Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 8
Hleypti af 170 skotum Fjöldamorðinginn Cho Seung- Hui hleypti af að minnsta kosti 170 skotum á þeim níu mínútum sem síðari árásin í Virg- inia Tech í Bandaríkj- unum átti sér stað. Þá er talið ljóst að önnur byssan sem hann notaði í seinni árásinni var notuð til að myrða tvo einstaklinga sem féllu í þeirri fyrri. Einnig telur lögregla að myndbandið sem sýndi Cho í annarlegu ástandi hafi ekki verið tekið upp á milli árásanna held- ur áður. Lögreglu gengur illa að finna nákvæmar ástæður árásar- innar enda hafa ekki fundist nein tengsl milli morðingjans og hinna látnu. föstudagur 27. apríl 20078 Fréttir DV erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Jarðsprengjur fjarlægðar Margar af bestu vínekrum Króatíu er komnar í ræktun á ný eftir að jarðsprengjur frá því í stríðinu í Júgóslavíu í byrjun ní- unda áratugarins voru fjarlægð- ar. Ein af bestum vínekrunum lá í kringum sveitaheimili Josip Tito hershöfðingja en síðar var það notað af serbneska stríðsglæpa- manninum Arkan sem lét strá jarðsprengjum um vínekrurnar til að verjast hugsanlegum óvin- um. Eitt frægasta vín Króata er Traminac, sem hefur verið rækt- að síðan 1710, og vinna Serbar og Króatar við ræktun þess. NágraNNi frá Helvíti Frú Dorothy Evans, 81 árs Wales- verji, hefur verið dæmd í sex mán- aða fangelsi fyrir að ofsækja ná- granna sína. Hinir ítalskættuðu nágrann- ar Angela og Roberto Casa héldu að þau hefðu keypt draumahús- ið fyrir sig og börnin sín í hin- um smekklega velska bæ Aberg- avenny fyrir tíu árum en annað kom á daginn. Nú hafa þau lýst sambúðinni við Evans sem hreinu helvíti. Hjónin segja Evans vera sóðakjaft með árásarhneigð á við amerískan bolabít og vera furðu- lega hressa miðað við aldur, þótt hún ætti helst heima á spítala. Enginn slapp við ofsóknir Allir meðlimir fjölskyldunnar hafa fengið sinn skerf af ofbeldi og kjaftbrúki. Dag einn er Angela var að koma heim vændi frú Evans hana um að vera hóra og lamdi hana þar á eft- ir með staf. Síðar náði hún í skott- ið á Angelo og öskraði að hann ætti að hypja sig aftur til Ítalíu þaðan sem hann kom, eins og hún orð- aði það. Þrettán ára dóttir hjónanna fékk heldur ekki frið enda kallaði frú Mills hana norn og sagðist ætla að drepa hundinn hennar. Dorothy Evans dugði þó ekki að skelfa kjarnafjölskylduna því er móðir Ang- elu kom í heimsókn sýndi Evans henni á sér afturendann með tilheyrandi kjaftbrúki. Ofan á allt saman hefur Dorothy Mills líka ráðist á fjölskyld- una í heild sinni, það gerði frú Mills þeg- ar hún skreið á fjór- um fótum og teiknaði hring í kringum bíl fjölskyldunnar, sem sat skelfingu lostin og þorði ekki út. Frú Evans reyndi í tíu ár að hrekja fjölskyld- una úr húsinu. Casa-fjölskyldan bað lögreglu ít- rekað um aðstoð en án árangurs. Nágrannar hafa bent á að frú Ev- ans hafi líklega haft neikvæð áhrif á fast- eignaviðskipti í hverfinu þar sem ein íbúð- anna hafi ver- ið á sölu í sjö mánuði en að- eins einn kom- ið að skoða og það án þess að kaupa. Nú er svo komið að Casa- fjölskyldan þorir vart út fyrir hússins dyr. 12 dómar og fangelsi Frú Evans hefur áður hlotið tólf dóma fyrir ofsóknir en aldrei hefur hún farið í fangelsi því hún hefur ítrekað hunsað beiðnir um að mæta fyrir rétt. Nú hafa dómar- ar komist að þeirri niðurstöðu að frú Evans skuli sitja á bak við lás og slá í sex mánuði. Líklegt þykir þó að hún muni verja fyrstu þrem- ur mánuðunum í Eastwood Park kvennafangelsinu í Gloucester en eyða síðan öðrum þremur á spít- ala innan fangelsisins. Dóttir Ev- ans, Barbara Thomas, hefur reynt að áfrýja dómnum með þeim rök- um að móðir hennar sé of gömul til að fara í fangelsi, en án árang- urs. „Guð hjálpi þeim sem lend- ir með henni í klefa,“ sagði Ro- berto sem segist nú þegar farinn að kvíða endurkomu nágrannans frá helvíti. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSlaSon Dorothy Evans er 81 árs, með of háan blóðþrýsting og geng- ur við staf. Hún hefur hlotið tólf dóma fyrir ofsóknir. Fólk- ið sem býr við hliðina á henni hefur kallað hana nágranna frá helvíti. Nú er ekki aðeins nágrönnunum nóg boðið heldur dómstólum líka og gistir Evans því fangelsi næsta hálfa árið. Erfiður nágranni reyndi að hrekja nágranna sína úr hverfinu í tíu ár án árangurs. dag einn er angela var að koma heim vændi frú evans hana um að vera hóra og lamdi hana þar á eftir með staf. nágrannarnir eru áhyggjufullir Ógerlegt hefur reynst að selja eignir í nágrenni við dorothy Evans sem hefur áreitt nágranna sína í áratug.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.