Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Page 9
DV Fréttir þriðjudagur 17. apríl 2007 9
Framboðin til
alþingiskosninga:
Sjálfstæðisflokkurinn
„Flokkurinn virðist vera í nokkuð góðri stöðu, 40–45
prósenta fylgi er mjög ásættanlegt,“ segir Baldur.
„Flokkurinn er í ágætum málum, fylgið hefur þó ver-
ið nokkuð rokkandi. Sjálfstæðisflokkurinn mun líklegast
bæta við sig þingmönnum. Þeir eiga sóknarfæri í Norð-
austurkjördæmi og í Kraganum. Þegar flokkurinn skipti
um formann breyttist ímynd hans. Efnahagsástandið er
gott og þótt það sé þensla eru lífskjör góð og atvinnuleysi
er ekkert,“ segir Birgir.
Samfylkingin
„Einn af hverjum þremur kjósendum sem kusu Sam-
fylkinguna árið 2003 ætlar ekki að kjósa flokkinn aftur.
Flokkurinn leitast nú við að ná frumkvæði í umræðunni
um ábyrga efnahagsstjórn og reynir að ná frumkvæðinu
af vinstri grænum í velferðar- og jafnréttismálum,“ segir
Baldur.
„Staða Samfylkingarinnar hefur verið heldur bágbor-
in í könnunum, en fylgið er á uppleið og hún mun halda
áfram að bæta við sig fylgi fram á kjördag. Það er þó ljóst
að hún mun tapa fylgi frá síðustu kosningum,“ segir Birgir.
Vinstrihreyfingin -
grænt framboð
„Vinstri grænir hafa verið í sérstaklega góðri stöðu en
eru að dala. Í augnablikinu eru þeir í mjög góðri stöðu,
en það er hætta á því að fylgið geti pompað niður mjög
snögglega,“ segir Baldur.
„Vinstri grænir munu fara vel út úr þessum kosning-
um. Vandamálið er hins vegar væntingarnar, þegar flokk-
ar eru komnir jafn hátt og þeir, þá fara margir flokksmenn
að gera sér vonir um enn meira fylgi. Það er rétt að hafa
það hugfast að ef vinstri grænir fá 18 prósenta fylgi, þá
hafa þeir tvöfaldað fylgið, það er frábær árangur,“ segir
Birgir.
Framsóknarflokkurinn
„Framsóknarflokkurinn er búinn að tapa helmingn-
um af fylgi sínu frá því fyrir fjórum árum. Flokkurinn bæt-
ir hins vegar við sig verulegu fylgi frá síðustu vikum þeg-
ar kosningabaráttan fer á fullt. Framsóknarflokkurinn er
búinn að negla sig við Sjálfstæðisflokkinn og því er vinstri
armur kjósenda hans horfinn,“ segir Baldur.
„Flokkurinn á í augljósum vandræðum, hann mun
reka góða kosningabaráttu sem mun skila fylgisaukningu.
Staðan hefur hins vegar lengi verið slæm og fékk flokkur-
inn til dæmis ekki góða kosningu í síðustu sveitarstjórn-
arkosningum,“ segir Birgir.
Frjálslyndi flokkurinn
„Það er óvissa í flokknum eftir klofninginn, hvaða áhrif
stefna hans í innflytjendamálum mun hafa. Flokkurinn
mun halda sér yfir fimm prósentum í fylgi og það virð-
ist vera einhver hljómgrunnur í samfélaginu fyrir stefnu
hans í innflytjendamálum,“ segir Baldur.
„Fyrirfram hefði ég ætlað að flokkurinn myndi ná tíu
prósenta fylgi. Hann fékk góða kosningu í borgarstjórn-
arkosningunum, en nú er sá armur allur farinn. Það er
ómögulegt að segja til um hann. Það er komið mikið los á
flokkinn og það er eins og hann hafi ekki fundið sinn tón.
Hættan er að hann útiloki sig frá öðrum flokkum,“ segir
Birgir.
Íslandshreyfingin
„Hún er stóra spurningamerkið. Henni gengur hrein-
lega illa um þessar mundir, er að mælast með rétt tvö pró-
sent í fylgi. Hún hefur ekki náð neinni siglingu, var allt of
sein að koma fram. Umhverfismálin hafa verið svo mikið
rædd og ég er ekki viss um að þau verði aðalmálið fram
að kosningum. Hætta er á að atkvæði hennar detti niður
dauð, sem styrkir stöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir Baldur.
„Íslandshreyfingin er óskrifað blað, það eru helmings-
líkur á því að hún nái manni inn á þing. Þau taka ákveðinn
fjölda óánægjuatkvæða sem falla dauð og verða sitjandi
stjórn til góða,“ segir Birgir.
Baráttusamtökin
„Þau eiga erfitt uppdráttar, flestir flokkar hafa tekið
upp málefni aldraðra og öryrkja. Það er ólíklegt að þau
geri mikið úr því sem komið er,“ segir Baldur.
„Ég fæ ekki betur séð en þau séu steindautt fyrirbæri,
munu ekki fá neitt fylgi að ráði, kannski eitt prósent.
Framboðið vantar þekktan leiðtoga,“ segir Birgir.
SKÝRARI
VALKOSTIR
EN ÁÐUR
er það stór hópur kjósenda sem
ákveður sig síðustu dagana fyrir
kosningar, reynslan sýnir okkur að
Sjálfstæðisflokkurinn fær minna
en aðrir flokkar af óákveðnum
kjósendum en Framsóknarflokk-
urinn hefur styrkt sig mikið.“
Baldur telur mikið geta breyst
á þeim fjórum vikum sem eru til
kosninga. „Við sjáum það að kann-
anir sýna miklar sveiflur á fylgi
flokkanna. Vinstri grænir dala
í sumum könnunum, en Sam-
fylkingin fer eitthvað yfir tuttugu
prósenta fylgi. Ríkisstjórnin virð-
ist jafnframt vera að styrkja stöðu
sína um þessar mundir og kann-
anir benda til þess að fylgi Ís-
landshreyfingarinnar muni detta
niður dautt og það veikir mögu-
leika stjórnarandstöðunnar.“ Í
Silfri Egils á sunnudag sótti Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir fast að
vinstri grænum. „Það vakti athygli
að heyra í Ingibjörgu. Það er nýr
tónn í henni, því hún vill greini-
lega sækja fylgið á vinstri vængn-
um til vinstri grænna. Baráttan um
stærsta flokkinn á vinstri vængn-
um verður því hörð.“
C 60
M 0
Y 100
K 60
C 50
M 0
Y 100
K 0
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokkurinn hélt landsfund sinn
um helgina.