Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Page 7
DV Fréttir þriðjudagur 17. apríl 2007 7
Leigubílstjórar taka þátt í átaki Umferðarstofu og berjast gegn því að fólk keyri undir
áhrifum áfengis. 50 þúsund Íslendingar telja í lagi að keyra eftir einn drykk samkvæmt
nýlegri könnun Umferðarstofu. Herferðin hefur gengið mjög vel segir Einar Magnús
Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu.
LeigubíLstjórar
gegn öLvunarakstri
„Bílstjórararnir voru beðnir um að
hjálpa til í átakinu og þetta er bara
hið besta mál. Átakið er mjög þarft
og sjálfsagt að taka þátt í þessu.
Þessi auglýsingavettvangur er snið-
ugur hvað þetta varðar,“ segir Sæ-
mundur Kristján Sigurlaugsson,
framkvæmdastjóri Hreyfils-Bæjar-
leiða.
Umferðarstofa hefur leitað til
leigubílstjóra um að aka um með
auglýsingar þar sem barist er gegn
ölvunarakstri í umferðinni. Undan-
farið hefur Umferðarstofa, í sam-
starfi við Vínbúðirnar, staðið að aug-
lýsingaherferð gegn ölvunarakstri og
lagt áherslu á að eftir einn drykk sé
ekki í lagi að setjast undir stýri. Sam-
kvæmt nýlegri könnun Umferðar-
stofu eru fimmtíu þúsund Íslending-
ar þeirrar skoðunar að í lagi sé að aka
bíl eftir að hafa drukkið einn drykk.
Gegn þessu viðhorfi vill Umferðar-
stofa berjast því það sé deginum ljós-
ara að snerpa ökukmanna í umferð-
inni dvínar eftir neyslu áfengis.
Gegna mikilvægu hlutverki
Einar Magnús Magnússon, upp-
lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir
átakið til þess að undirstrika að með
hverjum áfengum drykk sljóvgist
viðbragðstími líkamans. Hann
bendir á að alltof mikill fjöldi slysa í
umferðinni orsakist vegna ölvunar-
aksturs. „Meðaltal síðustu fimm ára
eru fimmtán alvarlega slasaðir eða
látnir ár hvert vegna ölvunarakst-
urs. Það þarf ekki nema einn drykk
til og lögum samkvæmt er bann-
að að keyra undir áhrifum áfeng-
is, sama hversu lítið það er. Að aka
undir áhrifum er ekki mannleg mis-
tök heldur meðvituð ákvörðun og
það er bara ekki í lagi,“ segir Einar
Magnús.
„Þessi herferð okkar hefur geng-
ið mjög vel og við heyrum að fólk
er ánægt með þessa nýjung,“ segir
Einar Magnús. „Bílstjórarnir hafa
brugðist mjög vel við þessu enda
gegna þeir mikilvægu hlutverki fyr-
ir þá sem eru að neyta áfengis við
ýmis tækifæri. Þetta er allt spurn-
ing um viðhorf hjá ökumönnum
og það er hægt að bjarga svo mörg-
um mannslífum með því að útrýma
þessari hugsun í samfélaginu. Það
er algjör synd að eyðileggja gott fyll-
erí með því að setjast undir
stýri.“
Tilvalin leið
Björn Björnsson,
leigubílstjóri hjá
Hreyfli-Bæjarleið-
um, hefur starfað sem
leigubílstjóri í átta ár
og brást strax vel við
beiðni Umferðarstofu.
Hann bendir á að her-
ferðin sé unnin í sjálf-
boðavinnu þannig
að bílstjórar
fá ekki greitt fyrir auglýsingarnar.
„Þátttaka meðal bílstjóranna hef-
ur verið mjög góð. Mér finnst þetta
bara mjög gott átak og ég er virkilega
ánægður með að taka þátt í þessu.
Það er náttúrlega tilvalin leið að
nýta sér þjónustu leigubíla eftir að
búið er að fá sér drykk af einhverju
tilefni,“ segir Björn. „Það er
mjög brýnt að berjast
gegn ölvunarakstri
og þarna er verið
að benda á aðr-
ar leiðir en að
setjast við stýri
undir áhrifum.
Mér fannst bara
mjög sjálfsagt að
svara þessu kalli
og ánægjulegt að
geta gefið af sér í
sjálfboðavinnu.“
TrausTi hafsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
„Að aka undir áhrifum
er ekki mannleg
mistök heldur meðvit-
uð ákvörðun.“
Ánægður með átakið Björn Björnsson leigubílstjóri
er einn þeirra sem svaraði kallinu og ekur um með
auglýsingu gegn ölvunarakstri. Hann telur átakið brýnt
og sjálfsagt að gefa vinnu sína fyrir gott málefni.
InnlendArFréttIr
ritstjorn@dv.is
21 tekinn fyrir
ölvun við akstur
Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu tók 21 ökumann um
helgina eftir að hafa staðið þá að
ölvunarakstri. Tíu voru stöðvað-
ir á laugardag og jafn margir á
sunnudag. Einn var svo tekinn
fyrir ölvunarakstur aðfaranótt
mánudags.
Karlmenn á þrítugsaldri voru
áberandi í hópi stúta um helgina.
Tæplega helmingur allra sem var
stöðvaður fyrir ölvun við akstur
stóð undir þeirri lýsingu.
Flestir voru teknir í Reykjavík,
fimmtán af 21, þrír voru teknir í
Hafnarfirði og einn hver í Kópa-
vogi, Garðabæ og á Seltjarnar-
nesi.
Einn drukknu ökumanna var
stöðvaður í annað skipti á ævinni
ölvaður undir stýri
Síminn
kaupir Sensa
Síminn hefur gengið frá
kaupum á öllum hlutabréfum í
þjónustufyrirtækinu Sensa ehf.
Markmið með kaupunum er
að styrkja enn frekar þjónustu
og ráðgjöf Símans til fyrirtækja
bæði innanlands og erlend-
is, segir í fréttatilkynningu frá
Símanum.
Sensa ehf. er þjónustufyr-
irtæki með sérfræðiþekkingu
á sviði IP samskiptalausna
og var stofnað árið 2002. Þar
starfa 17 starfsmenn og á árinu
2006 var velltan 997 milljónir.
Kaupverðið er trúnaðarmál.
Staðsetning ráðstefnunnar eða fundarins er ekki síður mikilvæg en fyrsta
flokks aðbúnaður og þjónusta.Við bjóðum allt þetta; frábæra staðsetningu í
hjarta borgarinnar, þrjá glæsilega sali með öllum nauðsynlegum tæknibúnaði
og fyrirtaks veisluþjónustu.
Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is
eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn!
Fundur í miðborginni
Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
aldrei fleiri
útskrifaðir
74 rafvirkjanemar og 17 raf-
eindavirkjar fengu sveinsbréf sín
við útskriftarathöfn á laugardag
og hafa aldrei
fleiri verið út-
skrifaðir í einu.
Síðustu ár-
hafa venjulega
um 30 rafvirkjar
og tíu til fimmt-
án rafeinda-
virkjar verið
útskrifaðir í
hverju sveins-
prófi sem hald-
in eru tvisvar á ári. Rafvirkjahóp-
urinn nú er því meira en tvöfalt
fjölmennari en við flestar útskrift-
ir. Fall á sveinsprófum var minna
en nokkru sinni fyrr. Fimmti hver
nemi sem þreytti prófið féll en
venjulega fellur einn af hverjum
þremur á prófinu.
Einar Magnús
Magnússon
Fólk er ánægt með
þessa nýjung segir
upplýsingafulltruí
umferðarstofu.