þó
þeir eigi í
raun ekki
tilkall til
þeirra. „Í
þessu til-
viki er ver-
ið að greiða
arðgreiðsl-
ur til stofn-
fjárhafa
af eigin fé sem þeir eiga í raun
ekki.“
Lúðvík og Einar Odd-
ur Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, lögðu
fram tillögu þar sem tak-
markanir voru settar fyrir
möguleikum stofnfjárhafa til
að nýta sjóði sparisjóðanna
í eigin þágu. Þetta var sam-
þykkt á þingi en varð ekki til
þess að hamla því að rekstur
sparisjóðanna breyttist. „Gull-
kálfurinn er óstöðvandi,“ seg-
ir Lúðvík og segir ljóst að þeg-
ar gullkálfurinn sé annars vegar
séu engir veggir eða hlið nógu
há til að menn komist
ekki yfir.
DV Fréttir fimmtudagur 15. mars 2007 9
Tugmilljarða arður
Hluthafar FL Group
hafa ástæðu til að
gleðjast þessa dagana.
Þeir fá greidda saman-
lagt fimmtán milljarða
króna eftir þrjár vik-
ur. Þá greiðir félagið út
arð til hluthafa vegna
hagnaðar félagsins á
síðasta ári sem er sá
mesti í sögu FL Group.
Hannes Smárason
Eignin í fL group skilar
Hannesi þrjá milljarða
króna í arðgreiðslur vegna
hagnaðar á síðasta ári.
Kauphöllin Hluthafar félaga í Kauphöllinni fá 64 milljarða króna í arð. greiðslurnar
geta reyndar átt eftir að hækka því þrjú fyrirtæki hafa ekki enn birt ársreikninga.
„Við hjálpum þeim að aðlagast.
Við kennum þeim íslensku og börn-
in fá fræðslu á þeirra tungumáli því
við teljum það vera mjög mikilvægt
til að halda tengslum við þeirra eigin
menningu,“ segir Árni Gunnarsson,
formaður flóttamannanefndar. Ís-
lensk stjórnvöld hafa ákveðið að taka
á móti allt að 30 flóttamönnum í ár.
Konur í neyð
„Við ákváðum í samstarfi við
Flóttamannastofnun Sameinuðu
Þjóðanna að gerast aðilar að verk-
efninu „Kona í neyð,“ segir Árni
Gunnarsson, formaður flóttamanna-
nefndar. Verkefnið felst meðal ann-
ars í því að aðstoða konur á átaka-
svæðum sem annaðhvort hafa misst
eiginmenn sína eða þeir finnast ekki.
Oftast kemur konan með börn sín og
alla fjölskyldu.
Flestir af þeim flóttamönnum sem
komu hér síðast fengu vinnu. Sum-
ir þeirra hafa haldið áfram í námi
og enn aðrir hafið nám. Mikilvægast
er, að sögn Árna, að gera fólkið sjálf-
bjarga sem fyrst. Öllum flóttamönn-
um sem koma til Íslands er boðið
að vera hér eins lengi og þeim líkar.
„Ofbeldið á átakasvæðum Kólumbíu
er skelfilegt og ekki víst að þetta fólk
vilji fara aftur,“ segir Árni.
Stuðningur við hverja fjöl-
skyldu
„Ég var í sendinefndinni sem
fór út að sækja flóttamennina,“ seg-
ir Katla Þorsteinsdóttir frá Reykja-
víkurdeild Rauða krossins. Reykja-
víkurborg útvegar samtökunum
íbúðir sem þau síðan gera að heim-
ilum. Hver flóttamannafjölskylda
fær stuðningsfjölskyldu og var lítið
mál að manna þann hóp. „Sextíu ís-
lenskar fjölskyldur og um þrjátíu út-
lendingar störfuðu með þeim 24 ein-
staklingum sem komu hér árið 2005,“
segir Katla og er hæstánægð með
fjöldann. Reynt var að hafa tvær ís-
lenskar fjölskyldur með hverri flótta-
mannafjölskyldu auk einstaklings af
erlendu bergi brotnu. Oftar en ekki
hafði þetta fólk tengsl við Suður-
Ameríku eða Spán og sumir töluðu
spænsku. Katla benti á að stuðnings-
fjölskyldur verði að ganga í gegnum
ferli sem þau setja saman. „Ekki get-
ur hver sem er valist í þennan hóp og
við reynum með viðtölum og nám-
skeiðum að velja rétta fólkið,“ segir
Katla. skorri@dv.is
Flóttamenn
sumir hafa komið frá átakasvæð-
um eða flóttamannabúðum.
Tökum á móti allt að 30 flóttamönnum í ár:
Hjálpsamir við
flóttamenn
Rúmlega átján þúsund Íslend-
ingar hafa farið í áfengismeðferð
hjá SÁÁ frá árinu 1977. Aðsókn í
Krýsuvík og á Fjórðungssjúkrahús-
ið á Akureyri hefur aukist lítið eitt
en dregið hefur úr innlögnum á
Landspítalann. Annars staðar hef-
ur fjöldi þeirra sem hafa leitað sér
hjálpað haldist stöðugur.
Þetta er meðal þess sem kem-
ur fram í svari Sivjar Friðleifsdótt-
ur heilbrigðisráðherra við fyrir-
spurn Björgvins G. Sigurðssonar,
þingmanns Samfylkingarinnar. Þar
kemur fram að aðeins tvær stofn-
anir geti sinnt áfengismeðferð fyrir
áfengissjúklinga, það eru áfengis-
og vímuefnadeild á geðsviði Land-
spítalans og Vogur. Áfengismeðferð
er þá skilgreind sem skipulögð og
einstaklingsbundin áætlun und-
ir handleiðslu fagmenntaðs fólks.
Langflestir sem hafa leitað sér
hjálpar hafa leitað til SÁÁ. Þang-
að hafa rúmlega 18 þúsund manns
leitað. Við þetta bætist að 15 þúsund
manns hafa leitað á göngudeildina
á Landspítalanum. Í einhverjum
tilfellum er þó um tvískráningu að
ræða þar sem einstaklingar hafa
leitað til beggja stofnana.
Í upplýsingum frá Samhjálp
kemur fram að á síðustu árum hafi
sá hópur sem stríðir við bland-
aða fíkn, áfengis og vímuefna, far-
ið mjög vaxandi en þeim að sama
skapi fækkað hlutfallslega sem
stríða eingöngu við áfengisfíkn.
skorri@dv.is
Mörgum ofviða 18 þúsund hafa
leitað á Vog og 15 þúsund á göngu-
deild á Landspítalanum vegna
alkóhólisma.
Margir leita meðferðar við áfengissýki:
33 þúsund í meðferð