Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Qupperneq 10
þriðjudagur 17. apríl 200710 Fréttir DV Um klukkan sjö í gærmorgun réðst óður byssumaður á þrítugs- aldri inn í heimavist Virginia Tech háskólans í Virginiu og myrti fyrrver- andi kærustu sína. Skelfing greip um sig á meðal nemenda sem fréttu af morðinu. Tveimur tímum síðar gekk sami maður inn í verkfræðideild há- skólans sem er í um fimm mínútna göngufæri frá heimavistinni og hóf enn frekari skothríð sem talin er hafa endað með því að hann skaut sig sjálfur. Eftir lágu í valnum þrjátíu og tveir einstaklingar auk morðingj- ans og um þrjátíu voru særðir. Þetta eru verstu fjöldamorð í skóla í sögu Bandaríkjanna, en vissulega ekki þau fyrstu. Áttuðu sig ekki á árásinni Nemendur sem heyrðu í skothríð mannsins inn á heimavistinni sögð- ust sumir hverjir ekki hafa áttað sig á að um árás væri að ræða. Einn nemi taldi að um reglubundnar verktaka- framkvæmdir á húsnæði skólans væri að ræða. Þegar skothríðin hélt áfram um sinn og einn stúdent hafði talið allt að fimmtíu skot þá fóru nemendurnir að átta sig á hvers kyns hljóðin voru. Eftir fyrri árásina barst neyðar- tilkynning skólastjóra á heimasíðu skólans þar sem nemendum var ráðlagt að læsa sig inni í hýbílum sínum og halda sig í góðri fjarlægð frá gluggum. Síðan streymdi lið lög- reglu og sjúkrabíla inn á svæðið og nemendur héldu sig til hlés. Þegar fyrstu fréttir af tölu látinna bárust eins og eldur í sinu um skólasvæði greip skelfing um sig meðal fjölda nemenda Einangra, stöðva og stjórna Eftir fyrri skothríðina, sem hófst um fimmtán mínútum eftir sjö þá liðu um tveir klukkutímar þar til lögregla var kölluð út á vegna skot- hljóða sem bárust úr verkfræðideild skólans. Því má ljóst vera að morð- inginn hafi gert hlé á ódæðum sín- um í nokkurn tíma en svo haldið þeim áfram. Á þeim tíma var lög- regla löngu komin á skólasvæðið og tekin til við að leita að byssumannin- um hús úr húsi. Ekki er það auðvelt verk þar sem um 27 þúsund nemar eru við skólann auk fjölda kennara á gríðarstóru svæði sem jafnast á við stærðarinnar þorp. Sú leitaraðferð sem lögreglan not- ar er meðal annars byggð á reynslu sem fékkst í baráttunni við dreng- ina tvo sem myrtu 12 manns í Col- umbine skólanum í Colorado. Ein- kunnarorð lögreglunnar við svona aðgerðir eru að „einangra, stöðva og stjórna,“ ódæðismanninum. Fjöldi stúdenta hefur lýst aðgerð- um lögreglu sem „æðisgengnum“ og „taugaveikluðum,“ þar sem þeir hót- uðu að skjóta nema sem ekki settu hendur yfir höfuð og beygðu sig nið- ur umsvifalaust. Morð tilkynnt á heimasíðu skólans „Ég keyrði framhjá heimavist- inni fyrr um morguninn á leið minni í kennslustund og sá þá fjölda lög- reglubíla þar fyrir utan en hvorki mér né mínum samnemendum var tilkynnt um hvað væri á seyði,“ sagði Dagmar Kristín Hannesdóttir, dokt- orsnemi í sálfræði við Virginia Tech. „Svo fór ég í kennslustund án þess að gruna nokkuð. Það var ekki fyrr en einn nemandi, sem hafði stolist til að vafra um netið í fartölvu, rakst á tilkynningu á heimasíðu skólans um að morð hefði verið framið á heima- vistinni að við áttuðum okkur á því sem gerst hafði,“ sagði Dagmar. Eftir þessa uppgötvun fylgdust skólasystkinin með gangi mála á heimasíðunni þar til að nemendum var bent á að halda sig inn í stofun- um og í góðri fjarlægð frá gluggum. „Lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að morðinginn hefði yfirgef- ið skólasvæðið og því vorum við ekki vöruð við frekari árásum,“ segir Dag- mar. Um einni og hálfri klukkustund síðar er þeim hleypt úr kennslustof- Vopnaður maður myrti rúmlega þrjátíu manns í bandarískum háskóla tveimur klukkustundum eftir að hann myrti kærustu sína annars staðar á skólasvæðinu. Lögreglan hélt að maður- inn væri á bak og burt eftir fyrsta morðið. Nemendur voru því ekki varaðir við og vissu fæstir hvað væri á seiði. Þetta eru verstu fjöldamorð í skóla í sögu Bandaríkjanna. Fengu enga viðvörun © GRAPHIC NEWS Skotárás í bandarískum háskóla Í það minnsta 32 létu líð og á þriðja tug slösuðust þegar vopnaður maður gekk um og skaut á nemendur á skólalóð Virginia Tech háskólans í Blacksburg í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Hann skaut á fólk á tveimur stöðum, í West Ambler Johnston nemendagörðunum og Norris Hall sem er verkfræðibygging. Virginia Tech: 26.000 nemar stunda nám í ríkisháskólanum. Íþróttavöllur 275m 900ft Heimild: Virginia Tech 7.15: Árásarmaðurinn hefur skothríð í West Ambler Johnston Hall. Einn látinn. Washington Blacksburg VIRGINIA New York 9.15: Margir féllu, þar á meðal árásarmaður- inn, í annarri skotárás í Norris Hall. Vel varinn lögreglu- menn voru margir hverjir búnir skotheldum vestum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.