Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 10
Föstudagur 27. apríl 200710 Helgarblað DV
H
ann er hvergi sjá-
anlegur á stefnu-
mótsstaðnum.
Þar eru einhverj-
ir útlendingar
sem hafa kannski
einhverja sögu
að segja mér, en það er alveg öruggt
að engum þeirra hefur verið ruglað
við Guðmund í Byrginu. Það hefur
Mumma í Götusmiðjunni hins veg-
ar verið gert með þeim afleiðingum
að hann sá sig knúinn til að senda
út fréttatilkynningu og leiðrétta mis-
skilninginn.
„Á sömu stundu og verið var að
sýna Kompásþáttinn um Byrgið, var
verið að afhenda Götusmiðjunni eina
milljón króna í styrk. Tuttugu mínút-
um eftir að ég kom heim hringdi einn
styrktaraðilanna og tilkynnti mér að
„þrátt fyrir það sem hefði komið í ljós“
mættum við halda milljóninni. Þegar
sala á verndarengli Götusmiðjunnar
og geisladiskasala hrundi, sá ég mig
tilneyddan að senda tilkynningu og
leiðrétta misskilninginn. Mummi í
Götusmiðjunni er ekki Guðmundur í
Byrginu.“
Langafabarn Jónasar
Kristjánssonar læknis
Þessi Mummi hefur aldrei ver-
ið sáttur við nafnið sitt, Guðmundur.
Þess vegna tók hann upp millinafnið
Týr fyrir tíu árum. En hann vill vera
Mummi.
„Ég er fimmti ættliður af „Guð-
mundur Þórarinsson og Þórarinn
Guðmundsson“. Ég er ættaður vestan
úr Arnarfirði en amma mín bjó á Sauð-
árkróki. Hún er Ásta Jónasdóttir, dótt-
ir Jónasar Kristjánssonar læknis sem
var einn aðalhvatamaður að stofn-
un Náttúrulækningafélagsins. Hún er
orðin 96 ára og eldhress. Amma stóð
vaktina í óeirðunum á Austurvelli árið
1949. Hún er síðasti kommúnistinn!“
segir hann brosandi.
Mummi er næstelstur fimm bræðra,
skilnaðarbarn sem flutti úr 101 í Laug-
arneshverfið og þaðan í Mosfellssveit-
ina þegar hann var unglingur.
„Ég tel að það hafi bjargað lífi mínu
að flytja út fyrir bæinn á unglingsár-
unum,“ segir hann. „Flestir æskuvina
minna dóu, enduðu á geðdeild eða á
Hrauninu. Fyrsta skipulagða innbrot-
ið mitt framdi ég þegar ég var tíu ára.
Það var svo vel skipulagt að ég notaði
ekki kúbein heldur varð mér úti um
lykilinn að sjoppunni sem ég ætlaði
að ræna. Ég held að við fæðumst öll
með tiltölulega autt blað, en svo mót-
ar lífið okkur. Æskuheimili mitt var
mjög brotið. Við vorum fimm bræð-
urnir, móðir okkar og stjúpi. Út á við
leit heimilið mjög vel út, en innviðirn-
ir voru skemmdir.“
Meðferðarheimili full af miðju-
börnum
Mummi er ekki í vafa um að syst-
kinaröðin mótar fólk.
„Ég var miðjubarn fyrstu tíu árin.
Ég er með fullt meðferðarheimili af
miðjubörnum. Þegar ég flyt fyrir-
lestra sé ég svo vel hvernig systkina-
röðin mótar fólk. Kenning mín er sú
að yngstu börn eru efnishyggjufólk
og það er ekkert neikvætt við það. Á
fyrirlestri sem ég flutti fyrir þúsund
manns í Verzlunarskólanum bað ég
alla þá sem væru yngstu börn að rétta
upp hönd. Það voru, held ég, sjö, átta
hundruð hendur. Þegar ég held fyr-
irlestra fyrir hjálpargeirann eru það
hendur elstu barna sem fara á loft. Í
brotnum fjölskyldum festast börn í
hlutverki sínu. Ég var í hlutverki svarta
sauðsins. Skilaboðin til mín voru
þau að fjölskyldan myndi funkera ef
Mummi væri í lagi. Mummi teikaði
bíla, braust inn, braut rúður og var
í slagsmálum. Þannig gat fókus fjöl-
skyldunnar farið á mig og beint sjón-
um frá því sem var að. Gamla dæsið
yfir Mumma var oft á dag.“
Hefur hitta marga Mumma
Í starfi sínu á meðferðarheimilinu
Götusmiðjunni segist Mummi hafa
hitt marga Mumma og Mummur.
„Mín tilfinning er sú að við veljum
okkur efni sem henta persónuleikan-
um. Þegar ég bragðaði áfengi í fyrsta
sinn sá ég himnana opnast. Ég vissi
að þetta ætlaði ég að gera aftur. En
amfetamín varð mitt efni. Ég er ör að
eðlilsfari og væri vafalaust skilgreind-
ur ofvirkur með athyglisbrest ef ég
væri barn núna,“ segir hann og bætir
við að hann þoli ekki allar þær sjúk-
dómsgreiningar sem í boði eru. „Ég
man alltaf morguninn sem ég vaknaði
eftir fyrstu áfengisneysluna, skítugur
uppi í rúmi. Það fyrsta sem ég hugs-
aði var: „Þetta geri ég alveg örugglega
aftur.“ Þaðan var strikið tekið, það eina
sem ég vissi að ég vildi gera var að vera
undir áhrifum. Það segir ofsalega mik-
ið um það hvernig Mumma leið. Ég sé
aldrei fíknir öðruvísi en sem birtingar-
form á öðrum vanda. Hvort sem það
heitir spilakassi, offita, kaupsýki, svelti,
dópneysla, vinnufíkn, íþróttafíkn, pól-
itíkurfíkn, félagsmálafíkn... þetta er allt
birtingarform á öðrum vanda. Þess
vegna á alltaf að leita lausnarinnar í
stóru myndinni. Ekki á fyrsta glasinu
heldur „hver ertu?“ Finna sjálfsmynd-
ina og fjölskyldumynstur. Krakkarnir
vita um skaðsemi vímuefna, það þarf
ekki að tala sig bláan uppi við töflu um
það. Við erum komin lengra í þerapíu
en svo að tala um fíkn á sjúkdómsnót-
um. Læknar geta lagað bilaða lifur og
hné, afleiðingar af neyslu, en ég held
ekki að þeir séu manna hæfastir í að
ræða tilfinningalíf.“
Bráðum á Mummi fimmtán ára af-
mæli. Það var 21. júní árið 1992 sem
hann varð edrú og segir að í raun hefði
hann átt að vera löngu dauður.
„Það kom upp atvik innan fjöl-
skyldunnar sem varð til þess að ég
sá að annaðhvort yrði ég að gefa enn
einni meðferðinni séns eða deyja. Ég
var búinn að vera inn og út af með-
ferðarstofnunum, fór fyrst 21 árs inn
á Silungapoll. Ég byrjaði snemma að
leita. Ég var hjá SÁÁ, inni á geðdeild
og hjá hinum og þessum batteríum.
Ég reyndi meira að segja að tékka á
Guði, hvort hann væri einhver lausn.
Guð hefur aldrei meikað neinn sens
fyrir mér nema sem trúarleg tilfinn-
ing. Ég man alveg eftir mómentum
þegar ég sat í kjallaraholu í miðbæn-
um með stolna haglabyssu. Ég man
ennþá bragðið af byssuhlaupinu. Ég
man ennþá bragðið af diazepam og
öllum þeim pillum sem ég bruddi. Ég
var alltaf að reyna að stimpla mig út
en ég hafði ekki kjarkinn.“
Fór tveggja ára að heiman
Hann fór að heiman í fyrsta skipti
tveggja ára, altalandi gutti. Margsinn-
is var hann sóttur á lögreglustöðina
þar sem hann sat að spjalli við lögg-
urnar og dáðist að mótorhjólunum
þeirra. Fjórtán ára var hann kominn
á götuna. Sigldi með síðutogurum og
fragtskipum, lenti í hnífabardaga við
pólskan leigubílstjóra og lamdi mann
og annan.
„Þessir Mummar og Mummur sem
ég hitti á hverjum degi eru að gera ná-
kvæmlega það sama og ég gerði. Það
eina sem er ólíkt eru efnin sem eru á
markaðnum. Kannski var helsta drif-
fjöður mín við stofnun Götusmiðj-
unnar sú að ég var að reyna að bjarga
sjálfum mér. Ég lifði lífsstíl ungling-
anna sem koma í meðferð. Ég var
mjög firrtur einstaklingur og hef núna
varið fimmtán árum í þerapíu í að
komast til manns.“
Hann segist eiga eldri bróður sín-
um líf sitt að launa.
„Ég lifði í stöðugri skömm. Ég var
inn og út úr meðferðum, var edrú í
einhverja daga eða vikur. Allt sem fór
miður í heiminum fannst mér vera
mér að kenna. Þegar ég kom svo úr
enn einni afvötnuninni neitaði ég
að fara í Víkingameðferð hjá SÁÁ.
Hringdi í bróður minn sem heyrði í
mér tóninn og sagði: „Mummi, þú ert
svo mikill heigull.“ Ég trylltist. Sjálfs-
mynd mín var sú að ég væri tattóv-
eraði götujaxlinn sem hafði rotað ís-
birni. Bróðir minn sagði að ég þyrði
ekki að birta hver ég væri. Ég braut
símann. Gekk niður Laugaveginn og
þar opnuðust augu mín. Það eina sem
ég þurfti að gera var að þora að vera ég
sjálfur með fólki sem gat leiðbeint mér.
Ég vildi hjálp, en það var ekki hægt að
hjálpa mér með þá grímu sem ég bar.
Ég þurfti að prófa að treysta og vera
ég. Ég vissi hvað ég sýndi en vissi ekki
hver ég var sem einstaklingur.“
Vildi komast út úr dóp-krimma-
lúserlífi
„Ég fór í karlagrúppur, sótti fundi
fyrir fullorðin börn alkóhólista og
sökkti mér niður í bækur. Það var
ekki hægt að setja plástur á sárið, það
þurfti að hreinsa það. Ég var fullur af
skömm eins og allir fíklar. 99 prósent
fíkla ganga með trámatengda hluti í
farteskinu. Ég átti nóg af þeim. Ég fór
á samskiptanámskeið hjá Hugo Þóris-
syni því ég kunni ekki mannleg sam-
skipti. Fékk dellu fyrir sjálfum mér,
sem hljómar narsissískt, en það þurfti
til. Ég vildi komast út úr þessu dóp-
krimma-lúserlífi sem ég lifði.“
En áður en að þessu kom vildi
Mummi kynnast pabbanum sem
hann mundi óljóst eftir í minning-
unni. Pabbanum sem kom stundum á
sunnudögum en gleymdi stundum að
koma. Pabbanum sem var fluttur til
Afríku. Þangað hélt tæplega þrítugur
maðurinn til fundar við pabba sinn.
„Við sátum hvor á móti öðrum á
kaffihúsi í Jóhannesarborg. Ekki sá
pabbi sem ég hafði búið til mynd af
í huganum, heldur maður ótrúlega
líkur mér. Með sömu takta og sömu
kæki. Töffari með tyggjó.“
Hann viðurkennir að hann hafi
orðið fyrir vonbrigðum. En úr því hann
var kominn til Afríku ákvað hann að
láta gamlan draum rætast. Að læra
kvikmyndagerð.
„Alveg frá því ég var lítill gutti lang-
aði mig í Harley Davidson-mótorhjól
og að búa til kvikmyndir. Sá áhugi
kom sennilega vegna þess að ég var
lesblindur... Ég hélt til Höfðaborgar og
náði að ljúka námi í kvikmyndagerð.
Bruddi þar megrunartöflur sem feng-
ust lyfseðilslausar í apótekum. Námið
nýttist mér vel eftir að það rann af mér
og ég byrjaði í unglingastarfi með því
að kenna kvikmyndagerð í félagsmið-
stöð.“
Hjónabandið týndist í
Götusmiðjunni
Hann kynntist fyrrverandi konu
sinni Marsibil Sæmundsdóttur þegar
hann var 38 ára. Hún var sextán árum
yngri, en hann segir hana hafa verið
þroskaðri en sig.
„Fyrst átti ég í erfiðleikum með ald-
ursmuninn. Samfélagsröddin sagði
að þetta væri ekki í lagi. En við vorum
Sér Sjálfan Sig í unglingunum
Mummi í Götusmiðjunni er byrjaður að undirbúa flutning Götu-
smiðjunnar úr Gunnarsholti yfir á Efri-Brú. Á tíu árum hafa átta
hundruð unglingar fengið hjálp við vímuefnavanda sínum í Götu-
smiðjunni. Mummi segir skorta skilning á hvað einn vímuefna-
neytandi kostar samfélagið – eitt kjaftshögg í miðbænum geti
staðið undir rekstri Götusmiðjunnar í heilt ár.
„Ég var í hlutverki svarta sauðsins. Skilaboðin
til mín voru þau að fjölskyldan myndi funkera ef
Mummi v�ri í lagi. Mummi teikaði bíla�� braust inn��
braut rúður og var í slagsmálum. Þannig gat fókus
fjölskyldunnar farið á mig og beint sjónum frá því
sem var að. Gamla d�sið yfir Mumma var oft á dag.“
Mummi „Ég hafði ekki kjark
til að stimpla mig út úr lífinu.“
Sveitasæla unglingarnir í götusmiðj-
unni elska hestana og það frelsi sem
fylgir því að fara í útreiðatúra.