Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2007, Side 27
Harry Potter þemagarður Harry Potter aðdáendur geta glaðst við þeim fréttum að fyrirhugað er að byggja þemagarð í Flórída byggðan á bókunum um töfrastrákinn. Aðdáendum verður með því gert kleift að stíga inn í töfrandi heim þar sem þeim gefst kostur á að fara í magnaðar rússíbanaferðir byggðar á atburðum úr bókunum. Harry Potter æðið hefur nú þegar halað inn 2 milljónum punda og er höfundur bókana JK Rowling komin á lista Forbes tímaritsins yfir ríkustu konur heims. Orlando Studios standa fyrir byggingu þemagarðsins. Með krabba- mein í hálsi Stórleikarinn Sean Connery hefur glímt við krabbamein í hálsi síðustu tuttugu árin en hefur þó alltaf náð að halda því leyndu fyrir fjölmiðlum. Nú hafa læknar hins vegar staðfest að þeir hafi náð að fjarlæga meinið og hefur Neil bróðir Connerys komið fram opinberlega og sagt frá því að þeir bræður hafi báðir glímt við krabbamein í hálsi. Fréttir um slæmt heilsufar leikarans fóru að kvisast út fyrir um tveimur vikum þegar Connery þurfti skyndilega að hætta við að koma fram opinberlega á góðgerðarsamkomu sökum þess að hann þurfti að mæta til læknis. Sem betur fer er allt gott að frétta af Bond-leikaranum í dag. Fagtímaritið Variety fjallar sérstaklega um kvikmyndaupptökur á landinu 50 milljónum dollara eytt í upptökur á Íslandi Fjöldinn allur af stórmyndum hefur verið tekinn upp hér á Íslandi undanfarin misseri, en það er ein- mitt umfjöllunarefni nýrrar greinar sem finna má á vefsíðu kvikmynda- fagritsins The Variety. Á meðal þeirra mynda sem teknar hafa verið upp hér eru Batman Begins, Die Another Day, Hostel, Lara Croft: Tomb Raid- er og Flags of Our Fathers. í greininni er vitnað í aðstanendur Flags of Our Fathers þar sem þeir segja íslenska náttúru vera eina sinnar tegundar og því helsta ástæðan til þess að taka upp hér. Þá kemur einnig fram í grein- inni hversu hagkvæmt það sé að taka upp á Íslandi, en yfirvöld borga 14% af öllum þeim framleiðslukostnaði sem eytt er hér í landi tilbaka. Á und- anförnum fimm árum hafa erlend- ir framleiðendur eytt um 50 millj- ónum dollara í kvikmyndaupptökur hér á landi eða um 3,2 milljörðum ís- lenskra króna. Á þessum fimm árum hefur ríkið greitt tilbaka um 9,8 millj- ónir dollara, eða um 640 milljónir. Áður var hlutfall endurgreiðslunnar aðeins 12 % en hlutfallið var hækkað í 14% fram til ársins 2011. Þá er einnig talað um ókosti þess að taka upp á Ís- landi, en þeir helstu eru vetrarbirtan og skortur á nýtískulegri aðstöðu til eftirvinnslu. Á döfinni er þó að koma á stofn hér fyrsta flokks upptökuveri, sem ætti þá vonandi að auka straum kvikmyndagerðamanna til landsins. Dansað Eigendaskipti hafa átt sér stað á versluninni Liborius á Nýlendugötu. Jón Sæmundur hyggst opna aftur verslun sína Nonnabúð á Laugavegin- um og nýir eigendur Liborius eru Jó- hann Meunier tískugúrú með meiru og félagarnir Svanur og Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi. „Þetta eru bara mjög jákvæðar og spennandi breytingar og allir mjög sáttir við eig- endaskiptin. Dead-merkið átti betur heima í Nonnabúðinni eins og hún var á Klapparstígnum svo Jón Sæ- mundur ætlar að opna rokkaða og flotta Nonnabúð í sumar og við ætlum að flytja okkur meira í átt frá götutísk- unni yfir í framúrstefnulega hátísku- hönnun,“ segir Jóhann sem stend- ur vaktina allan daginn í Liborius en hann hefur hingað til lifað og hrærst í tískuheiminum í París. „Ég vann sem aðstoðarmaður listræna stjórnandans í Colette en það er oft talin vera Mekka tískuvöruverslana í París, síðan starf- aði ég líka sem blaðamannafull- trúi fyrir unga tískuhönnuði og hef einnig unnið með 3as four sem er fatamerki sem er til sölu hér í Liborius,“ segir Jó- hann en eins og heyra má er enginn nýgræðingur í tísku- heiminum hér á ferð. „Nonni kemur til með að starfa áfram sem ráðgjafi í fyrirtæk- inu okkar sem og Aftur-syst- urnar Hrafnhildur og Bára Hólmgeirsdætur en það verður frábært að hafa þau áfram sér innan handar.“ Það sem er annað merkilegt að frétta úr Liborius er að tekist hefur að fá Dior-karlalínuna í sölu en hún hefur hingað til ekki verið fáanleg á Íslandi. „Já, við erum búin að ganga frá samningn- um við Dior Homme og nýjasta línan þeirra kem- ur í búðina til okkar í haust. Það er náttúru- lega ótrú- lega flott að Dior hafi samþykkt að selja vörurnar sínar hjá okkur þar sem þær eru aðallega til sölu í sérstök- um Dior-verslunum og einstaka há- tískuvöruverslunum,“ segir Jóhann. „Aðilar frá Dior eru búnir að skoða öll smáatriði í versluninni hjá okkur og allt í kringum fyrirtækið. Það hefur eflaust hjálpað til að fyrir erum við að selja mjög virt og þekkt nöfn í tískuheim- inum,“ segir Jóhann að vonum glaður með nýjustu viðbótina í verslunina. „Mér hefur líka tekist, með hjálp frá- bæra fjármálastjórans míns, að reikna nákvæmlega út verðin og álagningu á öllum flíkunum og þar af leiðandi að lækka verðið í versluninni til muna,“ segir Jóhann að lokum og lofar fjöl- breyttum og skemmtilegum fatnaði í Liborius, bæði fyrir ungu kynslóðina sem og þá eldri. krista@dv.is Nýjasta línan frá Dior Homme verður til sölu í Liborius í Haust sem er mikill heiður fyrir íslenska tískuverslun. Die Another Day James Bond lenti í rosalegum eltingarleik á íslenskri grundu. !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG REGNBOGANN Á MIÐASALA Í BORGARBÍÓ Á FRAKKLAND Á EKKI MÖGULEIKA SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? MAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR MEÐ SÚPERSTJÖRNUNUM HALLE BERRY OG BRUCE WILLIS VINKONA HENNAR ER MYRT OG EKKI ER ALLT SEM SÝNIST. HVE LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA? ,,MAGNÞRUNGINN SPENNUTRYLLIR OG SJÓNARSPIL SEM GEFUR EKKERT EFTIR'' VJV, TOPP5.IS PERFECT STRANGER kl. 5.30, 8 og 10. 30 B.I. 16 ÁRA SUNSHINE kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA THE SCIENCE OF SLEEP kl. 8 og 10 B.I. 7 ÁRA ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6 TMNT kl. 6 B.I. 7 ÁRA SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 5.45 THE ILLUSIONIST kl. 8 og 10.15 PERFECT STRANGER kl. 5.30, 8 og 10. 30 B.I. 16 ÁRA PERFECT STRANGER SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10. 30 SUNSHINE kl. 5.50, 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 5, 7, 9 og 11 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 4 TMNT kl. 4, 6, og 8 B.I. 7 ÁRA SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 10 PERFECT STRANGER kl. 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA HOT FUZZ kl. 10 B.I. 16 ÁRA SCHOOL FOR SCOUNDRELS kl. 8 ÚTI ER ÆVINTÝRI ÍSLENSKT TAL kl. 6 TMNT kl. 6 B.I. 7 ÁRA Bjartir og breyttir tímar framundan Liborius Áherslan verður á framúr- stefnulega hönnun. Jóhann Meunier Nýr eigandi Liborius er ánægður með að fá Dior í búðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.