Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 18
Rúmlega þrítug flugfreyja hafði lokið námi í félags-ráðgjöf þegar henni var boðið starf á minnismót- töku Landakotsspítala. Hún hafði aldrei ætlað sér að starfa á sjúkra- húsi en þegar Hanna Lára Steins- son fór að sinna heilabiluðum og aðstandendum þeirra opnaðist fyr- ir henni nýr heimur. Framtíð henn- ar var ráðin. Jafnhliða því að stunda doktorsnám í félagsráðgjöf við Há- skóla Íslands er hún að setja á stofn fyrstu einkareknu ráðgjafarstofuna fyrir heilabilaða. Þrátt fyrir gríðarlegar hindr- anir lætur Hanna Lára Steinsson ekkert aftra sér frá að sjá draum sinn rætast. Hann er sá að bjóða upp á einkarekna þjónustu fyrir Alzheimer-sjúklinga og aðstand- endur þeirra. Sá hópur telur nú um fimmtán þúsund manns. Um mán- aðamótin opnar hún Bjarmalund, ráðgjafarstofu sem mun þjóna öllu landinu. „Það má segja að þetta sé djarft útspil,“ segir hún brosandi. „Ég er hins vegar sannfærð um að þörf er á þjónustu sem þessari. Bjarma- lundur verður viðbót við þá þjón- ustu sem fyrir er og í upphafi mun ég stíla inn á tvo hópa: Þá sem hafa áhyggjur af breytingu á minni eða getu, akstri eða öðru verklagi en finnst þeir ekki þurfa að fara eða geta farið inn á öldrunarstofnanir til rannsókna og svo aðstandendur sem hafa áhyggjur. Hinn hópurinn eru íbúar, aðstandendur og starfs- fólk á hjúkrunarheimilum, sem hefur ekki fyrr átt kost á félagsráð- gjöf.“ Rétti tíminn er núna Þegar ég kem á fallegt heimili Hönnu Láru í Vesturbænum á fyrsta eiginlega vormorgninum er henni nokkuð brugðið, viðskiptabankinn hennar var að synja beiðni hennar um styrk. Milljónaframkvæmd er að verða að veruleika og stofnand- inn með fáa bakhjarla. Föstudagur 27. apríl 200718 Helgarblað DV Aðbúnaður fyrir heilabilaða er óásættanlegur. Hvíldarrým- um á Landakoti hefur verið fækkað úr fjórum niður í eitt. Í nýútgefinni stefnumótun heilbrigðisráðuneytisins um málefni aldraðra er þremur línum varið í framtíðarsýn fyrir heilabilaða. Ung kona ræðst í stofnun einkarekinnar ráðgjafarstofu þrátt fyrir að hafa enga bakhjarla. NEYÐARÁSTAND Í MÁLEFNUM HEILABILAÐRA nMilli 100 og 150 einstaklingar á aldrinum 45–65 ára eru með heilabilun nRíflega 3.000 Íslendingar eru greindir með heilabilun. 60 prósent þeirra eru Alzheimer-sjúklingar nAðstendur heilabilaðra eru að lágmarki 12.000 manns nHvíldarrýmum á Landakoti hefur fækkað úr fjórum í eitt nMilli þrjú og fjögur hundruð nýir einstaklingar koma á minnismóttöku Landakots á hverju ári n 90 manns eru á biðlista eftir að komast á dagdeildir heilabilaðra nRúmum fyrir heilabilaða hefur fækkað úr 36 í 28 nÁrið 2030 er talið að fjöldi heilabilaðra á Íslandi verði orðinn 5.500 og aðstandendur að lágmarki 22.000 nAf 26 yngri Alzheimer- sjúklingum á aldrinum 46–65 ára höfðu 24 misst vinnuna d V m yn d: s te fá n Knúin áfram af hugsjón „Ég er sannfærð um að það er þörf fyrir þjónustu sem þessa,“ segir Hanna lára steinsson sem opnar einkarekna ráðgjafarstofu fyrir alzheimer-sjúklinga og aðstandendur þeirra í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.