Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Qupperneq 20
Menning þriðjudagur 17. apríl 200720 Menning DV Sumardag- stónleikar í Borgarnes- kirkju Í tilefni 40 ára starfsafmæl- is Tónlistarfélags Borgarfjarð- ar verður frumflutt tónverk- ið „Auðir bíða vegirnir“ eftir Önnu Sigríði Þorvaldsdóttur úr Borgarnesi. Verkið samdi Anna Sigríður við ljóð Snorra Hjart- arsonar. Einnig flytja listamenn sem eiga ættir að rekja í Borg- arfjörðinn fjölbreytta efnisskrá. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 að kvöldi sumardagsins fyrsta í Borgarneskirkju. Skáldasetur Jóhannesar úr Kötlum Unnendur ljóðskáldsins Jóhannesar úr Kötlum geta nú nálgast margs konar fróðleik um ævi og skáldskap Jóhannesar. Afkomendur hans hafa sett á stofn skáldasetur á léninu johannes.is, þar sem finna má fróðleik af ýmsu tagi og margar myndir af skáldinu. Guð og menn Í hvert sinn sem ég lýk við málverk tek ég mér í hönd einhvern hlut sem Guð hefur skapað; svo sem stein, blóm eða trjágrein. Ef málverkið stenst samanburð við eitthvað sem ekki verður skapað af manninum dæmist það nógu gott. Ef ekki, flokkast málverið óhjáklæmilega undir lélega list. Marc Chagall list Drengirnir frá Syðri-Á í sumarskapi Hljómsveitin South River Band heldur tvenna tónleika á sumardaginn fyrsta. Fyrri tónleikarnir verða í Bíósalnum í Keflavík og hefjast klukkan þrjú. Þeir síðari verða á Café Rosenberg í Lækjargötu. Sveit- in, sem verður sjö ára í haust, hefur gefið út þrjá hljóm- diska sem seldir hafa verið til styrktar góðum málefnum. Um þessar mundir eru drengirnir að vinna að fjórða disk sínum sem væntanlegur er á markað í sumar. Tónlist þeirra er blanda af þjóðlagatónlist frá ýmsum löndum. Spennandi tækifæri fyrir krakka á aldrinum 7-14 ára Þær stöllur hafa unnið saman í mörg ár en þrátt fyrir það er þetta fyrsta samsýningin þeirra. Inga Elín segir hugmyndina að sýning- unni hafa kviknað eftir heimsókn frægs manns sem heimsótti landið og keypti af henni tvö verk. „Það var hringt í mig og í síman- um var maður sem tjáði mér að á Íslandi væri staddur heimsfrægur maður sem hefði mikinn áhuga á glerlist. Hann vildi hitta íslenskan glerlistamann, skoða verkin hans og jafnvel að kaupa af honum eitt verk eða svo. Maðurinn væri svo frægur að hann gæti ekki sýnt sig á götu af öryggisástæðum og því yrði ég að koma með eitthvað af verkun- um mínum niður í Sundahöfn þar sem þeir yrðu staddir seinna um daginn. Það var ekki fyrr en þang- að var komið að ég fékk að vita að þetta væri sjálfur Elton John. Hann er ósköp notalegur maður, við spjölluðum saman í hálftíma og hann skoðaði heimasíðuna mína og verkin sem ég hafði valið til að taka með mér. Hann var hrifinn af verkunum og það endaði með því að hann keypti tvö þeirra, glerskál og glerskúlptúr.“ Inga Elín sagðist hafa fyllst eldmóði eftir fundinn við þenn- an fræga mann og aðdáun hans á verkum hennar. Í framhaldi af því ákváðu þær stöllur að slá í klárinn og halda samsýningu á verkum sem þær hafa unnið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Á sýningunni sýnir Hansína skartgripi og litla skúlptúta unna í eðalmálma utan um gler Ingu Elínar. Inga Elín sýnir hins vegar skúlptúra unna í gler og steinsteypu. Þær Hansína og Inga Elín eru báðar vel menntaðar á sínu sviði. Hansína lærði gullsmíði hjá föður sínum, Jens Guðjónssyni, og eft- ir útskrift úr Myndíða- og hand- menntaskólanum fór hún til Kan- ada þar sem hún dvaldi í tvö ár og lærði skúlptúr. „Eftir að ég kom heim frá Kan- anda vann ég eingöngu í stærri verkum, t.d. stendur 4 metra hár skúlptúr eftir mig í garði fyrir utan fínt hús í Garðabæ. Ég hef lengi verið að reyna að trappa mig nið- ur hvað stærðina varðar og líklega hef ég náð tökum á því með töpp- unum sem eru á sýningunum. Ég er farin að snúa mér meira að gull- smíðinni og vinn meira í gull en stein.“ Þær stöllurnar eru flinkir lista- menn og margir eiga og þekkja verkin þeirra, bæði hér heima og erlendis. Einstök hönnun Hans- ínu hefur gefið henni frama langt út fyrir landsteinana og hún er kunn fyrir að blanda saman ýms- um málmtegundum, eins og stáli og gulli. Hún hefur unnið mikið með íslenska steina og skartgripir hennar þykja mjög sérstakir. Inga Elín notar gler og steypu í verk sín, en hún er menntaður myndlista- maður, útskrifuð úr Listaskólum hér heima og í Danmörku. Hún hefur haldið fjölda sýninga og auk þess að vinna glerlistaverk vinnur hún keramikverk. Hún hefur feng- ið verðlaun fyrir verk sín bæði hér heima og erlendis og sýnt og selt víða um heim. Einnig hannaði Inga Elín verðlaunagrip sem veittur er árlega þeim sem hlýtur Íslensku tónlistarverðlaunin. „Samvinna okkar Hansínu er mjög ánægjuleg þótt við séum að vinna úr ólíkum efnum,“ segir Inga Elín og Hansína tekur heilshugar undir það. „Það má segja sem svo að glerið mitt séu steinarnir henn- ar Hansínu sem verða enn fallegri þegar hún hefur myndað umgjörð- ina í kringum þá,“ segir Inga Elín að lokum. Þær Hansína og Inga Elín bjóða alla velkomna á sýninguna sem er opin á verslunartíma. Leikfélag Akureyrar leitar nú logandi ljósi að barnastjörnum á aldrinum 7-14 ára til þess að leika við hlið atvinnuleikara í fyrstu frumsýningu haustsins 2007.Leik- ararnir ungu munu taka þátt í fjöl- skylduleikritinu Óvitar, eftir Guð- rún Helgadóttur sem verður í leik- stjórn Sigurðar Sigurjónssonar. Mikið er um tónlist í verkinu og hef- ur Jón Ólafsson samið nýja tónlist fyrir sýninguna og hann mun jafn- framt stýra hljómsveit. Skráning í áheyrnarprufur verða í leikhúsinu á Akureyri föstudaginn 20. apríl milli klukkan 14 og 15 og áheyrn- arprufurnar verða svo haldnar 5. og 6. maí. Mikill leikhúsáhugi er á með- al ungra Eyfirðinga og nærsveit- armanna, gríðarleg þátttaka hefur verið á leiklistarnámskeiðum und- anfarin misseri og því er gert ráð fyrir mikilli þátttöku í prufunum. LA stóð fyrir samskonar prufum fyrir rúmum tveimur árum þegar átján börn og ungl- ingar voru valin til þess að taka þátt í uppsetningu á söngleiknum Óliver! Að sögn forráðamanna leik- hússins er þátttaka barna í atvinnuleiksýningu afar krefjandi, lærdómsrík og umfram allt skemmti- leg lífsreynsla. Leikritið Óvitar var frumsýnt hjá Þjóðleikhúsinu árið 1979 og naut það mik- illa vinsælda og það sama má segja þegar verkið var sett upp í Þjóðleikhúsinu í lok ní- unda áratugarins. Meðal barnanna sem tóku þátt í uppsetningu Þjóðleik- hússins eru nú starfandi leikarar, t.d. Halldóra Geir- harðsdóttir, Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir, Benedikt Árnason og Helga Vala Helgadóttir. leiklist Leikfélag Akureyrar leitar að barnastjörnum Gullsmiðja Hansínu Jens sem stendur við Laugaveg 42 fylltist af fólki á föstudag- inn var þegar þær Hansína og glerlistakonan Inga Elín opnuðu samsýningu í versl- un Hansínu. Gestir nutu góðra veitinga og dáðust að verkum listakvennanna við undir- leik gítarleikaranna Þórarins Sigurbergssonar og Péturs Valgarðs Péturssonar. GULL, GLER, DJÁSN og dýrmæti Verk af sýningu Hansínu og Ingu Elíar. Falleg verk eftir flinkar konur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.