Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 34
Fimmtudagur 19. apríl 200734 Sport DV Æft á grasi Íslenska liðið hefur í þessari viku æft á grasi á Garðskagavelli. Síðustu daga hefur íslenska karla- landsliðið skipað leikmönnum sautj- án ára og yngri æft af krafti fyrir úr- slitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Belgíu. Þetta er fyrsta landslið Ís- lands sem nær í lokakeppni stórmóts og er Ísland fámennasta þjóð frá upphafi sem kemst í þessa keppni. Þetta er einn allra efnilegasti hópur leikmanna sem komið hefur upp hér á landi. Luka Kostic, þjálfari liðsins, segir væðingu knattspyrnuhalla og séræfinga spila stóran þátt í þessu. „Þetta er mitt fimmta ár með U17 landsliðið og aldrei hefur verið eins erfitt að velja hópinn eins og einmitt nú. Þegar það er verið að velja milli svona ungra stráka er óhjákvæmilegt að einhverjir finni höfnun. En sam- keppnin er bara svo rosalega mikil,“ segir Luka. „Ég man eftir því þegar ég var með þetta U17 landslið fyrst þá var mjög erfitt að finna leikmenn í átján manna hóp sem uppfylltu allar kröfur sem til þarf. Það er þó ekkert mál í dag og hægt að finna tíu leik- menn utan hópsins sem eru svipaðir að getu.“ Erfið leið Ísland er í A-riðli af tveimur á loka- keppni Evrópumótsins. Fyrsti leik- ur Íslendinga í riðlinum verður gegn Englendingum 2. maí. Leikið verð- ur gegn Hollandi 4. maí og loks við gestgjafa Belga 7. maí. Það var ekki heppnin sem fleytti íslenska liðinu alla leið í lokakeppnina. Það fór erf- iða leið, spilaði einfaldlega frábær- lega og átti skilið að komast áfram úr undankeppninni. Liðið tapaði ekki leik í milliriðlinum og lagði m.a. ríkj- andi Evrópumeistara Rússa. „Við vorum að leggja lið eins og Rússland sem tók þrjá mánuði bara í undirbúning fyrir þennan millirið- il í Portúgal. Svo hefur portúgalska liðið verið með eitt besta unglinga- lið Evrópu síðustu fimmtán ár og við slógum þá út og það á þeirra heimavelli. Við erum til alls líkleg- ir og munum spila til sigurs í öllum leikjum í Belgíu,“ segir Luka Kostic. Í undankeppninni varð íslenska liðið í öðru sæti riðils síns á eftir Frökkum en á undan Rúmenum og Litháum. Í milliriðlinum voru svo Rússar, Portú- galir og Norður Írar skildir eftir. Eins og áður hefur komið fram segir Luka Kostic aldrei séð jafn- sterkan leikmannahóp hjá nokkru unglingalandsliði Íslands. Hann segir að breyttir tímar í aðstöðu fyr- ir fótboltamenn hér á landi spili þar stóra rullu. „Það hafa orðið ákveðin tímamót í íslenska boltanum með þessum knattspyrnu-akademíum og fótboltahúsum. Fyrir nokkrum árum voru leikmenn að æfa kannski í mesta lagi fimm sinnum í viku en í dag eru margir sem æfa tíu til tólf sinnum. Maður tekur strax eftir því hvað þetta breytir miklu,“ segir Luka Kostic. Sá leikmaður í íslenska hópnum sem hefur fengið mesta umfjöllun er Kolbeinn Sigþórsson sem raðaði inn mörkum á leið liðsins að úrslita- keppninni. Hann er sonur Andra Sigþórssonar og er í dag eftirsóttur af fjölmörgum stórliðum í Evrópu. Betra að vera heima í fullorð- insbolta Luka Kostic hikar ekki eitt augna- blik þegar hann er spurður út í hvort íslenska liðið eigi möguleika á þessu Evrópumóti í Belgíu. „Við höfum sýnt það að á góðum degi getum við unn- ið öll þessi lið. Við búum hinsvegar ekki yfir neinni reynslu af þátttöku í svona úrslitakeppni. Við tökum bara leik fyrir leik og reynum að fá sem mest út úr þessu. Liðið hefur verið að spila mjög vel og leikmennirnir kunna þetta alveg. Hvernig sem fer þá verð ég stoltur af þessu liði,” segir Luka Kostic. Þess má geta að ef íslenska liðið hafnar meðal fimm efstu liða Evr- ópumótsins fær það þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Suður Kóreu um miðjan ágúst „Þetta er rosalega flottur hóp- ur efnilegra leikmanna. Andinn og samstaðan er mjög góð. Þetta eru allt vinir sem eru í þessu saman og eru stoltir af því að spila fyrir hönd Ís- lands. Við lítum ekkert á að nein lið séu eitthvað stærri en við.“ Luka Kostic er á þeirri skoðun að margir efnilegir íslenskir leik- menn fari of snemma út til að spila með unglinga- og varaliðum. Leik- menn þroskist meira af því að æfa og spila með meistaraflokkum hér á landi. „Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að leikmenn sem eru farnir út áður en þeir komast upp í meistara- flokkinn koma bara til baka. Þessir sem eru núna í fremstu röð af okk- ar atvinnumönnum voru langflest- ir komnir upp í meistaraflokkinn hérna áður en þeir fóru út. Má þar nefna leikmennina hjá Reading og Charlton,” segir Luka Kostic. Hann segir unglinga- og varaliðs- deildirnar úti vera ofmetnar. „Svona ungir leikmenn fá miklu meira út úr því að vera að spila í fullorðinsbolta hér en með einhverjum unglinga- og varaliðum þarna úti. Það eru mörg dæmi um mun hraðari framfarir hjá strákum sem verða eftir hérna heima en þeim sem fara snemma í einhver unglingalið erlendis. Hér er vegur- inn upp í það að spila fyrir aðallið- ið miklu styttri og þar spila þeir gegn fullorðnum mönnum. Þó að efstu deildirnar hér heima séu ekki neitt rosalega sterkar þá eru þær mjög góðar fyrir svona unga drengi.“ Gott starf í Kópavogi Athygli vekur að Kópavogsliðin Breiðablik og HK eiga samtals átta leikmenn í átján manna hópi ef Vikt- or Unnar Illugason sem fór frá Blik- um til Reading eftir síðasta sumar er tekinn með. Skagamenn eiga tvo fulltrúa en annars er ekkert lið sem á fleiri en einn. En hví skyldu Kópa- vogsliðin eiga svona marga fulltrúa? „Það er mjög gott starf unn- ið í þessum liðum. Þau eru líka að Íslenska U17 landsliðið er að fara að keppa í lokakeppni Evr- ópumótsins sem fram fer í Belgíu. Þetta er einn efnilegasti hópur leikmanna sem komið hefur upp hér á landi enda er Ísland fámennasta þjóð sem komst í þessa lokakeppni. STOLTUR HVERNIG SEM FER Eftirsóttur Kolbeinn Sigþórsson er eftirsóttur af stórliðum í Evrópu. Ekki sá besti Völlurinn í Garðinum er kannski ekki upp á sitt besta en gras engu að síður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.