Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 14
Björn spyr hvar stjórnarandstað-
an sé í þessari kosningabaráttu og
á hvaða grundvelli hún sé að gagn-
rýna ríkisstjórnina. Sjálfur finnur
hann ekki fyrir gagnrýni á sín verk
sem dómsmálaráðherra frá stjórn-
arandstöðunni. Hann veltir því fyrir
sé hvort ástæðan sé sú að hún finni
engan veikan punkt á hans störfum
fyndi hún hann ætti hún að hamra
á honum. „Annars er ég ekki mjög
upptekinn af stjórnarandstöðunni,
þótt ég skrifi stundum um hana á
vefsíðunni minni mér til gamans,“
segir Björn.
Jón Baldvin svartur senuþjófur
„Ég held að kaffibandalagið hafi
gufað upp í kosningabaráttunni og
sé fyrir bí. Það er afar hæpið að þessir
flokkar geti unnið saman. Hvað eiga
þeir að sameinast um?“ segir Björn.
Hann segir ótrúlegt hvernig Jón
Baldvin Hannibalsson komi allt-
af sem svartur senuþjófur til að
gera Samfylkingunni lífið leitt. Eins
finnst honum það lýsa vandamál-
um flokksins enn betur að það þyki
frétt, þremur vikum fyrir kjördag, að
Össur og Ingibjörg geti talað saman
og hafi náð sáttum. „Samfylkingin er
uppteknari af eigin vandamálum en
sókn gegn okkur.“
Eins telur Björn greinilegt að
Ómari Ragnarssyni hafi tekist að fipa
vinstri græna eitthvað. Kannski hafi
hann náð að taka frá þeim ákveð-
inn hóp sem veittu vinstri grænum
breidd. Hitt sé líka spurning hvort
umhverfismálin hafi toppað í kosn-
ingunni í Hafnarfirði og eftir hana
hafi glansinn dofnað á stefnu flokks-
ins.
Björn segir þó ekki hægt að horfa
framhjá mikilli fylgisaukningu vinstri
grænna samkvæmt skoðanaönn-
unum og sé litið til úrslita síðustu
kosninga. Það telur hann mega skýra
meðal annars með því að flokkur-
inn hafi skipt um lit sýnt græna lit-
inn í stað rauða kjarnans auk þess að
draga úr andstöðu við Sjálfstæðis-
flokkinn. Flokkarnir geti náð saman
um ákveðin mál, eins og afstöðuna
til Evrópusambandsins, án þess að
láta ólíka stefnu í öðru trufla sig.
Feilspor hjá Framsókn
Björn segir Framsókn hæglega
geta bætt við sig á kjördag eins og
oft áður en eins geti farið svo að
það takist ekki. „Ég tel óvarlega far-
ið af framsóknarmönnum að segjast
ekki ætla í ríkisstjórn nema þeir nái
ákveðinni prósentutölu. Því ef þeir
fá þingmannafjölda til þess að fara
í ríkisstjórn þá er ég viss um að þeir
muni gera það hvað sem prósentu-
tölum líður,“ segir Björn. Prósentu-
talið sé hægt að nota gegn þeim fari
þeir í ríkisstjórn án þess að hafa náð
markmiðum sínum. „Menn verða
að huga að því, hvað þeir segja til að
hvetja fólk til að kjósa sig – þeir sitja
uppi með ummælin.“
Upphafið að endalokum
R-listans
„Ég held að slagur okkar Ingi-
bjargar Sólrúnar um borgarstjóra-
stólinn á sínum tíma hafi náð að
kveikja einhverja strauma innan R-
listans sem síðan hafi leitt til þess að
hann leystist upp,“ segir Björn, fyr-
irfram hafi hann allt eins búist við
því að það þyrfti meira en eitt skref
fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ná borg-
inni aftur. Hann hafi verið tilbúinn
til þess að taka áhættu og það hafi
verið lærdómsríkt að vera í borgar-
stjórn. Eftir kjörtímabilið hafi R-list-
inn verið splundraður sem hafi dug-
að til þess að Sjálfstæðisflokkurinn
gat myndað meirihluta í kosningun-
um á eftir. „Það var ekki stór mun-
ur á atkvæðafjöldanum sem náðist
undir minni forystu og síðan fjöld-
anum sem dugði til þess að ná yfir-
höndinni, það vantaði bara herslu-
muninn.“
Björn segir feril stjórnmálamanna
sem taka áhættu vera sveiflukennd-
an og þegar litið sé til baka séu þeir
sem þori oft hærra skrifaðir en hinir
sem sitji á alltaf friðarstóli.
Missættið á bak og burt
Björn fullyrðir að það missætti
sem varð í prófkjörsbaráttunni í
haust, þegar Guðlaugur Þór Þórðar-
son bauð sig fram gegn honum, sé á
bak og burt. Hann heldur enn fast
við að unnið hafi verið gegn honum
og þess vegna hafi hann allt eins bú-
ist við því að hann myndi rúlla nið-
ur listann. Björn bauð sig fram því
hann var tilbúinn að taka hvaða nið-
urstöðu sem var. „Reglan er yfirleitt
sú að formaðurinn situr óáreittur á
friðarstóli. Ef menn vilja skapa ófrið
um önnur sæti, nú þá verður ófriður
á meðan baráttan stendur yfir. Svo
er bara spurningin hvernig mönn-
um tekst að vinna úr málum eftir
á og ég tel að okkur hafa tekist það
vel miðað við hvernig málin voru og
hvernig menn töluðu síðasta haust,“
segir Björn. Nauðsynlegt sé að setja
leiðindin á bak við sig annars séu
menn komnir í einhvern Samfylk-
ingarleik.
Knúinn til að verja föður sinn
Björn segir sig hafa verið knú-
inn til þess að bera hönd fyrir höfuð
föður sínum, Bjarna Benediktssyni,
í allri umræðunni um hlerunar-
málið og þeirri gagnrýni sem hann
sætti þar. „Það er sárt ef gagnrýnin
er ósanngjörn, lygi eða tilbúningur.
Það er erfitt þegar mannorð látins
manns er svert með þessum hætti,“
segir Björn.
Sjálfur hafi faðir hans talið erfitt að
segja á líðandi stundu hvort ákvarð-
anir, sem stjórnmálamenn þyrftu að
taka, væru réttar eða rangar. Allt ork-
aði tvímælis, þegar gert væri. Björn
segir að í hlerunarmálinu hafi ekkert
óeðlilegt hafa komið fram, fara eigi í
saumana á þessum málum og skýra
eins og kostur er.
„Þegar ég var í prófkjörinu í
haust var hlerunarmálið blásið upp
og svona eftir á að hyggja kann það
hafa verið gert til að það kæmi mér
illa í prófkjörsslagnum,“ segir Björn.
Hann segist hálfhissa miðað við öll
lætin í vetur, á því, að málinu skuli
ekki haldið á lofti í kosningabarátt-
unni.
„Það stenst ekki að lagt hafi ver-
ið á ráðin um að hlera pólitíska and-
stæðinga. Ég held að lögreglan hafi
verið að búa sig undir ef eitthvað færi
úr skorðum í hita leiksins. Það liggur
fyrir að lögreglan bað um hlerunar-
heimildir, dómari veitti þær en ekki
er vitað, hvenær og jafnvel hvort lög-
reglan hafi notað heimildirnar.“
Sumir hafa gagnrýnt Björn fyr-
ir að hafa tjáð sig um hlerunarmál-
ið með þeim hætti sem hann gerði.
Sjálfur segist hann hafa haldið sig
innan eðlilegra marka sem dóms-
málaráðherra. Það sé skrýtið í lýð-
ræðisþjóðfélagi ef hömlur eru settar
á hvað stjórnmálamenn megi segja
um svona mál.
„Hvað mig varðar þá var ég van-
ur því að faðir minn sætti stöðug-
um árásum. Ætla hefði mátt, að því
myndi einhvern tíma linna en svo
virðist ekki vera, allavega hvað suma
menn varðar,“ segir Björn sem fann
sig knúinn til að taka upp hanskann
fyrir föður sinn á liðnum vetri og ger-
ir aftur, ef hann telur þess þörf.
Með varnarmúr
Talað hefur verið um það að
Björn sé ekki nógu hlýr og allt að
því hrokafullur á köflum þegar hann
kemur fram í fjölmiðlum. „Ég er bú-
inn að heyra þetta alla ævi. Þetta er
kannski minn varnarmúr gagnvart
umhverfinu. Ég verð að passa mig
að vera ekki of harður því ég á það til
að setja múr í kringum mig þegar ég
þarf á því að halda,“ segir Björn sem
alla tíð hefur þurft sitt svigrúm.
Eiginkonu sína Rut Ingólfsdóttur
segir hann líka þurfa sitt athvarf og
heimilið sé griðastaður þeirra. Rut
sem er fiðluleikari kemur fram sem
listamaður og vegna starfa þeirra
beggja þurfi þau að vera mikið út
á við. Þau Rut hafa verið gift í 38 ár
og segir Björn hjónaband stjórn-
málamanns og listamanns fara vel
saman en að sjálfsögðu misjafnlega
eftir málaflokkum. „Þegar ég var
menntamálaráðherra fóru störf okk-
ar auðvitað mjög vel saman en það
breyttist talsvert þegar ég fór í lög-
reglumálin enda passa þau ekki eins
vel við hennar áhugamál.“
Saman eiga Björn og Rut tvö börn
og þrjú barnabörn sem eru sjö ára,
fimm ára og átta mánaða. Þau búa
í London og því sjá þau minna af
barnabörnunum en þau vildu. „Þeg-
ar þau koma eru það hátíðarstund-
ir. Ég reyni að vera eins mikill afi og
ég get.“
Föstudagur 27. apríl 200714 Helgarblað DV
„Ég er ekki að bjóða
mig fram í neitt ráðu-
neyti en ítreka að ég er
tilbúinn til verka þar
sem verkefnin eru stór
og breytingar eiga að
verða.“
Ósáttur við R-listann Björn segir að við værum með betra grunnskólastig ef r-listinn hefði tekið á móti grunnskólunum á
sama hátt og Ásdís Halla gerði í garðabæ.
Fyrir Íslenskar aðstæður
Jakki og buxur með
Air-Tex öndun
Kr. 19.500
Innifalið! Tvenn nærföt þunn rakadræg og fl ís.
Athugið! Einnig fylgja með í kaupunum lúffur,
húfa og trefi ll.
North Ice Outdoor
Finnskur útivistar fatnaður vatnsheldur
með Air-Tex öndun. Jakki og buxur.
Kr. 17.500,-
Léttur og þægilegur fatnaður á frábæru verði.
Athugið! Nú fylgja fl íspeysa, fl ísnærföt, húfa, vettlingar
og snilldar bakpoki frítt með.
Icefinwww.icefi n.is - Nóatúni 17 - 105 RVK.
Vertu klár fyrir sumarið með útivistarfatnaði
Icefin.indd 1 4/1/07 6:40:19 PM