Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 41
Starfsferill Vilhjálmur fæddist í Reykjavík 26.4. 1946. Hann lauk prófi frá VÍ 1966, stúdentsprófi þaðan 1968 og lögfræðiprófi frá HÍ 1974. Vilhjálmur var framkvæmdastjóri SUS 1971-73, skólastjóri Stjórnmála- skóla Sjálfstæðisflokksins 1973-77, framkvæmdastjóri fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík 1974-78, framkvæmdastjóri SÁÁ 1978-84, er borgarfulltrúi frá 1982, borgarráðs- maður frá 1986, var formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 1990- 2006 og borgarstjóri Reykjavíkur frá 13.6. 2006. Vilhjálmur var varaformaður AFS 1964-66, sat í stjórn Heimdallar, FUS 1965-67, í stjórn Vöku og var ritstjóri Vökublaðsins 1969-70, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins frá 1969, í stjórn SUS 1971-77 og var varaformaður 1973-77, í Stúdentaráði HÍ 1971-73, í stjórn Orators og ritstjóri Úlfljóts 1972-73, var formaður skólanefnd- ar Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokks- ins 1977-81, í stjórn fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík 1978-90, í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokks- ins 1978-82, var formaður málefna- nefndar Sjálfstæðisflokksins um sveit- arstjórnar- og byggðamál 1992-2006, var formaður Stúdentafélags Reykja- víkur 1979-80, í stjórn SÁÁ frá 1984, situr í stjórn fulltrúaráðs Sólheima og formaður Lagnakerfamiðstöðvar Ís- lands frá 1997. Vilhjálmur var formaður skipu- lagsnefndar Reykjavíkur 1982-94, var varaformaður stjórnar Samtaka sveit- arfélaga á höfðuborgarsvæðinu 1982- 86, sat í Heilbrigðisráði Reykjavíkur 1982-86, var varaformaður stjórnar sjúkrastofnana í Reykjavík 1982-94, sat í byggingarnefnd aldraðra 1986- 94, í Hafnarstjórn 1986-94 og 1998- 2006, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1986, var formaður Þróunarfélags Reykjavíkur 1990-95, í stjórn Sorpeyðingar höfuðborgar- svæðisins, Sorpu bs., 1990-1994 og frá 2004, í stjórn Landsvirkjunar 1991- 2006, í félagsmálaráði 1994-2002, í al- mannavarnaráði ríkisins frá 2002 og er formaður Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins og formaður Almanna- varnarnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 2006, situr í stjórn skipulagssjóðs Reykjavíkurborgar, í stjórn Samstarfs- sjóðs Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafn- ar, í fulltrúaráði hjúkrunarheimilis- ins Eirar og Eirarhúss og er formaður stjórnar frá 2001. Fjölskylda Kona Vilhjálms er Guðrún Kristj- ánsdóttir, f. 8.6. 1948, bókasafns- kennari við Rimaskóla. Hún er dótt- ir Kristjáns J. Gunnarssonar, f. 29.11. 1919, fyrrverandi borgarráðsmanns og fræðslustjóra, og konu hans Þór- dísar Kristjánsdóttur, f. 18.9. 1918, d. 7.6. 2002, hjúkrunarkonu. Börn Vilhjálms og Önnu J. Johnsen, f. 13.1. 1946, kennara, eru Jóhanna, f. 7.12. 1970, dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu en sambýlismaður henn- ar er Geir Sveinsson framkvæmda- stjóri og eru dætur hennar Anna Björk Hilmarsdóttir og Ragnheiður Katrín Geirsdóttir; Helga Björk, f. 10.6. 1974, flugfreyja en maður hennar er Friðrik Þór Snæbjörnsson byggingaverkfræð- ingur og eru börn þeirra Dagur Þór Friðriksson og Birna Björk Friðriks- dóttir; Baldur Þór, f. 25.4. 1976, sjóðs- stjóri hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins en sambýliskona hans er Sól- rún Sverrisdóttir sjúkraþjálfari og er dóttir þeirra Jóhanna Björg Baldurs- dóttir. Systkini Vilhjálms: Svanur Þór, f. 12.7. 1939, lögfræðingur; Hlöðver Örn, f. 26.6. 1941, framkvæmdastjóri; Erla, f. 2.12. 1943, kaupmaður; Við- ar, f. 4.9. 1947, d. 8.1. 1997, verslunar- maður; Einar Þór, f. 3.4. 1952, d. 31.10. 1993, framkvæmdastjóri. Foreldrar Vilhjálms voru Vilhjálm- ur Kristinn Þórðarson, f. 5.10. 1913, d. 1.12. 1988, bifreiðastjóri í Reykjavík, og k.h., Helga Jórunn Finnbogadóttir, f. 30.6. 1916, d. 1999, húsmóðir. Ætt Vilhjálmur Kristinn var sonur Þórðar, sjómanns á Fáskrúðsfirði Vil- hjálmssonar, útvegsbónda á Kalda- læk Jóhannssonar. Móðir Þórðar var Kristín Sturludóttur, bónda á Vatt- arnesi Jónssonar. Móðir Sturlu var Margrét Árnadóttir. Móðir Margrétar var Guðrún, systir Margrétar, lang- ömmu Gunnlaugs, langafa Gunn- ars Hanssonar framkvæmdastjóra. Móðir Kristínar var Úlfheiður, syst- ir Björns, langafa Valdimars Björns- sonar ráðherra. Úlfheiður var dóttir Björns, bónda á Hallbjarnarstöðum Ásmundssonar og Önnu, systur Guð- rúnar, ömmu Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar. Anna var dóttir Hallgríms, bónda á Stóra-Sandfelli Ásmundssonar, bróður Indriða, afa skáldanna og alþingismannanna Jóns og Páls Ólafssona. Þorbjörg var dótt- ir Þórarins Magnússonar úr Þistilfirði og Arnbjargar Árnadóttur frá Grund- arstekk, af Antoníusarætt. Helga er systir Jónu, móður Krist- bjargar Kjeld leikkonu. Helga er dóttir Finnboga, útvegsbónda í Tjarnarkoti, bróðir Guðmundar, afa Hauks Helga- sonar ritstjóra. Finnbogi var son- ur Guðmundar, bónda í Tjarnarkoti Gíslasonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Jónsdóttir, bónda í Grímsfjós- um Bjarnasonar og Guðrúnar Helga- dóttur, bónda í Brattsholti Sigurðs- sonar, bróður Jóns, afa Jóns forseta. Móðir Helgu var Þorkelína, syst- ir Margrétar, móður séra Jóns Guð- jónssonar sem stofnaði byggðasafnið á Akranesi. Þorkelína var dóttir Jóns í Hópi Guðmundssonar, bróður Tóm- asar, afa Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara og Haldóru, móður Eiríks Jónssonar, formanns KÍ. Móð- ir Þorkelínu var Guðrún Guðbrands- dóttir, bónda í Vestra-Geldingalæk Jónssonar, bónda á Gaddastöðum Sveinssonar. Móðir Jóns var Elín Jónsdóttir, bónda á Hvoli Eyjólfs- sonar og Valgerðar, langömmu Jóns Helgasonar, prófessors og skálds. DV Ættfræði föstudagur 27. apríl 2007 41 MAÐUR VIKUNNAR Jón Páll Sigmarsson f. 28. apríl, 1960, d. 16. janúar 1993 Á morgun eru fjörutíu og sjö ár frá fæðingu Jóns Páls Sigmarssonar afl- raunamanns. Jón Páll fæddist á Sól- vangi í Hafnarfirði, sonur Sigmars Jónssonar og Dóru Jónsdóttur. For- eldrar hans höfðu slitið samvistum er hann kom í heiminn og tveimur árum síðar flutti hann með móður sinni og fósturföður vestur í Stykk- ishólm. Á bernskuárunum var Jón Páll áhugasamur um ýmsar íþrótta- greinar, æfði glímu í Stykkishólmi frá fimm ára aldri og þótti kappsfullur með afbrigðum. Jón Páll dvaldi á sumrin í Skáleyj- um hjá foreldrum Sveins Guðmunds- sonar, fósturföður síns. Þar fékk hann heldur betur að reyna kraftana og dafnaði vel á blóðgraut, lýsi, hráum eggjum, selshreifum og öðru því góð- gæti sem sótt hefur verið í matark- istuna við Breiðafjörð um aldaraðir. Þarna bjó Jón Páll við gott atlæti en kynntist jafnframt mikilli líkamlegri vinnu, veiðum og þeim hefðbundnu bústörfum sem þarna voru stunduð. Árið 1969 flutti Jón Páll með fjöl- skyldu sinni suður til Reykjavíkur en þar hófst hans skipulegi íþróttafer- ill. Hann æfði meðal annars karate en segja má að hann hafi fundið sinn farveg þegar hann sá auglýst lyftinga- námskeið í sænska frystihúsinu árið 1975. Jón Páll vann til fjölda gull- og silf- urverðlauna í lyftingum á Íslandi og á Norðurlandamótum og sló með- al annars Evrópumetið í réttstöðu- lyftu er hann lyfti 362,5 kg. En það var þó í aflraunum sem hann náði óumdeilanlega bestum árangri – þar varð hann bestur í heimi. Hann vann titilinn Sterkasti maður heims’ árin 1984, 1986, 1988 og 1990. Á þessum árum varð Jón Páll fyrirmynd ungra drengja hér á landi og víða um heim, með því að sameina ný viðhorf um heilsurækt og hina fornu aðdáun á víkingaköppum og aflraunamönn- um. Jón Páll var vel liðinn og frábær fulltrúi þjóðar sinnar hvar sem hann keppti á alþjóðlegum mótum, enda gamansamur, einlægur og hlýleg- ur í framkomu. Fleyg varð setning- in sem hann sagði í miðri réttstöðu- lyftu: ,,Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál.’’ Nýlega var frumsýnd um hann heimildarmyndin: Þetta er ekkert mál. Jón Páll lést langt fyrir aldur fram 1993. MeRKIR ÍsleNdINgAR: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og stjórnarfor- maður Slökkviliðs höfuðbog- arsvæðisins stóð vaktina þegar slökkviliðsmenn börðust við eldinn á horni Austurstrætis og Lækjargötu á síðasta vetrar- dag. Hann lét þá hafa það eftir sér að þarna væru að brenna menningarverðmæti sem eft- irsjá væri í og að vel kæmi til álita að byggja þessi hús upp í fyrri mynd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.